Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Page 49
DV Helgarblað
FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 49
Heimir Karlsson á glæstan feril að
baki sem íþróttamaður. Ekki bara í
fótbolta heldur einnig í handbolta
þar sem hann lék einn landsleik og
varð íslandsmeistari 1982 með Vík-
ingi. Sama ár varð hann íslandsmeist-
ari með Víkingi í fótbolta annað árið
í röð. Heimir er hluti af einum besta
yngri flokki sem upp hefur komið hér
á landi. Gullaldarkynslóð Víkinga þar
sem Arnór Guðjohnsen, Lárus Guð-
mundsson, Róbert Agnarsson og
fleiri voru kjölfestan í hreint mögnuð-
um flokki. Saman unnu þeir allt sem
hægt er að vinna í yngri flokkum.
„Við urðum fyrst íslandsmeistar-
ar 1972 í fimmta flokki. Ég var allt-
af varnarmaður í gegnum alla yngri
flokkana, spilaði sem miðvörður.
Kannski voru það mistök, svona eftír
á að hyggja, að færa sig framar á völl-
inn. Ég hefði alltaf átt að vera í vörn-
inni. En okkur ungu strákana langaði
alla að komast í atvinnumennskuna
og það var nánast vita vonlaust fyr-
ir varnarmenn að komast í atvinnu-
mennsku á þessum tíma. Þegar ég
kom í meistaraflokk var ég settur á
miðjuna, skoraði einhver fimm eða
sex mörk, og svo fór Lalli í atvinnu-
mennsku eftir að hafa orðið marka-
kóngur 1981. Þá kom þjálfarinn tíl
mín og spurði hvort ég vildi ekki fara
í framlínuna. Ég sagði bara já, ekkert
mál. Okkur vantaði framherja eftír að
Lalli hélt í víking og eftir það var ég
alltaf frammi," segir Heimir.
Þó Heimir hafi viljað vera í vörn-
inni er ekki hægt að segja annað en
ferill hans hafi farið á mildð flug við
þessa tilfærslu á vellinum. 1982 varð
hann markahæstur með 10 mörk
ásamt Sigurlási Þorleifssyni úr ÍBV.
Þjálfari Víkinga á þessum árum var
Yuri Sedov. „Það höfðu komið ensk-
ir þjálfarar inn á undan Sóvétmönn-
unum sem svo komu. Þeir voru nú
flestir kallaðir pulsusalar, vissu lítið
og kunnu ekkert, flestír af þeim. Rúss-
arnir voru hins vegar frábærir báðir.
Þeir voru mikið fyrir kerfisbundinn
leik. Ekkert kick and run á þeim bæn-
um."
Hlupu sigurhring
eftir tapleik á Spáni
Vfldngur lék þó nokkra eftírminni-
lega Evrópuleiki á þessum tíma. Gegn
fr anska liðinu Bordeaux, spænska lið-
inu Real Sociedad og ungverska lið-
inu Raba Gyor sem þá var mikið veldi
í heimalandinu.
„Við lékum við Bordeaux í UEFA
keppninni '81 sem þá var hörkulið.
Frakkar voru með frábært landslið á
þessum tíma og uppistaðan í lands-
liðinu voru leikmenn Bordeaux. Við
töpuðum 4-0 heima og 4-0 úti.
1982 spiluðum við við Real Soci-
edad sem voru þá Spánarmeistarar.
Töpuðum 1-0 heima og 3-2 útí sem
voru mögnuð úrslit. Við komumst í 1-
0 útí sem var ótrúlegt," segir Heimir,
brosir og bætir við að það hafi slegið
þögn á völlinn þegar Vfldngur komst
yfir.
„Ahorfendurnir á Spáni voru svo
rosalega ánægðir með áhugamenn-
ina fr á fslandi að eftir leikinn hlupum
við sigurhring eftir leikinn, þrátt fyrir
að tapa 3-2. Þess var eiginlega krafist
af áhorfendum. Þetta var nefnilega
hörkuleikur og spennandi allt til loka.
Það væri saga til næsta bæjar ef fs-
landsmeistaramir í dag myndur tapa
3-2 fyrir Spánarmeisturunum."
f 100 ára sögu Vfldnga er eitt Evr-
ópumark sem stendur upp úr. Mark-
ið sem Jóhann Þorvarðarson skoraði
gegn Raba Gyor 1983. Heimir kom við
sögu í því marki.
„Það var glæsilegt mark. Við byrj-
uðum á miðju og spilum okkur í gegn.
Tökum létta þríhyminga og Jói tekur
bara boltann fyrir utan teig og neglir í
samskeytin. 1-0, takkfyrir.
