Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 31
DV Menning FIMMTUDAGUR 24. APRfL 2008 31 2006. Þorsteinn fékk Hjört Svavars- son, hljóðmeistara á Ríkisútvarp- inu, út með sér til að sjá um hljóðið. Þeir félagar hafa unnið mikið sam- an og segist Þorsteinn hafa treyst Hirti manna best til að ná að skrá- setja hljóðið. „Það þarf að ná alveg pottþéttu hljóði á gamla menn sem syngja. Hjörtur á þann þátt mynd- arinnar alveg, þessa tilfinningu og þennan presens í röddinni." Þor- steinn kveðst mjög ánægður með myndina; hefði ekki viljað hafa hana lengri eða styttri - hún er tæp- ur hálftími að lengd - eða á neinn hátt öðruvísi. Óeðlileg samkoma „Bohemian" stendur ekki ein- göngu fyrir lífsnautna- eða óreglu- mann, að sögn Þorsteins, held- ur fyrir eins konar heimsborgara. Mann sem er sigldur. „Ég held að karlarnir noti þetta nafn því það vísi tíi þess að þeir hafi gaman af æðri listum. Hafi ekki bara gaman af því að skála hver við annan og tala um leikinn heldur hafi líka áhuga á músík, bæði dægurmúsík og klass- ískri músík. Tónlistin er líka sú list- grein sem er svo óhlutbundin. Þú verður að finna fyrir henni því hún spilar svo mikið inn á tilfinningalíf- ið. Þú sérð hana ekki beint og færð ekki mikið út úr því að horfa á gaml- an mann syngja á sviði. En það er eitthvað í því sem gerist milli söngv- arans og áhorfandans sem stækkar þá sem hlusta. Það er svoh'tíð þaðan sem nafnið kemur held ég." Til að vera félagi í The Bohem- ians þarf aðeins tvennt tíl, að vera söngvari eða hafa óslökkvandi áhuga á söng og að vera drengur góður. Ekki fara því allir klúbbfé- lagar upp á svið að taka lagið. Hins vegar eru sumir þeirra menntaðir söngvarar og hafa haft atvinnu af því að syngja. „Prótókóhð í þessu finnst okk- ur gamaldags," segir Þorsteinn. „Veislustjóri kvöldsins ávarpar th að mynda aldrei salinn heldur varafor- manninn, segir: „Kæri varaformað- ur, ég æfla að kalla næst á þennan söngvara til að syngja" og svo fram- vegis. Það er skemmtilega súrreal- ískt, og líka klassískt held ég. Og eitt af því sem mér fannst flott við þenn- an félagsskap er að karlmenn hittíst og syngi hver fyrir annan. Það er bara ekkert eðlilegur hlutur lengur." Karlmenn ekki í tísku Aftan á disknum segir einmitt að nú á tímum sé hvorki í ö'sku að syngja né vera karlmaður. „Það er kominn einhver ofboðslega mikill réttrúnaður í allt," segir Þorsteinn þegar hann er rukkaður um frekari skýringu á þessu. „Það helgast af því að allir eiga að vera jafnir. Allar Ustgreinar eiga að vera jafn merki- legar. Karlar og konur eiga að vera jöfn, og auðvitað er ég sammála því, til að mynda hvað launin varðar. En um leið tapast ákveðnir hlutir sem ég held að skipti máli. Ennþá þyk- ir sjálfsagt að konur hittist í sauma- klúbbum eins og það kallast, þótt ekki nokkur manneskja prjóni eða saumi lengur. Aftur á mótí hef ég fundið iyr- ir því að ekki er talið viðeigandi ef karlar eru að rotta sig saman og hitt- ast. Þá er ég ekki að tala um karla- kvöld með nektardansmey. Ég held að menn hafi svoh'tið farið í eltinga- leik við það hvemig þetta á að vera. í gegnum söguna hefur þetta bara verið þannig að karlar þtírfa að vera sér og konur þurfa að vera sér. Og svo er mjög gaman þegar aUir em saman. En þetta er nauðsynlegur hlutur því karlar umgangast hver annan á allt annan hátt þegar kon- ur em með. Hjá The Bohemians snýst þetta ekkert um að detta í það heldur er þetta hin þögla samvera. Ég held að flestír karlar þekki þetta. Það þarf ekkert að vera að tala um allt. Þegar við horfum á leikinn þá bara þegjum