Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 HelgarblaB DV MENNTAÐISIGTIL FORSÆTISRAÐHERRA Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa einungis menntun sem samsvarar stúdentsprófi, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján L. Möller. Fjármálaráðherra er dýralæknir, iðnaðarráðherra er með doktors- gráðu í lífeðlisfræði og utanríkisráðherra hefur numið bókmennta- og sagnfræði. Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur segir reynslu vega þungt þegar kemur að hæfni til að stjórna ráðuneytum. BALDUR GUÐMUNDSSON bladamaöur skrifar baldur<§>dv.is „Almennt séð gildir það um alla háskólamenntun að hún nýtist mönnum sem þjálfun í ákveðni aðferðarfræði og nálgun á hlutum. Dýralæknisffæðimenntun Arna M. Mathiesen fj ármálaráðherra þ arf ekki endilega að vera vondur bakgrunnur fýrir stjórnanda, svo dæmi sé tekið. Það er þó að því gefnu að hann kunni að notfæra sér aðganginn sem hann hefur að öllum sérff æðingum sem eru í fjármálaráðuneytinu," segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri. Tveir með stúdentspróf Þegar rennt er yfir þá menntun sem íslenskir ráðherrar hafa, kemur í ljós að tveir af tólf ráðherrum ríkis- stjómarinnar hafa menntun sem samsvarar stúdentsprófi. Það em þau Jóhanna Sigurðardóttir, sem hefur verslunarpróf ffá Verzlunar- skóla íslands og Kristján L. Möller samgönguráðherra sem hefur próf ffá fðnskóla Siglufjarðar og kennara- próf frá íþróttakennaraskóla íslands. Birgir segir Jóhönnu ekki endilega líða fýrir það að hafa ekki próf úr háskóla. „Auðvitað hefði hún grætt á því að hafa farið í háskóla. Hún var hins vegar lengi flugfreyja og var þess utan í forsvari fyrir flugffeyjufélagið. Hún hefúr ákveðin bakgrunn reynslulega. Hún er ekki með þessa formlegu þjálfún sem hún gæti hjálpað henni í starfi en hefur hins vegar mikla reynslu úr skóla lífsins," segir Birgir en bætir því við að hann sé með því ekki að gera lítið úr háskólamenntun. Hún gagnist öllum. Góð menntun Geirs „Mér sýnist Geir einfaldlega hafa verið að mennta sig til forsætis- ráðherra. Menntunin hans er hvom tveggja almenns eðlis, auk þess að vera nátengd því fagsviði sem hann fæst við ffá degi til dags. Hann er með mjög fína menntun," segir Birgir. Geir H. Haarde nam í Bandaríkjunum á áttunda áratugn- um. Hann hefur BA-próf í hagffæði, MA í alþjóðastjómmálum og MA í hagfræði. „Menntunin nýtist honum vafalaust vel," segir Birgir. Hann segir að Einar K. Guðfinnsson sé einnig vel menntaður. „Einar K. er náttúrulega með stórkostíega mennt- un í alla staði. Hann er með BA próf í stjómmálaffæði ffá Essex, eins og ég," segir Birgir hlæjandi en þeir Einar vom skólabræður í Englandi. „Einar hefur mikinn bakgmnn í málum sen snúa að sjávarútvegi. Menntunin gagnast honum almennt séð en í praktíkinni mun háskóli lífsins gagnast honum betur í einstökum viðfangsefnum," segir Birgir. Ingibjörg með öfluga samstarfsmenn Birgir segir að sagn- og bókffæðimenntun Ingibjargar Sólrúnar komi henni ágætíega þó það myndi vissulega hjálpa henni meira að hafa lært eitthvað í utanríkisfræðum. „Það gildir hins vegar sama um hana og Ama Mathiesen. Hún er með mjög öflugt lið í kringum sig sem hún ætti að geta Markvisst nám „Mér sýnist Geir einfaldlega hafa verið að tnennta sig til forsætisráðherra," segir BirgirGuðmundsson stjórnmálafræð- ingur um menntun forsætisráðherra. „Það er hins vegar óvíst hvort djúp þekking á kynlífi laxa gagnist honum í iðnaðarráðuneytinu/ notfært sér vel. Menntun Ingibjargar er ágætís bakgrunnsmenntun og gefur henni fi'na yfirsýn yfir heimsmálin," segir Birgir og bætir því við að lögffæðimenntun Þorgerðar Katrínar og Björns Bjamasonar komi þeim eflaust að góðum notum í starfi, eins og öllum sem starfa við íslenska pólitík. Upp á sérfræðinga kominn Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra er einn þeirra sem hefði notið góðs afþví að nema fag sem tengist hans ráðuneytí. „Hann er í mjög erfiðu fagráðuneyti. Það væri gott fyrir mann í hans stöðu að hafa einhverja menntun á heilbrigðissviði. Þetta er mjög sérhæft ráðuneyti og það háir honum kannsld að hafa hvorki menntun né mikla reynslu úr geiranum. Hann er örugglega töluvert upp á