Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 18
PENINGAMÁL 2000/2 17 til 5,8% í sterkari hluta vikmarkanna seinni hluta febrúar. Frekari veiking varð í byrjun mars en síðan hefur krónan styrkst. Gengi krónunnar var 6,24% yfir miðgildi vikmarkanna þann 25. apríl sl. og hafði gengi krónunnar því hækkað um 2% frá áramótum. Gengi krónunnar hefur ekki verið sterkara frá því að það var fellt í júní 1993. Ýmsir þættir hafa leitt til svo hás gengis. Má þar m.a. nefna háa vexti hér á landi sem ýtt hafa undir erlendar lántökur og innstreymi erlends fjármagns. Einnig kann óróleiki á erlendum hlutabréfamörkuðum í apríl að hafa leitt til tíma- bundinnar minni eftirspurnar innlendra stofnana- fjárfesta eftir erlendum verðbréfum og þar með minna útstreymis fjár en ella og kann það að vera skýring styrkingar krónunnar síðustu vikur. …en erlendis hafa seðlabankar einnig hækkað vexti Erlendir seðlabankar hafa brugðist við vaxandi verð- bólgu og auknum hagvexti með hækkun stýrivaxta á þessu ári. Bandaríski og evrópski seðlabankinn hækkuðu vexti sína um 0,25 prósentustig 3. febrúar. Breski seðlabankinn fylgdi í kjölfarið og hækkaði jafnmikið 10. febrúar. Frekari breyting varð síðan hjá evrópska seðlabankanum um 0,25 prósentustig 16. mars og aftur hækkaði bandaríski seðlabankinn vexti um 0,25 prósentustig 21. mars. Erlendir seðlabankar hafa þannig hækkað stýrivexti sína um allt að 0,50 prósentustigum á þessu ári en á sama tíma hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína um 1,1 prósentustig. Ýmislegt bendir til þess að vænta megi frekari vaxtahækkana á næstunni hjá erlendum seðla- bönkum. Vaxandi viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri en engin inngrip Seðlabankans Millibankamarkaður með gjaldeyri hefur verið líf- legur fyrstu mánuði ársins og hefur velta verið tals- vert meiri en á síðasta ári. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1999 nam veltan 128 ma.kr. en frá ársbyrjun til 25. apríl á þessu ári um 235 ma.kr., sem er rúmlega helmingur veltunnar á árinu 1999 en það ár var metár í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði. Í febrúar á þessu ári voru mestu viðskipti með gjaldeyri í einstökum mánuði og námu þau tæplega 83 ma.kr. Seðlabank- inn hefur ekki átt viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri síðan í júní 1999. Vaxandi velta á krónumarkaði en ríkisvíxlaviðskipti minnka Velta á krónumarkaði jókst verulega fyrstu fjóra mánuði ársins samanborið við veltu síðasta árs. Það 1999 2000 Mynd 2 Vísitala gengisskráningar og ávöxtun endurhverfra verðbréfakaupa 1999-2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A 107 108 109 110 111 112 113 114 115 31.12.1991=100 7,0 7,5 8,0 8,5 9,0 9,5 10,0 10,5 11,0 % Vísitala (v. ás) Ávöxtun (h. ás) 1999 2000 Mynd 3 Stýrivextir nokkurra landa frá ársbyrjun 1999 J F M A M J J Á S O N D J F M A 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 10,0 12,0 % Bretland Bandaríkin Evrusvæðið Noregur Svíþjóð Danmörk Ísland Japan Mynd 4 Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri og aðild Seðlabankans 1993-2000 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 0 100 200 300 400 500 Ma.kr. 0 20 40 60 80 100 %Heildarvelta Aðild Seðlabankans (%) Til 25. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.