Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 24. APR(L 2008 Fréttir DV Mútubrot, sem Árni Johnsen var dæmdur fyrir árið 2003, hefur gefið Evrópunefnd sem vinnur gegn spillingu tilefni til að krefjast breytingar á hegningarlögum. Nefndin vill að lög um mútubrot nái einn- ig til þingmanna og vill herða refsingar. Jeinnig til þingmanna, „en strangt til tekið hafa engin mál verið rekin gegn kjörnum fulltrúum almenn- ings á íslandi" eins og segir í skýrsl- unni. Opinberir fulltrúar GRECO hefur sérstakar áhyggjur af mögulegri spillingu í tengslum við einkavæðingu hér á landi og óeðlilegum tengslum opinberra fulltrúa við viðskiptahags- muni á almennum markaði. í nýrri skýrslu á vegum nefndar Evr- ópuráðsins (GRECO), sem vinnur gegn spillingu í aðildarlöndunum, eru mútubrot talin einkennilega fá- tíð hér á landi. Sérstaklega er til þess tekið að aðeins einn dómur hafl fallið vegna mútubrota síðastliðin tíu ár hér á landi, en það var í máli Árna John- sen, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins. Árið 2003 var Árni meðal ann- ars dæmdur fyrir að fara ffam á og þiggja 650 þúsund króna mútur sem formaður byggingarnefndar Þjóð- leikhússins. í skýrslunni segir að nefndarformaðurinn og þingmað- urinn hafi verið dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi í héraðsdómi en Hæstiréttur hafi þyngt dóminn í tveggja ára fangelsi. „í heimsókn- um okkar til íslands vegna skýrslu- gerðarinnar kom á daginn að hann hafði verið kjörinn alþingismaður á ný,“ segir í skýrslunni. Sérffæðingar GRECO-nefnd- arinnar vekja einnig athygli á því að viðmælendur í hópi íslenskra embættismanna og sérffæð- i inga séu ekki á einu máli um J hvortgildandihegningarlög JH nái til þingmanna held- ur aðeins til embættis- manna og annarra op- Jn inberrastarfsmanna. JÆ I>ví er lagt til að að ^H ákvæðum íhegn- jÆ ingarlögum Æk verði breytt og tekin af tvímæli JáS um að H Þau Æ Æá Reynsluleysi ákæruvalds og dómstóla í heildina telur GRECO-nefndin að reynsla lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka og meðhöndla spillingarmál á við mútubrot sé mjög lítil og þjálfun þar af leiðandi ábótavant. Aðeins eitt mútumál í opinberu starfi á tíu árum gefi vís- bendingar um þetta. { skýrslunni segir berum orðum að viðtöl við embættismenn og sérfræðinga hafi leitt í ljós að reynsluleysi dómstóla í meðferð slíkra mála og skortur á rannsókn slíkra mála valdi því aug- ljóslega að túlkun íslenskra við- mælenda á grunnþáttum mútu- brota sé mjög mismunandi og stundum mótsagnakennd. Sérstak- lega hafi þetta átt við um það hvort íslensk hegningarlög nái til mútu- brota alþingismanna. Nefndarmenn GRECO hlýddu á íslenska viðmælendur leggja áherslu á að umburðarlyndi með mútubrotum væri ekkerthérálandi, en smá- vægilegar gjafir teldust ekki falla undir mútubrot. GRECO-nefndin spyr sig því hvað teljist stórar eða litlar gjafir og beinir þeim tilmæl- um til íslenskra stjórnvalda að þau taki af öll tvímæli um það í lögum hvað teljist meiriháttar og minni- háttar gjafir og hvar mörkin yfir í alvarleg mútubrot liggi. unni. Þetta sé undarlegt því í skýr- ingum með hegningarlögunum sé íjallað um þörfina á að koma í veg fýrir það tjón sem mútubrot á al- mennum markaði geti valdið eðli- legri samkeppni auk þess félags- lega skaða sem þau valda. Ekki síst með tilliti til þess að mikilvæg sam- félagsleg starfsemi hins opinbera hefurverið einkavædd. Líkt og í skýrslu sinni um ísland fyrir fjórum árum staldrar GRECO enn við þá staðreynd að málarekst- ur vegna mútubrota er nær óþekkt- ur hér á landi. Nefndin telur, líkt og þá, að þetta geti stafað af andvara- leysi íslenskra stjórnvalda; telji þau sjálf spilhngu vera litla' sem enga séu þau heldur ekki líkleg til þess að grípa til aðgerða til þess að ganga úr skugga um hvort það eigi við rök að styðjast. Þetta sé áhyggjuefni í ljósi þess að nefndinni hafi borist til eyma að möguleg spilling fari vaxandi á fslandi í tengslum við einkavæðingu og útrás. „íheimsóknum okkar til íslands vegna skýrslugerðarinnar kom á daginn að hann hafði verið kjörinn alþingismaður á ný" Vill þyngri refsingu GRECO-nefndinni þykir einnig viðurlög við mútubrotum lítil á ís- landi og mælist til þess að refsing verði þyngd. Hegning fyrir mútu- brot sé til dæmis minni en fyrir fjár- svik, fjárdrátt og misbeitingu valds þar sem hámarksrefsing er sex ára fangelsi. Þá þykir nefiidinni undarlegt að refsing fyrir mútubrot á íslenskum einkamarkaði sé vægari en refsing fyrir mútubrot manna í opinberu starfi. „Af þessu mætti álykta að mútubrot á einkamarkaði séu ekki eins alvarleg og meðal manna í op- inberu starfi, en það gengur þvert á þann skilning sem er að finna í Evrópusáttmálanum um H^H^^ varnir gegn spill- ingu," segir í - T-^r- skýrsl- gegnsæi og hamli gegn spillingu. Þvert á móti geti fámennið haft í för með sér aukna hættu á frænd- hygli og nánum tengslum miUi op- inberrar stjómsýslu og viðskipta- hagsmuna á almennum markaði. Þannig hafi íslenskir fjölmiðlar greint frá einstökum slíkum gmn- semdum á undanförnum mánuð- um. íslendingar gerðust aðilar að GRECO, samvinnu ríkja innan Evr- ópuráðsins gegn spillingu, árið 1999. Stjómvöld staðfestu Evrópu- sáttmálann um lög gegn spilling- arbrotum árið 2004 án fyrirvara. GRECO-nefiidin veitir stjórnvöld- um frest til 31. október á næsta ári til að bregðast við athugasemdum hennar. Björn Bjamason, dóms- málaráðherra lagði fram minnis- blað á fundi ríkisstjórnarinnar 15. apríl síðastliðinn. Á minnisblað- inu er ekkert að finna um mál Áma Johnsen og ástæður þess að GRECO vill að hegningarlög gegn mútubrotum nái einnig til alþing- ismanna. Merki um aukna spillingu GRECO er alls ekki sömu skoðunar og margir íslensk- ir viðmælendur nefndarinnar, að fámenni þjóðarinn- ar tryggi Arni Johnsen Árni er eini maðurinn hér á landi sem dæmdur hefur verið fyrir mútubrot á síðustu tíu árum. Það þykir GRECO einkennilegt. Alþingishúsið GRECO telur óhjákvæmilegt að taka af öll tvímæli um að hegningarlög nái einnig til þingmanna varðandi mútubroL JÓHANN HAUKSSON [ blaðamadur skrifar: johanr í hifpdv.is * r»i LMj r-Ær m>. ' mW ~~ ''' ' -v.. r. rn_ “■ M *>dk’\ '.aigff-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.