Vfldngsliðið var ólíkt þeim íslensk-
um liðum sem hafa náð árangri í Evr-
ópukeppni, að þarna vom ekki marg-
ar stjömur. Þetta var ofsalega þétt og
gott lið. Það var ekki neinn sem stóð
upp úr frekar en annar. Jafnt og gott
lið með góðan þjálfara.
Kjarninn úr þessum fræga yngri
flokki fór upp í meistaraflokk og
vann fslandsmeistarabUcarinn 1981
og 1982. Það er dæmi um gott ungl-
ingastarf. Við héldum mUdð hópinn,
það er oft þannig að flestir fiosna upp
og það em færri en fleirri sem halda
áfram. En þarna héldu flestir áffarn,
það var svolítið merkUegt.
Heimir skoraði með
varaliði Winterslag
—WilBe Reinke ekki kominn til Belgíu—Amór að verða góður af meiðslunum
Frá Krlstjíinl Bcruburg, írcUamannJ DV i Bclghi. Ilclmlr Korissoa, miðhcrjl islands- nuistara Vlklags I knattspymunni, cr n£i sladilur hcr 1 Bdgíu i>g lck mcö vsruliöi 1. drtldar-lJðsins Wlntcrslat? ál. ! t Vildi vera í Belgíu Heii til reynslu hjá belgíska li ici» winterslag og stóð sig v *vo ckki rr vist að llchnir sc inni 1 mytulinni hjá þjállara itösins. Ilins vcgar cru Iviiltö úr 1. dclldimu, Courtrai oj; Ccrcle Bruggc, cn Satvar Jónsson Idfcur mcft því liöi, aö Jeita cftir cricndum lcikmönnum eftir þvi, «.m Mó^arar liáanna hafn skýrt írá. TTÍr MPiV Cr 4 n‘ 8344 rneö tiii vai uggv neftsj l8 U&, nleö tvö 3ÍnU t Hcimir kcmur til mcö aö . hjö þcím liöum kcmur í Ijós ;ki umboðsmaöurinn WiUie Reinkr kcmur hingaö til Belgiu. Hann cr væntanlcRur—crckki kwninn cnn. AI Arnón Guðjohnsen cr þaö aö Irctta aö hann cr nú miklu betri af bak- mciöshinum. Miklar likur á aö hann geti lcikiö með islcraka landsliöinu i DuMin 13. októbcr i Kvrópulciknum viölra. FJikcrt var Idkiöhcrí 1. deikl- Inni um helgina. Fri vcgna Evrópu- lciksSvlv; og Belgiu á miðvik udaj'. KB/hslm.
Sterkur í loftinu Heimir
þótti sterkur skallamaður.
Með Jordan Heimir
talaði tvisvar sinnum við
Michael Jordan. mynd kk(
Þetta var flokkur sem vann allt hér
heima. Við fómm meira að segja til
Skotlands og unnum mót þar á mótí
sterkum klúbbum."
Vildi fara til Winterslag
Eftir sleitulausa sigurgöngu með
Vfldng Í1981 og 1982 lenti Vfldngur í
ströggli. Liðið endaði tímabUið 1983 í
áttunda sæti sem þótti ekki góður ár-
angur. Heimir var búinn að eiga sér
þann draum lengi að verða atvinnu-
maður og eftir mUdl ferðalög urn Evr-
ópu til hina og þessara klúbba samdi
hann við hoUenska liðið Excelsior
sem er í Rotterdam. Heimir var eini
atvinnumaður liðsins, aUir aðrir leUc-
menn liðsins vom hálfatvinnumenn.
Excelsior var þó ekki draumaliðið hans
Heimis. Hann vfldi semja við Winter-
slag og Winterslag vUdu semja við
hann. Hins vegar vUdi umboðsmaður
Heimis, Willie Reinke, það ekki.
„Það vom settír upp æfingarleikir
þar sem lið gátu séð mig í leikjum. Ég
fór til Winterslag í júlí og lék einn leUc
með þeim í 30 stíga hita. Þar gekk mér
mjög vel og skoraði eina mark leUcs-
ins með skalla. Ég var svo þreyttur og
þyrstur eftir leUdnn enda hitinn mik-
U1 nema að forseti félagsins vildi gera
við mig samning. Hann bauð mér því
á barinn eftir leikinn og spurði mjög
kurteislega hvort ég vUdi ekki bjór.
Ég sagði bara jú takk og skolaði
bjórnum niður á fáeinum sekúndum.
Það var nefnilega ekkert að drekka í
klefanum einhverra hluta vegna. For-
setínn horfði á mig furðu lostinn og
spurði hvort ég vUdi ekki annan. Jú,
takk, sagði ég og skolaði honum líka
niður. Ég hefði drukkið hvað sem er
því ég var svo þyrstur."
