Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblaö DV KOLBRÚN PÁLtNA HELGADÓTTIR kolbrun@dv.is Edda Björgvinsdóttir býður upp á glæsilegt fimm daga námskeið fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl og viðhalda honum. Námskeiðið er allt hið glæsilegasta og mun hver íyrirlesarinn á fætur öðrum miðla fróðleilc sínum og reynslu. Hvernig get ég skipulagt morgn- ana betur? I Ijá mörgum uinnkennasi mnrgnani ir al slressi ogi'ingulri'iö. klukkan hringir, Irarniö gra'tur, |ni liniuirekki samsia'öa sokka, luTurekki tíma lyrir morgunmal ogilrekkur kalliö a hlaii|)um. Til aö loppn áslaiuliö áltn eliiraö haín |)it; lil áöuren |ni nuetir lil \ innu ogort |iegaroröin ol sein. III |)elta hljomar eitthvnö i líkingu \ iö morgnana |)ína skaliu ekki (irvienta, |)aö eru ráö lil aö luela ástnndiö. I'aö eina sem |)ii |)aiiiiast er smá skipulaj; ogörlitil undirbiiningsvinna og morgnarnir þínir nninu veröa alslappaöir og notalegir. IHreinsaðu til í baðskúffunum m þinum og hentu öllum gömlu snyrtivörunum þínum. Gamlar snyrtivörur gera ekkert nema að safna sýklum og geta þar af leiðandi valdið sýkingum. 2Þvi næst skaltu kaupa körfur af ýmsum stærðum og gerðum og skipuleggja skúffurnar. Hafðu hárvörur saman, krem saman, hreinsivörur saman, svampa og förðunarbursta saman og svo framvegis. Það að hafa hlutina i röð og reglu getur sparað nokkrar mínútur í sjálfri morgunrútínunni. 3Taktu til fimm til sjö dress og hengdu þau upp i fataskápn- um þínum ásamt aukahlutum. Ef ske kynni að þú vaknaðir of seint er mjög gott að þurfa ekki að eyða tima í að finna föt. Þessi þrjti atriöi mtinti án ela Irjálpa |)ér aö komast lyrr út a morgnana. lil þti eri hinsvegarein al þeim sem itliesl háriö og slétlir á hverjum tlegi þnrftii ellausi aö hreyta riilíiumni enn ireknr. 4 1 stað þess að þvo, blása og slétta hárið á hverjum degi • skaltu reyna að venja þig á að þvo það annan hvern dag. Ekki bara sparar þetta tima heldur fer betur með hárið. Mikið er til af hinum ýmsu hárvörum sem hjálpa þér að móta hárið og halda því við á öðrum degi. 5Þegar þú kaupir þér förðunarvörur reyndu þá að • kaupa praktískar vörursem einnig gætu sparað þér tíma.Til dæmis augnskuggabox með þremur litum. Þá þarftu ekki að gramsa i skúffunum og leita að hverjum lit fyrir sig. 6Búðu til sérstaka snyrtibuddu til að hafa í veskinu þínu. Ekki * vera að bera vörurnar á milli töskunnar og skúffunnar, þá fer allt í hnút og þú ferð að týna hlutunum. I snyrtibuddunni er gott að hafa eitt púður, sólarpúður, kinnalitarbursta, Ijósan augnskugga, einn augnskugga- bursta, maskara, gloss og líkamssprei. Þessar vörur eiga að duga til að fríska vel upp á útlitið. 7Að lokum er mikilvægast i þessu öllu að gefa sér nokkrar .. * mínútur fyrir svefninn til að undirbúa morgundaginn, þá ætti allt að ganga betur. C'itingi þérvel. Allir sjúkdómar byrja á matar- diskinum okkar, segir leikkonan og fyrirlesarinn Edda Björgvinsdótt- ir um matarvenjur og áunna sjúk- dóma mannkynsins. Leikkonunni er heitt í hamsi þegar hún byrjar að ræða þessi mál og auðheyrt að þetta er henni afar mikilvægt. Edda hefur haldið margar glæsi- lega fyrirlestra hér á landi og hjálpað mörgum að komast í gegnum feimni og sviðsskrekk. Nú hefur Edda geng- ið skrefinu lengra og sett saman stórglæsilegt fimm daga námskeið. „Námskeiðið er haldið á einum fal- legasta stað í heimi, Sólheimum í Grímsnesi, dagana 30. apríl-4. maí og er ætlað fólki sem vill breyta um lífstíl. Það eru svo margir þarna úti sem hafa áhuga á því að lifa hollara lífi en einfaldlega kunna það ekki. Markmiðið með þessu námskeiði er að hjálpa fólki að komast út þessu eiturefnarusli sem við erum stans- laust að setja ofan í okkur," segir Edda. Eiturefnin leynast víða „Það er mjög algengt að eiturefni séu leyfð í litlu