við! Ekki vegna þess að það sé ekki nóg til að tala um heldur er þetta bara svoleiðis. Það sem einkennir karlmenn er að þeir kunna að þegja saman, sem ég held að konur margar hverjar kunni alls ekki. Þeim sé það nánast ekki í blóð borið." „Ég skil ekki spurninguna" SjáUur segist Þorsteinn vera í óformlegum karlaklúbbi, og hópi sem hann veiðir með. Aðspurður hvort karlar ættu að tala meira sam- an að hans matí segist Þorsteinn stundum segja ákveðna sögu þegar þessi spuming komi upp. „Við hittumst einhvem O'mann vinimir og einn í hópnum spurði annan: „Hvemig h'ður þér?" Sá svaraði: „Ég skil ekki spuminguna'"' segir Þorsteinn og hlær. „En ég held að karlmenn þurfi ekkert endilega að tala meira saman. Ég held hins vegar að við höfum mjög gott af því að vera meira saman. Svo tölum við bara öðravísi. Við höfum ekki þessa þörf eins og konur að vera alltaf að tala um hvemig okkur h'ður. Á hinn bóginn finnst okkur gott að líða eins og okkur líður, með öðrum karl- mönnum," segir Þorsteinn og hlær aftur. Engumháður The Bohemians er komin í sölu á DVD í Eymundsson. Þorsteinn bindur svo vonir við að RÚV sýni myndina í náinni framtíð. Hann ætlar að sjá til með frekari dreif- ingu. „Það er fullt starf að sinna því og ég ætía því að sjá til með það. En hún gætí laglega farið einhvem túr á kvikmyndaháti'ðum eða á aðrar sjónvarpsstöðvar. Þetta er þannig efití, og náttúrlega á ensku. En ég er bara ánægðastur með að hafa klárað þetta." Þorsteinn fjármagnar og vinn- ur megnið af vinnunni við heim- ildagerð sína sjálfur. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun fýrir nokk- uð mörgum ámm að eignast sína eigin græjur - tökuvél, míkrófóna og klippitölvu. Þannig geti hann bara lagt af stað og er engum háð- ur. Þorsteinn fékk reyndar styrk frá Kvikmyndamiðstöð við gerð Án tit- ils, mynd um stóra málverkaföls- unarmáhð sem frumsýnd var árið 2004. Annað hefur hann gert á eigin reikning. „Ekki af því að ég eigi svo bágt heldur er það hið fullkomna frelsi. Það er mildu betra en að hanga á húninum hjá einhverjum endur- skoðanda til að fá einhvem styrk, sem er hvort eð er bara brotabrota- brot af því sem þarf." Menning þarf ekki að vera leiðinleg Þátturinn 07/08 bíó leikhús sem Þorsteinn ritstýrir lauk sínum fyrsta vetri á skjá Ríkissjónvarpsins í síð- ustu viku. Ekki hefur verið gengið frá samningi um áframhald næsta vetur en Þorsteinn er bjartsýnn á að svo verði. Hann er ánægður með hvemig tfl tókst og telur að hann og samstarfsfólk hans í þættinum hafi fært fólki, þar á meðal dagskrár- stjóra og útvarpsstjóra RÚV; heim sanninn um að menningarefni þurfi ekki að vera leiðinlegt. „Ég hef reyndar aldrei skflið að menn séu með þá kenningu að menningarefni sé erfitt," segir Þor- steinn. „Hvað er svona erfitt við það? Það er eins og það þurfi allt- af að vera einhver forskilningur, bæði hjá þeim sem fjalla um það og þeim sem horfa á það, tfl að geta notíð þess. Ég held að þetta sé ekki rétt. Og ég held að okkur hafi tek- ist að búa til áhugavert, forvitnilegt og á tíðum skemmtilegt efni. Þetta snýst bara um efhistökin. Ég tek oft dæmi af Jeremy Clarkson sem sér um þáttinn Top Gear. Sá þáttur hef- ur áhorf langt umfram þá sem hafa áhuga á bílum. Það er bara af því að þetta er laglega gert; gert af ástríðu, skemmtilegir vinklar, mikfll húmor. Þannig að í mínum huga er þetta bara byrjunin." Fordómar á fréttastofum Þorsteirm telur að það séu ákveðnir fordómar í gangi inni á fréttastofum gagnvart listum og menningu. „Fólklítur einhvem veg- inn niður á þetta efni. Finnst mest af því