Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 64
Helgarblaö DV
^4 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008
Frábært meðlæti
Hvort sem þú grillar fisk eða steykir læri í ofninum er einstaklega gott að
bera fram bakað rótargrænmeti með. Skerið niður sætar kartöflur,
kartöflur og gulrætur og setjið í eldfast mót Saxið einn hvítlauksgeira og
blandið við. Setjið vel af olíu yfir og kryddið með salti, pipar, oregano og
kanil. Bakið í ofni í þrátíu til fjörutíu mínútur við 180 gráðu hita. Frábært
meðlæti sem á við með flestum mat.
U mj ó n: Ko I b r ú n P. Helgadóttir. N etf a n g kolbrun@dv.is
0 0
Góð grillráð
Grillilmurinn hefur teygt anga sína
yfir heilu hverfm síðastliðnar helgar
enda viðrað vel að undanförnu. Þið
sem ekki eruð búin að dusta rykið af
grillinu ykkar aettuð að drífa í því. Á
heimasíðu Nóatúns má finna ýmis
skemmtileg ráð sem gott er að hafa í
huga þegar grillað er.
Nauðsynlegt er að hreinsa grillflöt áður
en ný máltíð er grilluð.
— Gott er að nudda hálfum lauk eftir
heitum grillteinunum rétt áðuren
byrjað er að grilla. Þetta gefur aukið
bragð af matnum og ómótstæðilegur
ilmur sem fyllir loftið eykur enn frekar á
stemninguna.
Einnig er gott aö binda rósmaringreinar
upp (pensil og láta marinerast (
ólífuolíu. Pensla síðan grillið fyrir grillun
með rósmaríngreinunum.
Best er að strjúka kryddlöginn af
matnum áður en hann er settur á grillið
þv( það erfyrst og fremst lögurinn sem
brennur. Svo má ef til vill pensla matinn
aftur með leginum áður en hann er
tekinn af grillinu.
En tryggið samt sem áður góðan hita á
kryddleginum ef hann er penslaöur
aftur á steikina.
Notið grilltöng til að snúa steikinni á
grillinu ffekar en gaffal því hann skilur
eftir sig göt í kjötinu og þá er llklegra að
kjötið verði þurrt
Þegar grilla á fisk með roði skal alltaf láta
roðhliðina snúa fyrst upp því hún
heldurfiskinum saman þegar honum er
- snúiðvið. Ekki sakar heldur að nota þar
til gerðar fiskgrindur.
Ef kjötið er keypt frosið eða tekið út úr
frysti þarf að gaeta þess að það hafi náð
að þiðna til fulls áður en það er sett á
grilliö. Kjöt sem er enn frosið eöa ískaft í
miðju grillast oft ójafnt og haett er við
að það brenni að utan áöur en það nær
að hitna nægilega í gegn.
Það er af mörgu að taka í glæsilegu tölublaði Gestgjafans þennan mánuðinn og
spilar fiskur þar stórt hlutverk. Þessa fersku og flottu uppskrift er kjörið að gera á
góðum sumardegi.Tilvalið er að leyfa börnunum að taka þátt í gerð réttarins með því
að tína hundasúrurnar.
• 400 g bleikja, skorin í strimla
• 1/2 dl límónusafi
• 1/3 dl hvítvínsedik
• 1/2 dl olía
• 1/2 tsk. worchestershire-sósa
• 1 msk. hunang
• lOhundasúrur, skornar í strimla
• Salt
• Nýmalaður pipar
Setjið allt saman í skál og geymið
í kæli í 10 mínútur.
HUNDASÚRUSÓSA:
• 2 dl hundasúrur, smátt saxaðar
• 1 eggjarauða
• 1 msk. sítrónusafi
• 1 msk. hvítvínsedik
• 1 msk. sykur
• Salt
• Nýmalaður pipar
• 2 dl olía
Setjið allt nema olíu í matvinnslu-
vél og maukið vel í 5 mín. Hellið þá
olíunni saman við í mjórri bunu og
látið vélina ganga á meðan.
Látið kryddlöginn drjúpa af fisk-
inum og berið hann fram með sós-
unni, salati og góðu brauði.
Forstöðumaður
Gufunessgarðs
grefur lamb
„Fyrir mörgum árum fórum við
hjónin að fikta við að grafa kjöt með
svipuðum hætti og
norski graflaxinn er
verkaður. Og nú er
svo komið að grafið
lamb með hvítri
sósu er ómissandi
hluti af stórveislum
hjá vinum og
vandamönnum," segir Heimir Bjöm
Janusarson, matgæðingur vikunnar,
sem býður upp á grafið lamb. „Þar
sem ég er forstöðumaður í kirkjugarði
fannst mér það vel við hæfi."
Grafið lamb
Verkunaraðferðin er í raun
sáraeinföld. Á fjóra innanlærisvöðva
þarf bolia af sykri og bolla af salti,
svartan nýmulinn pipar í ómældu
magni og viilijurtakryddblönduna frá
Pottagöldmm.
Fyrst blanda ég pækilinn og finn
til fat með 2-3 cm háum kanti. Svo
er að þekja botninn á forminu með
pæklinum, leggja vöðvana þar ofan á
og dreifa síðan afganginumyfir þannig
að ekki sjái í kjötið. Því næst er fatinu
pakkað vel inn í plast og komið fýrir í
kulda. (Ég set þetta alltaf út á svalir.)
Ofan á fatið er sett einhvers konar lok
eða trébretti sem hvílir á kantinum á
fatinu og svo ofan á lokið er sett þungt
farg (ég á sérstakan hleðslustein úti
á svölum sem notaður er við þessi
tældfæri og raunar mörg önnur).
Kjötið þarf að liggja í pæklinum
undir fargi í allavega sólahring. Þá er
hveijum vöðva fýrir sig pakkað í plast
og þeir settir í frysti. Þar verða þeir
alveg að fá að frjósa í gegn áður en
þeir em skomir næfurþunnt og bomir
fram sem forréttur, nokkrar sneiðar á
mann með góðu salati og hvítri sósu.
Hvíta sósan
(einhvern veginn svona)
• % búnt af steinselju
• 3-4 hvítlauksrif
• 1 dl. Sweet relish frá Heinz
• 1 dós af 10% sýrðum rjóma
• 3-4 msk. mayones.
Sett í matvinnsluvél og hmfurinn
látinn ganga vel og lengi.
Ef svo ólíklega vill til að afgangur
verði af óskomum grafriingi er
tilvalið að skera hann í 2-3 cm þykkar
sneiðar og þurrka hann, annaðhvort í
matarþurrkara eða í ofni með blæstri
en engum hita. Útkoman er eins
konar lamba „jerky" eða ah'slenskur
smalamatur sem hentar einkar vel
sem nesti í útilegum eða snakk með
sjónvarpinu.
„Ég skora á Svetlönu Kab-
alinu, sem situr meö mér í
hverfisráöi Vesturbœjar, aö
vera nœsti matgœöingur. Ég
hef mikla trú á aö Svetlana,
sem er Rússi, komi meö nýja
vídd í íslenska eldhúsiÖ'
TASTE IN THE WEST
IMDIAN LUNCII
ÍNDIAN DINNER
INDIAN - PAKISTANI CUISINE
AUSTURSTRÆTI 4, Tel: 551 0292 , www.shalimar.is