Reinke var umboðsmaður margra
fslendinga á þessum tíma og hann
var fulltrúi Heimis einnig. Heimir
vUdi semja við Winterslag enda leist
honum vel á klúbbinn en Reinke var
ekki sammála.
„Ég hefði alveg verið tíl í að vera
þama, forsetínn vUdi fá mig en þá
var Reinke með einhvern annan
sem hann taldi að betri lflcur væru að
koma í Winterslag en mér hjá Brugge,
þar sem Sævar Jónsson var. Þá vant-
aði líka framherja. Ég fór því þang-
að og spilaði leik í Auxerre en þar
gekk ekkert. Hvorki liðið né mér gekk
vel og það var því aldrei neitt úr því.
Þannig að ef ég á að vera hreinskil-
inn þá kenni ég svolítið Reinke um
að hafa ekki endað hjá Winterslag því
það var vilji beggja að vera þar, nema
umboðsmannsins."
Harður heimur
atvinnumennskunnar
Úr varð að Heimir samdi við Ex-
-«a«cw,a-
Tíunda markið 1982
Heimir var markahæstur árið
1982. Síðasta markið skoraði
hann gegn ÍBV sem hér sést.
„Þaö hofur ekkert ger»t I
samninQamálunutn 09 6g reikna
meO oð þau aöu fyHr bi þangafl *B
neoata haust. Markaöurinn í
Crikktandi tokar nú alvog fi na»*t-
unnl 09 þafl or orðifl of aeint afl
fara þangafl I próf. Þé hof éfl
ekkort hoyrt fré umboflamonnl
apaanska liflaina on ég hokl afl þafl
komi flruggloga akkart út úr þvl.
Ég mun þvl loika moð Vol I
aumar." ooflfli Hobnlr Kariason i
spjalli við DV i floerkvöldi.
Heimlr gctur þó ekki byrjað að
leika mcð Val fyrr en hollenska
félagiö Excelsiour sendir skeyti til
KSI sem staöfestingu á télagsskipt-
unum. Heimir ótti ekki von é aö þaö
yröt nokl Samdi við Val 1985
þvi veröi Heimir fékk nóg af
Uösins sc framkomu þjálfara síns hjá
um, Víki Excelsior og kom heim.
celsior. „Það kom þannig til að Pétur
Pétursson var í Feyenoord á þessum
tíma og liðin eru mjög tengd. Excelsior
var í raun uppeldisklúbbur fyrir Fey-
enoord og Pétur hafði samband við
mig og spurði hvort ég vildi koma út.
Ég fer út og spila einn æfingar-
leik á móti utandeildarliði. Og ég lýg
engu en við unnum 15-0 og ég skor-
aði 8 mörk. Það var alveg sama hvað
ég reyndi og gerði, það tókst allt. Ég
skoraði með skaila, skotí af 30 metra
færi, tók hann viðstölaust fyrir utan
teig, þetta voru mörk í öllum regn-
bogans litum. Menn þar á bæ spurðu
bara hvar hefur þessi leikmaður ver-
ið. Af hverju er hann ekki löngu kom-
inn í atvinnumennsku.
Ég reyndi að telja mönnum trú um
að þetta hefði verið slembilukka og
ég væri ekki í raun svona góður. En
svo var settur annar leikur upp á móti
sterkari andstæðingi, þar unnum við
2-0 og þar skoraði ég reyndar lflca. En
þeir buðu mér samning (kjölfar leikj-
anna og þar var ég í eitt ár.
Hollensld boltínn á þessum tíma
var gríðarlega sterkur. Van Basten,
Koeman, Gullit og Rijkaard voru all-
ir í deildinni, sem og Pémr. Ég skor-
aði reyndar ekkert voðalega mikið en
fékk fi'na dóma fyrir minn leik. Hefði
kannski mátt vera aðeins eigingjarn-
ari og allt það en þarna var miklu
meiri hraði, meira tempó, leikmenn
voru sterkari og boltinn var allt öðru-
vísi en ég hafði átt að venjasL Maður
hefði kannski tvö þrjú ár tíl að aðlag-
ast þessum bolta. En ég stóð mig vel
fyrir jól þó ég hafi ekki skorað mikið."
Heimir hafði staðið sig vel á fyrri
hluta tímabilsins með Excelsior. Síð-
an kom vetrarstopp og það var lengra
en áætlanir voru. Veturinn þetta árið
var mjög harður, einn sá harðastí frá
upphafi. Það var því lítill fótbolti spil-
aður í janúar og febrúar. Excelsior-
liðið æfði inni og ástandið var ferlegt.