eiga heima í lok fréttatímans. „Við ljúkum þessum fréttatfrna á myndum úr Listasafni íslands." Menningarefnið, hvorki leikhús, bíó, myndlist né tónlist, er flokkað eins og fréttir. Við keyrum oft frek- ar á sensasjóninni í kringum efnið. Það þykir tíl dæmis miklu betri frétt ef einhver sem hefur lent í mikl- um hörmungum skrifar sögu sína eða málar myndir af því, heldur en þegar einhver rótgróinn fistamað- ur heldur sína ti'undu listasýningu. Við þurfum ekkert að vera hrædd við þetta efni. Þetta er bara efni eins og hvað annað. Þetta er ekki merki- legra en fréttir af sjávarútveginum eða markaðnum, en fréttir engu að síður. Við eigum að hætta að nota menningu og listír sem einhvers konar skraut í fréttatímum." Sumir hafa sagt að farið sé full- gmnnt í umfjöllun um til dæmis leiksýningar í 07/08. Meira púður gætí verið í þættinum ef leiksýning- ar væru ræddar nánar, til að mynda með spjalli álitsgjafa líkt og gert er með bækur í Kiljunni á sömu stöð. „Mér finnst þetta frábær krít- flc," segir Þorsteinn. „Það em bara svo margar leiðir að efninu, marg- ar leiðir að sama markinu. En mér finnst sjónvarp að mörgu leyti ekki mjög heppilegur miðfll fyrir um- ræður. Útvarp er miklu betra fýrir það. Blöð líka. Eins og við ákváð- um að leggja þetta upp verður hætt- an alltaf sú að það verði lítíð af öllu en ekki mikið af neinu. Mér finnst þessi krítík því eiga fullan rétt á sér, og það er ekkert því til fyrirstöðu að taka eina sýningu fyrir sérstaklega einu sinni í mánuði eða hvaðeina. Það em engin lögmál í þessu." Aldarfjórðungur í fjölmiðlum Fram undan hjá Þorsteini er spjallþáttur í tengslum við Evrópu- keppni landsliða x' knattspymu í Rfldssjónvarpinu í sumar. Hann er enginn nýgræðingur í þeim efninn en hann hefur stýrt slíkum þáttum samhliða stórmótum í knattspymu undanfarin ár. Þorsteinn hefur unnið á fjöl- miðlum í rúman aldarfjórðung. Aðspurður hvort hann verði aldrei þreyttur á þessu harki, hvort þetta sé ekki lýjandi fyrir hann og hans fólk, segist hann hafa valið þetta. „Það er enginn sem sagði mér að vinna til dauðadags í fjölmiðlum. Þetta er bara val. Ég var mjög ungur þegar ég kom inn í Útvarpshús við Skúlagötu 4 þar sem mamma vann, labbaði þarna um gangana, heyrði hljóðin íir stúdíóxmum, fann lyktina af gamla panelnum á veggjunum og hugsaði: Þetta er eitthvað fyrir mig. Þama fékk ég svo mitt fyrsta starf." Að matí Þorsteins er fjölmiðla- starfið fyrst og fremst spuming um afstöðu. „Það er alltaf verið að tala um peningaleysi og hvað eitthvað sé erfitt. Ef maður hefði alltaf tekið nei fyrir nei þegar maður vill koma einhveiju í verk þá hugsa ég að ég hefði gert í mesta lagi þrjá þætti fyrir Maður er nefndur. Maður þarf bara að firma leiðir. Það er eitthvað sem mér hefur fundist spennandi og skemmtflegt. Þetta snýst um að taka áskorun og gera hluti í staðinn fyrir að sitja á kaffistofunni, kvarta yfir því hvað þetta er erfitt og vera leiðinleg- astí gaurinn í hverju einasta hádegi. Ef einhver segir að eitthvað sé ekld hægt þá fyrst kemst ég í stuð." kristjanh&dvJs Ríkisútvarpið stendur fyrir spennandi tónleikum í Hafnarhúsinu í dag. Rafmögnuð Rás 1 f dag, sumardagixm fyrsta, stend- ur Rás 1 fytir tónleikum í Hafnarhixs- inu. Þar verða frxxmflutt fimm rafverk sem öll em byggð á tónsmíðxxm eldri tónskálda sem eiga stórafrnæli á ár- inxx. Það er útvarpskon- an Berglind María Tómasdóttxxr sem heldur utan um viðburðinn en hxxn er ein af um- sjónarmönnum Hlaupanótxximar á Rás 1. „Tónleikamir verða sendir út í beinni á Rás 1. Það má því í raxxn segja að við séum að