sérfræðinga kominn," segir Birgir. Kristján Möller samgönguráðherra er með menntun sem samsvarar stúdentsprófi. „Hann er með sérhæfða menntun á öðru fagsviði en því sem hann fæst við ffá degi til dags. Hans menntun nýtíst honum líklega ekki eins vel og sumra annarra." Sömu sögu er að segja um Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Það kæmi henni eflaust vel að hafa einhverja náttúru- tengda gráðu eða innsýn í raunvísindi að mati Birgis. Kynlíf laxa Birgir segir að í sumum tilfellum geti verið ágætt fýrir ráðherra að hafa ekki of djúpa þekkingu á öllum málum ráðuneytisins. „Það væri örugglega kostur fýrir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ef hann hefði viðsldptafræðimenntun. Það getur hins vegar líka verið kostur að standa aðeins fýrir utan málaflokkinn, eins og Björgvin gerir. Björgvin er með BA próf í sögu og heimspeki og það nýtist honum örugglega vel almennt, þó það hjálpi honum lítið í almennum málum," segir Birgir og bætir því við að sama gildi um Ossur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra en hann er með doktorsgráðu í lífeðlisffæði. Ráðuneyti hans sé í sjálfu sér mjög á skjön við menntunina. Löng háskólaganga hjálpi hins vegar mönnum í flestum málum sem þeir fást við. „Það er hins vegar óvíst hvort djúp þekking á kynlífi laxa gagnist honum í iðnaðarráðuneytinu," segir Birgir í léttum tón. Þegar menntun allra 12 ráðherra íslands er tekin saman kemur í ljós að þeir hafa eina doktorsgráðu, sex mastersgráður eða sambærilega menntun við mastersnám, og sjö BA- gráður. Stundum er erfitt að skilgreina nám þeirra nákvæmlega en svo virðist sem þeir hafi 14 háskólagráður. Geir hefur mestu menntunina, eins og áður hefur komið ffam, en Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján L. Möller eru minnst menntuð íslenskra ráð- herra. ISLENSKIR RAÐHERRAR Geir H. Haardeforsætisráðherra BA- próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla, 1973. MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins-háskóla, 1975. MA- próf í hagfræði frá Minnesota- háskóla, 1977. Allt frá Bandaríkjunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra BA-próf i sagnfræði og bókmenntum Hl 1979. Cand. mag.-nám í sagnfræði við HÍ1981- 1983. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum i Edinborg 1983. Próf i fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Embættispróf í lögfræði Hl 1993. Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra BA-próf í sögu og heimspeki HÍ1997. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra BS-próf í líffræði Hí 1979. Dr. í lífeðlisfræði frá East Anglia, Englandi, 1983. Guðlaugur Þór Þórðarsson heilbrigðisráðherra BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1996. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Embættispróf í lögfræði frá H( 1971. Hdl. 1979. Einar K. Guðfinnsson sjávar- og landbúnaðarráðherra BA-próf i stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex, Englandi, 1981. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra BA i stjórnmálafræði frá Háskóla Islands 1989 og MA í stjómmálafræði frá Johns Hopkins University árið 1990. Kristján L. Möller samgönguráð- herra Próf frá Iðnskóla Siglufjarðar 1971. Kennarapróf frá (þróttakennara- skóla íslands 1976. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra VerslunarprófVI 1960 DANSKIR RAÐHERRAR Forsætisráðherra Anders Fogh Rasmusen MA i hagfræði. Utanríkisráðherra Per Stig Möller Dr. í heimspeki. Fjármálaráðherra Lars Lökke Rasmussen MA í lögfræði Menntamálaráðherra Bertel Haarder Lauk námi í stjórnmálafræði, með fræði Grundtvig's sem aðalgrein. Viðskipta- og iðnaðarráðherra Bendt Bendtson Reynsla af lögreglu- störfum auk menntunar í bókhalds- og viðskiptahagfræði. Heilbrigðisráðherra Jakob Axel Nielsen MA í lögfræði Dómsmálaráðherra Lene Espersen MA í hagfræði Sjávar- og landbúnaðarráðherra Eva Kjer Hansen Viðbótarmenntun i blaðamennsku. UmhverfisráðherraTroels Lund Poulsen Lauk ekki stúdentsprófi Samgönguráðherra Carina Christensen MS í viðskiptafræði og tungumálum Félagsmálaráðherra Karen Jespersen MA i sagnfræði og fornleifafræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.