Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 24. APRlL 2008 Helgarblað PV íjninningu Ástn Lovisu Ásta Lovísa lést úr krabbameini fyrir tæpu ári Allur ágóöi af sölu bókarinnar Þriöji hver rennurtil barna baráttukonunnar. Bókin Þriðji hver Qallar um ferðalag sonar um sögu og vísindi krabbameins. Ágóði bók- arinnar mun renna til barna baráttukon- unnar Ástu Lovísu sem lést úr krabbameini í maí á síðasta ári. Ásta Lovísa Bloggaði opinskátt um baráttu sína við krabbamein. Nýlega kom út bókin Þriðji hver eða One In Three. Bókin, sem fjallar um ferða- lag sonar um sögu og vís- indi krabbameins, hefur vakið mikla athygli um víða veröld. Ekki engöngu fyrir þær sakir að hún fræðir lesand- ' ann um sjúkdóminn dularfulla held- ur fer hún í gegnum mannlegu hlið- ina, óttann og áfallið sem fylgir því að greinast með krabbamein. Það er fleira merkilegt við þessa bók en 111- ugi Jökulsson, útgefandi bókarinn- ar hér á landi, hefur ákveðið að láta ágóða bókarinnar renna til barna Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur heit- innar sem tapaði hetjulegri baráttu sinni við krabbamein í maí á síðasta ári. Ásta lét eftir sig þrjú börn. Aðdáunarvert viðhorf Ásta Lovísa bloggaði opinskátt um veikindi sín og hikaði ekki við að deila tilíinningum sínum með lesendum, það gerði hún þó ekki til að fá samúð heldur var þetta henn- ar leið til að fá útrás í þessari erfiðu baráttu. Styrkur Ástu Lovísu var ein- stakur og jákvætt viðhorf hennar í al- varlegum veikindum sínum var að- dáunarvert. Ásta kom fram í hinum ýmsu viðtölum og miðlaði hún því til okkar hinna að við ættum að njóta lífsins í stað þess að kvarta og kveina undan smámunum. Það mikil áhrif hafði hún á samfélagið að tímaritið ísafold útnefndi hana íslending árs- ins árið 2006. Engin svör Opinská saga Ástu Lovísu á því eflaust margt sameiginlegt með umræddri bók. Hún er skrifuð af leikstjóranum og blaðamanninum Adam Wishart í kjölfar þess að faðir hans greindist með krabbamein. Eft- ir að faðir leikstjórans greindist með krabbamein gekk honum afar erfið- lega að finna bókmenntir sem svör- uðu grundvallarspurningum hans um sjúkdóminn og hvaða þýðingu það hefði að fá sjúkdóminn. Hann vildi vita hvað það væri sem gerði sjúkdóminn svo erfiðan viðfangs eins og raun ber vitni og hversu nærri lækningu við erum. Átakanleg orð Ástu Lovísu sem birtust á bloggsíðu hennar þegar hún átti skammt eftir ólifað: „Það er sártað vita aðmeð þessu áframhaldi og efekkert fer að gerast til að draga úr þessari hröðu þróun er vitað mál að ég á ekki langt eftir. Mér finnst það virkilega sárt og ég er virkilega hrædd. Núna líður mér eins og ég séaðkafna og það sé ekkert sem geti hjálpað mér að ná andanum aftur. Úffff... Ég hata stöðu mlna í lífinu núnal“ Saga sjúkdómsins rakin í bókinni fjallar Wishart ítarlega um sjúkdóminn og læknavísindin, hann rekur sögu sjúkdómsins langt aftur og þróun hans til dagsins í dag. Hann útskýrir á mannamáli hvað krabbamein er og eru eflaust margir sammála því að þörf hafi verið á bók sem þessari. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna fær þriði hver krabba- mein á lífsleiðinni og er bókin skrif- uð með það í huga að hjálpa fólki að skilja sjúkdóminn betur. Ekki má gleyma þeim sem standa við bakið á krabbameinssjúklingunum en margt nytsamlegt er að finna í bókinni fýr- irþá. Einstök bók Útgefandinn Illugi Jökulsson þekkti Ástu Lovísu ekki persónu- lega en það er auðheyrt á honum að saga hennar hefur snert hann djúpt. Ákvað hann því eins og áður seg- ir að láta ágóða bókarinnar renna til barna hennar. Hann segir bókina einstaka að því leyti hve mannleg og einlæg hún er í bland við vísindin á bak við sjúkdóminn. Eins og flestir vita getur kost- að töluverð fjárútlát að berjast við krabbamein. Ásta Lovísa þurfti á dýr- um lyfjameðferðum að halda og tók það verulega á fjárhag fjölskyldunn- ar. Sett var af stað söfnun og lögðu margir hönd á plóg til að hjálpa Ástu Lovísu og fjölskyldu hennar. Þrjú börn Þótt baráttukonan Ásta Lovísa sé fallin frá þýðir það ekki að baráttunni sé lokið. Hún skildi eftir sig þrjú ynd- isleg börn sem enn eru ung að aldri. Þau eru eflaust umvafin ást og um- hyggju eftirlifandi foreldra sinna og ættingja en vissulega þarf að tryggja þeim góða framtíð. Framlag Illuga Jökulssonar til barnanna er rausn- arlegt og ættu fleiri að taka sér svona lagað tii fýrirmyndar, margt smátt gerir jú eitt stórt. Falleg en erfið kveðjustund Ásta Lovísa snerti marga í baráttu sinni við sjúkdóminn og mættu á milli fimm hundruð til sex hundruð manns í útför hennar sem fram fór fram frá Hallgrímskirkju. Vilhjálmur Vilhjálmsson, faðir Ásm Lovísu, sagði í viðtali að útför- in hefði verið gullfalleg og mjög vel heppnuð. „Þetta var eins og maður óskaði sér. Presturinn Þorvaldur Víð- isson stóð sig frábærlega og ekki er heldur hægt að sleppa því að minn- ast á Pál Óskar Hjálmtýsson. Hann er einstakur listamaður á heimsmæli- kvarða og söngur hans fullkomn- aði þessa fallegu en jafnframt erfiðu stund," sagði Vilhjálmur að lokum. kolbrun@dv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.