Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 51
PV Helgarblað
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 51
KOSTAKAUP
OG KETTIRNIRISEKKNUM
_ . _ a DarrenBent
FernandoTorres • J fe ^ Tottenham-£i7m
Liverpool - £26,5 m I 3 ■% 1 ' ^
Einhverjir gætu haldið því fram að þú ættir
að fá gæði fyrir rúmar 26 milljónir punda.
Hins vegar er það svo í nútíma knattspyrnu
að ekkert er gefið í þessum bransa. Líkt
og stormsveipur hefur Torres margsinnis
spænt sig fram hjá varnarmönnum og skor-
að mörk upp úr engu. Hraðinn er ekki það
eina sem Spánverjinn hefur í vopnabúrinu.
Einnig er hann ldókur og sterkur. Fyrir vikið
hefur hann farið létt með að aðlagast ensku
knattspyrnunni. Stuðningsmenn Liverpool
klóra sér í höfðinu af undrun yflr því að sjá
hágæða sóknarmann í sínum röðum en slíkt
hefur ekki verið uppi á teningnum síðan
Michael Owen yflrgaf félagið.
ijðM
Darren Bent rumskaði í mars og skor-
aði nokkur mörk. Slíkt réttlætir þó ekki
17 milljón punda verðmiða. Fyrir sama
verð hefði verið hægt að kaupa heims-
kiassa leikmann. Bent verður seint talinn
heimsklassa leikmaður og á tímabili gat
hann ekki keypt sér mark. Meiðsli hafa
hrjáð kappann og vissulega getur það út-
skýrt einhvað af getuleysi hans inni á vell-
inum. Engu að síður verstu kaup ársins.
1 Roque Santa Cruz
Blackbum - £3,8 m (
Alan Smíth
Newcastle - £6 m
Var eitt sinn meðal efnilegustu leik-
manna Englands. Er nú leikmaður á Eng-
landi. Smith hefur verið afspyrnuslakur á
leiktíðinni. Hugsanlega er honum enginn
greiði gerður með að spila sem miðvall-
arleikmaður þar sent hann er betri sem
sóknarmaður. Sleppur ekki í Newcastle-
liðið þótt hann hafi leikið fjölmarga leiki í
Meistaradeildinni.
Phil Jagielka
Everton - £4 m|
Kaup David Moyes á Phil Jagielka vöktu
litla athygli. Jagielka hafði staðið sig mahna
best í fallliði Sheffleld United án þess þó að
þykja mikill fengur. Eftir stirða byrjun sem
miðjumaður færði Moyes hann í vörnina þar
sem hann hefur blómstrað. Everton státar
af fjórðu bestu vörn deildarinnar sem hefur
aðeins fengið á sig 29 mörk og Jagielka spilar
í hjarta hennar. Kostakaup sem eru að verða
vörumerki Moyes.
letnsem '/J ý / W
fewcastle- fS fijg' Æt J J • r-ájj M
.arga leiki í J f Sí^
Rolando Bianchi
Manchester City - £8,8 m
^MRE'
Bianchi var heitasti leikmað-
^Sjjþ; ur ítölsku knattspyrnunn-
Á o.’A__ ir___*
Bianchi var heitasti leikmað-
ur ítölsku knattspyrnunn-
ar á síðustu leiktíð. Var næst
markahæstur á Ítalíu í Regg-
ina-Iiði sem barðist á botn-
inum. Kom kokhraustur til
Englands en fljótlega sáu allir
að hann átti ekki erindi þang-
að. Vantaði allar inakkar-
ónur í hann og endaði hann
sneypuför sína á Englandi
þegar hann fór á láni til Lazio
í janúar.
SulleyAli Muntarí
Portsmouth - £7 m
Florent Malouda
Chelsea - £15 m f ^ f#
,CarlosTevez
Manchester United - frítt?
Sulley Ali Muntari var ekkert sérstak-
lega ódýr þegar hann var keyptur frá
Udinese á ftalíu. Hann hefur hins veg-
ar margsinnis sýnt að hann er hverrar
krónu, punds og yens virði. Kraftmik-
ill miðjumaður sem skýtur bylmings-
skotum. Á það til að skora gullfalleg
mörk auk þess að vera leikinn með
knöttinn. Er ein af ástæðum þess að
Portsmouth er í baráttunni um sæti í
Evrópukeppni.
Malouda þótti einn mest
spennandi leikmaður í Evr-
ópu fyrir leiktíðina. Fór til
Chelsea og búist var við
milclu af Frakkanum. Hefur
hins vegar vægast sagt verið
slakur og ekkert hefur geng-
ið upp hjá honum. Bætir
engu við Chelsea-liðið sem
hefði allt eins getað haldið
Damien Duff.
Aðeins lokaður hópur veit al-
mennilega hver verðmiðinn á Car-
loz Tevez var. Sumir segja að hann
hafi verið frír á meðan aðrir segja
Manchester United hafa borg-
að fúlgur fjár. Hæfíleikar Tevezar
eru ótvíræðir og einn hans helsti
styrkur er að geta stigið upp þegar
mest á reynir. Hefur skorað mörg
mikilvæg mörk á leiktíðinni, oft í
blálokin, passar eins og flís við rass
í góðu liði.
David Nugent
Portsmouth - £6 m
41G
Sprenghlægileg kaup. Aðeins
tveimur mánuðuin eftir að Nugent
var keyptur til Portsmouth talaði
Harry Redknapp, framkvæmda-
•stjóri liðsins, um að selja hann og
leita sér að nýjum sóknarmanni.
Nugent fór mikinn í fjölmiðlum
við komu sína til Portsmouth og
sagðist ætla að festa sig í sessi í
enska Iandsliðinu. Er enn hjá fé-
Iaginu en fær ekki mínútu eftir að
Jerinaine Defoe kom til Iiðsins.
Nugent hefur ekkert mark skorað
í ensku úrvalsdeildinni.