Peningamál - 01.05.2000, Page 2

Peningamál - 01.05.2000, Page 2
PENINGAMÁL 2000/2 1 Verðbólga hefur enn vaxið undanfarna mánuði. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs til byrjunar apríl nam 6% sem er meiri verðbólga en verið hefur nokkru sinni hér á landi eftir að verðbólguhjöðnun úr tveggja stafa verðbólgu lauk á fyrri hluta tíunda ára- tugarins. Þetta er einnig mun meiri verðbólga en í viðskiptalöndum Íslendinga og ljóst er að ekki verður búið við hana til lengdar án þess að mikil röskun verði á þeim stöðugleika sem ríkt hefur á undanförn- um árum. Verðbólgan undanfarna mánuði á rætur að rekja til almennrar ofþenslu eftirspurnar, spennu á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og hækkun- ar bensínverðs á alþjóðlegum mörkuðum. Rekja má rúmlega 70% hækkunar neysluverðs það sem af er árinu til húsnæðisverðs og bensínverðs. Ekki sér fyrir endann á verðhækkunum á fasteignamarkaði. Hins vegar má gera ráð fyrir að á næstunni skapist tilefni til frekari lækkunar bensínverðs en varð í byrjun maí sl. Nánast engin merki sjást enn um að ofþenslan, sem einkennt hefur þjóðarbúið á undanförnum miss- erum, sé tekin að hjaðna. Vöxtur útlána innlánsstofn- ana og peningamagns er enn langt fyrir ofan það sem samrýmist lágri verðbólgu. Spenna á vinnumarkaði hefur haldið áfram að aukast, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu, og innflutningur fyrstu þrjá mánuði ársins er umtalsvert meiri en í fyrra. Þegar þetta er ritað hafa verið gerðir kjarasamn- ingar sem ná til um 60% almenna vinnumarkaðarins. Verði þessir samningar fordæmi þeirra sem á eftir koma fela þeir í sér nærri 5% hækkun launakostnaðar við undirritun, tæplega 4% hækkun í upphafi áranna 2001 og 2002 og um 3% hækkun í ársbyrjun 2003. Í ljósi þeirrar miklu spennu sem ríkt hefur á vinnu- markaði undanfarin misseri var niðurstaða kjara- samninganna ásættanleg. Upphafleg launahækkun er ekki langt frá þeirri forsendu sem miðað var við í verðbólguspá Seðlabankans frá því í janúar. Það er einnig kostur þessara samninga til hversu langs tíma þeir eru sem dregur úr óvissu. Samningarnir eru samt sem áður á ystu nöf. Á þessu ári fela þeir í sér mun meiri hækkun launakostnaðar en í viðskiptalöndum Íslendinga og munu að óbreyttu gengi stuðla að frekari hækkun raungengis krónunnar. Sérstök hækkun lægstu launa, sem í samningunum felst, gæti einnig ýtt undir launaskrið dragi ekki fljótlega úr ofþenslunni. Á móti kemur að hækkun raungengis dregur úr svigrúmi útflutnings og samkeppnisgreina til að standa undir frekari aukningu launakostnaðar. Í tengslum við gerð kjarasamninga hét ríkis- stjórnin því að hækka persónuafslátt á þessu ári um- fram það sem áður hafði verið ákveðið og hækka hann á næstu árum í samræmi við umsamdar launa- hækkanir. Þessi áform fela í sér nokkra tilslökun á þessu ári sem telst þó ekki umtalsverð, eða innan við 0,2% af landsframleiðslu. Persónuafsláttur mun hins vegar hækka minna en meðallaun á næstu árum og óvíst að hann hækki meira en verðlag. Önnur atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamn- inga vísa annaðhvort til ákvarðana sem þegar hafa verið teknar eða til framtíðarbreytinga sem ekki er ætlað að raska stöðu ríkissjóðs. Framlag ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamningana veldur því ekki veru- legri röskun á stöðu ríkissjóðs og minni en í tengslum við kjarasamninga 1997. Einnig er mikilvægt að svigrúm ríkisstjórnar til að beita sköttum í hagstjórn- arskyni er nú mun meira en eftir kjarasamningana 1997. Nýgerðir kjarasamningar gætu samrýmst lækk- andi verðbólgu á komandi misserum ef gengi krón- unnar helst áfram sterkt og launaskrið á almennum vinnumarkaði fer ekki úr böndum. Hjöðnun verð- bólgu verður þó hægari en æskilegt væri. Til að tryggja stöðugleika er því nauðsynlegt að peninga- Inngangur Verðbólga gæti hjaðnað en viðskiptahallinn er vaxandi langtímaógn við stöðugleika

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.