magni í bæði mat- vörum og snyrtivörum um heim all- an. Kokkteillinn af öllum þessum efnum er ástæðan fyrir svo mörgum sjúkdómum sem fólk er að glíma við nú tii dags," segir Edda sem vill meina að fólk geti haft gríðarleg áhrif á heilsuna með mataræðinu einu saman. „Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvar eiturefnin leyn- ast og þarf að auka þekkingu sína. Á námskeiðinu munu þátttakend- ur fá algjörlega eiturefnalausan mat og læra að búa hann til. Þegar nám- skeiðinu lýkur munum við leggja upp með það að hópurinn hitt- ist reglulega og sýni hvert öðru stuðning og hvetji hvert annað áfram í þessum breytta lífsstíl. Það getur verið svo erftitt að stíga inn í þenna heim." Tal- ið berst í kjölfarið að kostn- aðinum sem fylgir því að lifa heilsusamlegu lífi en margir vilja meina að / ;4 það sé dýrara að kaupa hollan mat. „Ég trúi því að ef ég held mig við eiturefnalausa fæðu \ t *, mun eg koma til með að spara töluvert í lyfjakostnaði þeg- ar líður á árin. Einnig er það stað- reynd að fólk sem borðar rusl- fæði leyfir sér meira og það kostar bara töluvert." Fyrsta sinnar tegundar Námskeiðiðsem er fyrsta sinnar teg- undar hér á landi mun skarta hverj- um fagmannin- um á fætur öðr- um og ætti því enginn að verða fyrir vonbrigð- um. „Sólveig Ei- ríksdóttir, mat- arhönnuður og hráfæðukokkur, mun bjóða upp á námskeið í „de- tox"-uppskrift- um, vera með sýni- kennslu og gefa fólki góðar uppskriftir til að taka með sér heim. Ásta Valdimarsdóttir hlátur- jógakennari mun halda fyrirlestra og kenna fólki að hlæja svolítið. Birna Ásbjömsdótt- ir, hómópati og næring- arþerapisti, kemur fram en hún hefur einmitt starfað " - að hluta til á Sólheimum síð- astliðin ár. Benedikta Jónsdótt- ir, heilsuráðgjafi hjá Maður lifandi, og Matthildur Þor- láksdóttir, sem lærð er í náttúrulækningum frá Þýskalandi, munu einn- ig leggja sitt af mörkum á námskeiðinu. Hingað til hafa íslendingar þurft að leggja leið sína til útlanda til að komast á nám- skeið af þessum toga og kosta þau yfirleitt háar fjár- hæðir. Ég ákvað að taka málin í mín- ar hendur og setja saman þetta nám- skeið og kostar það aðeins 65.000 krónur en innifalið í því verði er gisting, matur, fyrirlestrar og nám- skeið," segir Edda að lokum kolbrun@dv.is M r/M ■ • / i á ■ ínnmeon Það er vor í lofti og óhætt að segja að landinn sé að vakna til lífsins eft- ir leiðindavetur. Hækkandi sólu fylg- ir oft aukin ffamtakssemi og fólk fer í hinar ýmsu ffamkvæmdir. Nú er ein- mitt rétti tíminn til að ráðast í vor- hreingerningu, fara í gegnum fata- skápinn, draga fram sumarfötin og leggja þykku vetrarflíkunum. Iiikaðu ekki við að losa þig við gamla hluti og flíkur sem þú ert hætt að nota. Það kannast eflaust allir við þá til- finningu að tíma ekki að henda hlut- unum sínum eða gömlum fötum. Það að gramsa í gömlum kössum fær mann til að hverfa um stund aftur í U'mann og rifja upp gömul tískuslys og góða tíma. Það er auðvitað ekkert að því að halda upp á nokkrar góðar flíkur sem þú sérð fyrir þér að gam- an væri að sýna börnunum þínurn seinna meir en hins vegar er nauð- synlegt að læra að kveðja gömlu tu- skurnar sem gera ekkert nema stela plássi og safna ryki. Ef þú ert í einstaklega miklum vafa er mjög gott að setja flíkurnar í kassa og ef þú hefur ekki not fyrir þær næsta árið eða tvö þá muntu aldrei koma til með að hafa not fyrir þær. Ef þú vilt ekki gefa fötín er líka sá kostur í boði að fara í Kolaportið og selja þau. Þú getur svo notað ágóðann í að endur- nýja fataskápinn, ekki leiðinlegt það. Tilfinningin sem fylgir því að hreinsa til í kringum sig getur verið afar góð. Því ættir þú ekki að hika við að eyða degi eða tveimur í að hreinsa til í kringum þig áður en sumarið læt- ursjásig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.