„Svo gerist það í febrúar að ég fæ sím-
tal frá íslandi þar sem systir mín og
mágur missa tvo drengi í bruna, fjög-
urra og átta ára. Ég man alltaf eftir
þessu, þetta var á laugardagsmorgni
og ég var á leiðinni í æfingarleik. Við
vorum að fara að spila einhvers stað-
ar í Hollandi við eitthvert lið. Það er
svo merkilegt þegar maður fær svona
fréttir að þá er eins og maður sé tek-
inn úr sambandi. Það er eins og það
sé slökkt á einhverjum heilastöðvum
og þær gerðar óvirkar. Ég keyrði niður
á völl, tala við þjálfaran og segi hon-
um hvað hafi gerst. Hann fékk alveg
voða sjokk og ég tilkynnti honum að
ég yrði að fara heim. Hann tók vel í
það og bað mig bara að koma aftur á
þriðjudegi sem ég tók vel í. En þegar
eitthvað svona gerist þá kemur maður
ekki aftur á þriðjudegi.
Ég fór heim og þegar tveir dagar
eru liðnir þá var ég ekkert á leiðinni út
aftur. f fyrsta lagi var ég ekkert hæfur
tíl þess og aðstæður voru þannig að
það var ekkert hægt. Það var ekkert
verið að spila á þessum tíma, menn
voru bara að æfa enn inni.
Svo ég hringdi í Pétur Péturs sem
var alltaf í góðu sambandi við Rob
Jacobs þjálfara og bað hann um að
skila að ég ædaði að vera lengur á ís-
landi. Pétur skilaði því tíl þj álfarans að
ég myndi koma þegar ég væri tilbú-
inn. Það kæmi ekkert annað tíl greina
miðað við aðstæður. Allir þjálfarar
myndu væntanlega skilja það í dag
en ekki Jacobs. Hann virtíst ekki skilja
þessa ákvörðun. Ég var því í viku hér
á landi og fór aftur út eftír jarðarför-
ina. Eina sem þjálfarinn sagði við mig,
og þetta kannski lýsir þessum bransa
svolítið um hvernig hver hugsar um
sitt eigið rassgat, „Life goes on, Heim-
ir," ekkert meira og bara allt í lagi.
Ég átti síðan í erfiðleikum með að
koma mér á strik aftur og var ekki að
finna mig og þetta gekk ekki mjög vel.
Svo kemur viðtal við Jacobs í blaði
í Rotterdam. Opnuviðtal við hann
um gengi liðsins. Þar var komið inn á
Karlsson því það var skrifað um slysið
í hollensku pressunni. Skrifað um að
Karlsson hefði lent í fjölskylduharm-
leik og það vissu allir sem fylgdust
eitthvað með boltanum að ég hefði
lent í þessu. En hann er spurður um
mig í viðtalinu. Þá segir Jacobs, já, ég
er búinn að reyna allt, ég er búinn að
setjast niður með honum og funda
með honum, ég er búinn að forðast
hann, ég er búinn að gera allt sem í
mínu valdi stendur tíl að hjálpa hon-
um í gegnum þessa erfiðleika. Eina
sem hann sagði við mig og einu orðin
sem hann lét falla um þetta voru „Life
goes on Heimir".
Þegar ég sá þetta misstí ég algjör-
lega áhugann að taka þátt í þessu. Al-
gjörlega. Ég sagði því bara takk fyrir
mig og fór."
íslandsmeistari með Val 1985
Heimir gekk í raðir Vals í júní 1985
eftir raunir sínar í Hollandi. Ástæðan
fýrir því að hann byrjaði ekki fyrr en
í júní var að hann fór í smáffí. Þurfti
smátíma tíl að hlaða batteríin. Þeg-
ar hann kom aftur endaði hann sem
íslandsmeistari í þriðja sinn á ferl-
inum. „Ég hef hins vegar aldrei orð-
ið bikarmeistari, aldrei komist einu
sinni í bikarúrslit. Víkingar spiluðu
við ÍA einu sinni og voru yfir 1-0 þeg-
ar nokkrar mínútur voru eftír en töp-
uðum2-l."
Með Val 1985 voru margir kunnir
kappar. Guðmundur Þorbjörnsson,
Grímur Sæmundsen, Þorgrimur Þrá-
insson svo fáir séu nefndir. Þar var
einnig Guðni nokkur Bergsson sem
Heimi er til halds og trausts í vin-
sælasta íþróttaþætti landsins í dag.
„Þetta var frábært lið. Þarna var vai-
inn maður í hverju rúmi og frábært lið
í alla staði. Sennilega landsliðsmaður
eða atvinnumaður í hverri stöðu."
Með Val spilaði Heimir eftírminni-
legan Evrópuleik gegn Nantes þar
sem Heimir meiddist. „Já, djöfifll-
inn sjálfur" segir okkar maður þegar
hann rifjar upp hvernig hann meidd-
Framhald
ánæstusíðu
\_____ I____ J