Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblað DV KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON bladamadur skrifar: krjkmlv.is Gúttósalurinn eftir slaginn Ástandið í salnum í Góðtempl- arahúsinu gefur vel til kynna hvað þar hafði gengið á eftir Gúttóslaginn svonefnda. Þorlaksmessuslagurinn 1968Gongu- mönnum og lögregluliði laust saman á Lækjartorgi á Þorláksmessu er lögreglan stöðvaöi gönguna sem ætlaði upp Banka- strætið. Sumir forsprakkar göngunnar höfðu hótað því að brjóta lögregluliðið á bak aftur en göngumenn létu fljótlega undan síga. Slagsmál milli mótmælenda og lögreglu hafa veriö fátíö í seinni tíö en voru nokkuð algengari framan af síðustu öld. Hæst ber Gúttóslaginn og óeirðirnar á Austurvelli við inngöngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið en átökin hafa þó verið fleiri. Fyrstu sögulegu uppþotin sem hér eru rifjuð upp urðu í Suðurgötu vegna rússneska drengsins 1921. Forsögu þessa uppþots ber að rekja til þess að Ólaftir Friðriksson, ritstjóri Alþýðublaðsins, kom heim af 3. þingi Komintern, Alþjóðasam- bands kommúnista, í Rússlandi, haustið 1921, og hafði þá með sér munaðarlausan rússneskan dreng, Nathan Friedmann. Ólafur hugðist taka drenginn að sér en eftir að í ljós kom að dreng- urinn gekk með tiltekinn augnsjúk- dóm ákváðu heilbrigðisyfirvöld að vísa honum úr landi. Ólafur og stuðningsmenn hann litu hins veg- ar á þessa ákvörðun sem pólitísk- ar ofsóknir og neituðu að afhenda drenginn. Drengurinn hélt til á heimili Ólafs í Suðurgötunni, og þangað söfnuðust saman róttækir jafnað- armenn með Hendrik Ottósson í broddi fyllkingar, ásamt hópi verkamanna sem voru hliðholl- ir Ólafi. Komu nú vomur á fáliðað lögreglulið bæjarins enda vöktuðu stuðningsmennirnir heimili Ólafs, voru töluvert fjölmennir og til alls líklegir. Forysta Alþýðuflokksins leit hins vegar svo á að Ólafi og stuðn- ingsmönnum hans bæri að fara að lögum og hlýða yfirvöldum. Var Ólafi vikið úr starfi sem ritstjóri Alþýðublaðsins og Alþýðuflokkur- inn lýsti því yfir að framkoma Ól- afs væri Alþýðusambandi íslands óviðkomandi. Dómsmálaráðherra lét safna í varalögreglulið, gerði atlögu að heimili Olafs og eftir snörp handa- lögmál hafði lögreglan betur, hafði drenginn á brott með sér og hand- tók Ólaf og helstu forsprakka hans. Margir litu svo á að framganga Ólafs og félaga hefði verið alvar- leg byltingartilraun og segja má að Drengsmálið hafi verið upp- hafið að stofnun skipulegs hóps ís- lenskra kommúnista. Gúttóslagurinn Gúttóslagurinn dregur nafn sitt- af Gúttó, félagsheimili Góð- templarareglunnar, sem stóð við Vonarstrætið þar sem nú er bfla- stæðið fyrir sunnan Alþingis- garðinn. Gúttó var um áratuga- skeið einn helsti samkomustaður og skemmtistaður Reykvfldnga. f upphafi kreppunnar má segja að Gúttó hafi verið ráðhús Reykjavík- ur en þar fóru þá fram bæjarstjórn- arfundir. Haustið 1932 var skelfilegt atvinnuleysi í Reykjavík og víðar. Bæjarstjórn hafði staðið fýrir atvinnubótavinnu sem ekki var hátt launuð og fólst einkum í því að höggva til grjót í grjótnámu bæjarins. Þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka skerf sinn til atvinnubótavinnunnar taldi bæjarstjórn sér ekki annað fært en að lækka launin um þriðjung. Þetta stóð til að gera ábæjarstjórnarfundi 9. nóvember 1932. Vinstri menn í bæjarstjórn og verkalýðshreyfingin brugðust hins vegar hart við og fengu verkamenn og atvinnuleysingja til að fjöl- menna við Gúttó þennan dag. Mik- ið fjölmenni streymdi inn í hús- ið, fundurinn leystist upp og inni í húsinu og fýrir utan það upphófst mikill slagur milli verkamanna og lögreglumenn og unglingur sem varð fyrir táragassprengju. Þorláksmessuslagurinn 1968 ÞorláksmessuslagurinníMiðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu 1968 er þekkasta mótmælaganga 68- kynslóðarinnar. Forsaga slagsins var annar fundur, sem haldinn var um Víetnamstríðið í Tjarnarbúð að tilhlutan Æskulýðsfylkingarinnar og Félags róttækra stúdenta, laugardaginn 21.desember 1968. Tjarnarbúð var á þessum árum einn vinsælasti skemmtistaður róttækra stúdenta, á neðstu hæð Oddfellowhússins í Vonarstræti. Áædað var að fundarmenn gengju síðan eftir fundinn um Miðbæ Reykjavíkur um Kirkju- stræti, Aðalstræti, Austurstræti, Bankastræti, Laugaveg, Klappar- stíg, Hverfisgötu, Lækjargötu, Bók- hlöðustíg og suður Laufásveg að sendiráði Bandaríkjanna. Þegar lögreglan ffétti af fund- inum hafði hún samband við for- ráðamenn fúndarins og tjáði þeim að ekki yrði hægt að leyfa gönguna um Miðbæinn gegn umferðinni um allar þessar einstefnugötur á einum mesta