Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Side 70
70 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 BÍLAR DV & Khrústsjov og Spútnik 1 Tekinvar mynd af leiðtoga Sovétrikjanna, Nikíta Khrústsjov, og austurþýskum leiðtogum við eftirlíkingu af Spútnik 1 árið 1959. aráætlun Bandaríkjamanna en tak- mark hennar var að koma mönn- um til tunglsins. Sovétmenn héldu áfram með sínar áætíanir, í júlí 1963 var fyrsta kvengeimfaranum, Val- entinu Teresjkovu, skotið út í geim- inn. Sérfræðingar í eldflaugum Eldflaugasérfræðingurinn Kor- oljov var heilinn að baki velgengni Sovétmanna. Þýskur starfsbróðir hans, Werner von Braun, stjómaði leiknum í Bandaríkjunum. Braun hafði áður hannað eldflaugahernað nasista og smíðað VI- og V2-flaug- arnar. Koroljov lést fyrir aldur fram 1966 og Sovétmenn töpuðu kapp- hlaupinu um að koma mönnum til tunglsins. Lok kapphlaupsins Fyrstu myndirnar af Neil Arm- strong að spóka sig á tunglinu bár- ust til jarðar 21. júlí 1969 og þá var augljóst að Sovétmenn höfðu tapað þessu kapphlaupi. En hægt var að Ieggja í önnur og fleiri verkeftii og stóðu þau næstu ár og áratugi. Sojuzfar tengdist Apollofari í fyrsta sinn í júlí 1975 og segja má að með því hafi kapphlaupi stórveld- anna í geimnum lokið. FYRSTUR ÚT í GEIM * Júrí Gagarín fæddist í bænum Klusjino 9. mars 1934. Faðir hans var trésmiður og móðirin starfaði á samyrkjubúi. Gagarín stundaði iðnnám en meðan á því námi stóð tók hann flugpróf. Því lá beint við að ganga í flugherinn þegar að herþjónustu kom. Gagarín og tuttugu aðrir flugmenn þreyttu prófið til að verða fyrstu geimfarar jarðarbúa. Prófm voru þung en að þeim loknum stóð valið milli Gagaríns og Germans Titov. Skapferli Gagaríns tryggði honum sigurinn. Allt ætlaði um koll að keyra í Sovétríkjunum þegar Gagarín kom úr fyrstu geimferðinni. Á meðan á geimferðinni stóð var hann hækkaður í tign og lýstur major. Þegar hann lenti heilu og hóldnu varð hann „HetjaGovétríkjanna". Stjórnvöld í Sovétríkjunum beittu honum grimmt í áróðursskyni og hann var sendur um allan heim í þeim tilgangi. Hann’millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir að hann fór í fyrstu geimferðina. Meðal þeirra sem fögnuðu honum þar voru félagar í MÍR, Meriningartengslum íslands og Ráðstjórnarríkjanna. Frægðin var Gagarín erfið og hann drakk úr hófi. Það dró hann þó ekki til dauða því 27. mars 1968 ,w_ fórsthannftilraunaflugi. Duftkerhanservarðveittí Jf/ . WL ' I ^ V . ' ' '/ Strelka og Belka. Ólíkt Lajku lentu þeir hundar mjúklega á jörðinni eft- ir sólarhringsferð um geiminn og nú styttist í að fyrsti maðurinn héldi út í geiminn. Fyrsti geimfarinn Ferð Spútniks 10 var síðasta til- raunin sem Sovétmenn gerðu áður en þeir sendu geimfarann Júrí Gagarín af stað í ferð sína. Hann steig um borð í geimfarið Vostok 12. apríl 1961 og hélt af stað. Löngu síðar voru leyndarskjalageymslur opnaðar almenningi og þá kom í ljós hve hættuleg þessi ferð Gagar- íns hafði verið. Vostokfarið hafði verið reynt sjö sinnum áður og fjór- ar tilraunanna höfðu mistekist. En ferð Gagaríns gekk ljómandi vel og fyrstu orð hans frá geimnum voru: „Ég sé Guð ekki hér uppi." Eftir 108 mínútna geimferð lenti hann ná- lægt bænum Saratov við Volgufljót. Sovétmenn voru vissulega í far- arbroddi í þessu kapphlaupi en Bandaríkjamenn drógu ekki af sér. Fyrsti bandaríski geimfarinn, Alan Shepard, var ekki nema mánuði á eftir Gagarín. Tæknileg vandræði töfðu Bandaríkjamenn. Árið 1963 hófst Apollogeimferð- KjúklwœastaðuruiH/ Suðuwerv J Allir gömlu góðu ráttirnir og frábærar nýjungar Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum 7Cjúklingastaóurínn ★ Suóurveri ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.