Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2000/2 1 Verðbólga hefur enn vaxið undanfarna mánuði. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs til byrjunar apríl nam 6% sem er meiri verðbólga en verið hefur nokkru sinni hér á landi eftir að verðbólguhjöðnun úr tveggja stafa verðbólgu lauk á fyrri hluta tíunda ára- tugarins. Þetta er einnig mun meiri verðbólga en í viðskiptalöndum Íslendinga og ljóst er að ekki verður búið við hana til lengdar án þess að mikil röskun verði á þeim stöðugleika sem ríkt hefur á undanförn- um árum. Verðbólgan undanfarna mánuði á rætur að rekja til almennrar ofþenslu eftirspurnar, spennu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og hækkun- ar bensínverðs á alþjóðlegum mörkuðum. Rekja má rúmlega 70% hækkunar neysluverðs það sem af er árinu til húsnæðisverðs og bensínverðs. Ekki sér fyrir endann á verðhækkunum á fasteignamarkaði. Hins vegar má gera ráð fyrir að á næstunni skapist tilefni til frekari lækkunar bensínverðs en varð í byrjun maí sl. Nánast engin merki sjást enn um að ofþenslan, sem einkennt hefur þjóðarbúið á undanförnum miss- erum, sé tekin að hjaðna. Vöxtur útlána innlánsstofn- ana og peningamagns er enn langt fyrir ofan það sem samrýmist lágri verðbólgu. Spenna á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu, og innflutningur fyrstu þrjá mánuði ársins er umtalsvert meiri en í fyrra. Þegar þetta er ritað hafa verið gerðir kjarasamn- ingar sem ná til um 60% almenna vinnumarkaðarins. Verði þessir samningar fordæmi þeirra sem á eftir koma fela þeir í sér nærri 5% hækkun launakostnaðar við undirritun, tæplega 4% hækkun í upphafi áranna 2001 og 2002 og um 3% hækkun í ársbyrjun 2003. Í ljósi þeirrar miklu spennu sem ríkt hefur á vinnu- markaði undanfarin misseri var niðurstaða kjara- samninganna ásættanleg. Upphafleg launahækkun er ekki langt frá þeirri forsendu sem miðað var við í verðbólguspá Seðlabankans frá því í janúar. Það er einnig kostur þessara samninga til hversu langs tíma þeir eru sem dregur úr óvissu. Samningarnir eru samt sem áður á ystu nöf. Á þessu ári fela þeir í sér mun meiri hækkun launakostnaðar en í viðskiptalöndum Íslendinga og munu að óbreyttu gengi stuðla að frekari hækkun raungengis krónunnar. Sérstök hækkun lægstu launa, sem í samningunum felst, gæti einnig ýtt undir launaskrið dragi ekki fljótlega úr ofþenslunni. Á móti kemur að hækkun raungengis dregur úr svigrúmi útflutnings og samkeppnisgreina til að standa undir frekari aukningu launakostnaðar. Í tengslum við gerð kjarasamninga hét ríkis- stjórnin því að hækka persónuafslátt á þessu ári um- fram það sem áður hafði verið ákveðið og hækka hann á næstu árum í samræmi við umsamdar launa- hækkanir. Þessi áform fela í sér nokkra tilslökun á þessu ári sem telst þó ekki umtalsverð, eða innan við 0,2% af landsframleiðslu. Persónuafsláttur mun hins vegar hækka minna en meðallaun á næstu árum og óvíst að hann hækki meira en verðlag. Önnur atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamn- inga vísa annaðhvort til ákvarðana sem þegar hafa verið teknar eða til framtíðarbreytinga sem ekki er ætlað að raska stöðu ríkissjóðs. Framlag ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamningana veldur því ekki veru- legri röskun á stöðu ríkissjóðs og minni en í tengslum við kjarasamninga 1997. Einnig er mikilvægt að svigrúm ríkisstjórnar til að beita sköttum í hagstjórn- arskyni er nú mun meira en eftir kjarasamningana 1997. Nýgerðir kjarasamningar gætu samrýmst lækk- andi verðbólgu á komandi misserum ef gengi krón- unnar helst áfram sterkt og launaskrið á almennum vinnumarkaði fer ekki úr böndum. Hjöðnun verð- bólgu verður þó hægari en æskilegt væri. Til að tryggja stöðugleika er því nauðsynlegt að peninga- Inngangur Verðbólga gæti hjaðnað en viðskiptahallinn er vaxandi langtímaógn við stöðugleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.