verslunardegi árs- ins. Ýmsir forsvarsmenn göngunn- ar ætluðu að hundsa tilmæli lög- reglunnar en á endanum var hætt við þessa löngu gönguleið enda hafði lögreglan gert ráðstafanir til að loka henni fyrir göngumönn- um. Þó kom til ryskinga á Austur- velli þar sem Birna Þórðardóttir og Ragnar Stefánsson komu nokkuð við sögu. Á Þorláksmessu héldu síðan sömu aðilar annan í Sigtúni (nú NASA). Þeim fundi var ædað að fjalla um verkalýðsmál, rétdndi borgara og „lögregluárásina við Tjarnarbúð". Eftir þann fund stóð til að ganga Austurstrætí, Banka- strætí, Skólavörðustíg, Frakkastíg, Laugaveg og Bankastræti og slíta fúndinum fýrir ffaman Stjórn- arráðið. Þessi fundur varð tölu- vert sögulegri því nú sló alvarlega í brýnu milli lögreglu og fundar- manna og það á sjálfa Þorláks- messu í Miðbænum. Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn stóð í samningaviðræðum við forsvarsmenn fundarins, benti þeim á að þeir hefðu valið mesta verslunardag ársins til að ganga á móti umferð bfla og gangandi veg- farenda í sjálfum Miðbænum og kom með einhverjar málamiðlun- artillögur um göngu fundarmanna. Því var hins vegar öllu hafnað af hálfu fundarmanna. Þegar fundarmenn komu af fundinum kl. 22.10 á Þorláks- messukvöld hafði lögreglan lokað Austurstrætinu fyrir göngu- mönnum og sló þar í brýnu um stund. Þá sáu ýmsir vegfarendur ástæðu til að ganga í lið með lögreglunni. Eftir skamma hríð voru göngumenn hraktir til baka vestur Austurstrætið og Þorláks- messuslagnum lauk nokkurn veginn stórslysalaust en nokkrir voru handteknir. Slagurinn varð hins vegar kveikja að miklum blaðaskrifum um mótmælagöngur og framgöngu lögreglunnar. lögreglu - svo kallaður Gúttóslagur. Rúður voru brotnar og stólar mölv- aðir og notaðir sem barefli. Meðal þeirra sem gengu hart ffam í þess- um slag var Héðinn Valdimarsson sem varð formaður Dagsbrúnar og forstjóri BR Urðu ýmsir sárir í þessum slag og margir handteknir en bæjarfulltrúar áttu fótum fjör að launa. Bæjarstjórn hætti svo við að lækka launin og var síðan fjölgað í atvinnubótavinnunni. Alvarlegustu óeirðirnar Óeirðirnar á Austurvelli er Al- þingi samþykkti aðild íslands að NATÓ þann 30. mars 1949, eru al- varlegustu óeirðir sem orðið hafa hér á landi frá upphafi heima- stjórnar. Upphaflega var ætíun- in að fjalla um aðildarfrumvarpið þann 29. mars en því var frestað er umtalsverður mannfjöldi hafði safnast saman á Austurvelli og slegið hafði í brýnu milli unglinga og lögreglu. Daginn eftir tók Alþingi frum- varpið fyrir og samþykkti að ís- land gerðist stofnaðili að NATÓ. Frumvarpið var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13 en 2 sátu hjá. Þeir sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru allir 20 þing- menn Sjálfstæðisflokksins, 11 þingmenn Framsóknarflokksins og 6 þingmenn Alþýðuflokksins. Þeir sem greiddu atkvæði gegn aðildinni voru allir 10 þingmenn Sósíalistaflokksins, 2 þingmenn Alþýðuflokksins og 1 þingmaður Framsóknarflokksins. Tveir fram- sóknarmenn sátu hjá. 30. mars var mikill viðbúnaður við Alþingishúsið. Lögreglumenn, vopnaðir kylfum og táragasi voru viðbúnir inni í Alþingishúsinu sem og nokkurra tuga manna varalögreglulið sem flestir voru félagar í Heimdalli. Þá höfðu formennlýðræðisflokkanna, Sjálfs- tæðisflokksins, Alþýðuflokksins ogFramsóknarflokksins,hvattfrið- sama borgara til að safnast saman við Alþingishúsið. Verkamannafélagið Dagsbrún og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna hafði hins vegar blásið til almenns útifundar við Miðbæjarskólann til að mótmæla aðildinni. Að þeim fundi loknum héldu fundarmenn fylktu liði út á Austurvöll. Þar mættu þeir lögreglu og stuðnings- mönnum lýðræðisflokkanna. Tal- ið er að þá hafi verið á milli 8 og 10 þúsund manns á Austurvelli. Þegar fréttist að Alþingi hefði samþykkt aðildina að NATÓ og lögregla og varalögreglulið gerðu útrás úr Alþingishúsinu sló fljótt í brýnu og átökin mögnuðust með grjótkasti, kylfubardögum og táragasi. Flestar rúður voru brotnar í Alþingishúsinu og við lá að þingmenn stórslösuðust vegna grjóthnullunga sem flugu inn í húsið. Við útrásina fór varalögregluliðið á undan með kylfur á lofti en þeim fylgdi síðan lögreglusveit með táragas. Við táragasið tæmdist Austurvöllurinn á skömmum tíma. Tólf manns þurftu að leita á Landspítalann vegna meiðsla og einhverjir slösuðust alvarlega, þar á meðal 5 Lognið á undan storminum Lögreglulið og lið varalögreglu standa vörð um Alþingishúsið skömmu áður en gerð var útrás á Austurvöllinn með kylfubarsmíðum og táragasi. ÍSLENSKAR ÓEIRÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.