stefria fólki saman til TONLEIKAR þess að hlusta á útvarpsþátL Það er allt oflítið gert afþví að fólkkomi sam- an tíl þess að hlusta," segir Berglind María. Ekki er því xim eiginlega tón- leika að ræða. Einxmgis Guðmtmd- ur Vigrtír verður með lifandi flutning á sínu verki. „Örmur verk em alveg niðxxmjörvuð. Á milli atriða verða svo flutt viðtöl við tónlistarmennina þar sem þeir segja frá vinnuaðferðum sín- xxm og upplifun þeirra á því tónskáldi sem þeir urrnu með." Flutt em verk eftir Hildi Ingveldar- dóttxxr Guðnadóttxxr, Guðmimd Vigni Karlsson, Guimar Andreas Kristins- son, Ríkharð H. Friðriksson og Þxrn'ði Jónsdóttur. Afmælistónskáldin em Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjöms- son, Jón Ásgeirsson, Páll P. Pálsson og JómrmViðar. Tónleikamir sem og útvarpsút- sendingin hefjast klukkan 16.08 og standa yfir í xxm eina og hálfa klxxkku- stxmd. Aðgangur er ókeypis. Endurvinnur Atla Heimi Tónlistarkon- an Hildur Guðnadóttir setur verk Atla Heimis Sveinssonar í nýjan búning. Fágætt tæki- færi Sýningarstjóraspjall Gxximars Gxmnarssonar fer fram sxxnnu- daginn 27. apríl klukkan 15.00 í ASÍ en sýningin Klessulistar- hreiðrið var opnuð 5. apríl. Titíll sýningarinnar er fenginn úr blaðaskrifum um Listvinasal- inn en hann var stofnaður árið 1951 og þótti afar umdeildur. Ekki vom allir hrifrtír af þessari „nýju" tegund myndlistar og umræður vom oft mjög heitar en stjómendur salarins lögðu áherslu á geómetríska og ab- straktlist. f Listvinasalnum em nú til dæmis verk eftír Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason og Nínu Tryggvadóttur. Mörg þess- ara verka em í einkaeigu og því um fágætt tækifæri tfl að skoða þau að ræða. Sumargleði ÍM&M Það verður mikið húllumhæ í Máli og menningu á Lauga- vegi 18 í dag. Tilefhið er að sjálf- sögðu sumardagurinn fyrsti. Dagskráin er helguð börnum og bamamenningu. Meðal þess sem boðið verður upp á er bókalestur, föndur, músagang- ur, tónlist og að lokum bingó þar sem veglegir vinningar verða í boði. Gerður Kristný mun lesa upp úr bók sinni Ball- ið á Bessastöðum. Maxímús Músíkús kemur og skemmtir. Fjörið byrjar klukkan tvö og stendur tíl fjögur. Lifandi dagskrá Það verður mikið um að vera í Listasafrii Ámesinga um helgina. Klukkan 17.00 álaug- ardag býður safitið gestum að kynnast verkum Helenu Hans sem dvalið hefur í Listamanna- íbúðinni í Hveragerði þennan mánuð. Helena ætlar að segja frá þróun verka sinna á sjö ára námsferli sínum og því em myndlistamemar sérstaklega hvattír tfl að mæta. Á sunnu- daginn klukkan 15.00 erboðið upp á spjall um sýninguna Er okkar vænst? - leynflegt stefriu- mót í landslagi. Það er mynd- listarmaðurinn Hannes Láms- son sem stjómar umræðum. Bestu barnabækurnar Barnabókaverðfaun Borgarbókasafnsins verða afhent í aðalsafninu í Grófarhúsi í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 13. Undanfarnar vikur hafa rúmlega 5000 íslensk börn tekið þátt í vali á bestu bókinni. Þetta er i sjötta skiptið sem krakkarnir, sem eru á aldrinum 6 tiM2 ára, verð- launa bækur sem þeim finnst bera af frá útgáfu síðasta árs. Bæði er verðlaunað í flokki íslenskra og þýddra barnabóka. Sumará Næstabar Birna Þórðardóttir flytur eigin Ijóð við undirleik hljóðfæraleikara á Næstabar við Ingólfsstræti í kvöld. Einnig koma fram hljómsveitirnar Gæðablóð ásamt söngkonunni Heiðrúnu Hallgrímsdóttur og Margrét Guðrúnardóttir ásamt Hljómsveitinni hans pabba. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.15 og er aðgangseyrir 1.000 kr. v Sd *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.