Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 15
14 PENINGAMÁL 2000/2 væga vaxtarsprota efnahagslífsins í fæðingu. Því væri tvímælalaust æskilegra að ráðast til atlögu við þann vanda sem langtímaspá Þjóðhagsstofnunar afhjúpar með meira aðhaldi í fjármálum ríkisins (sjá ramma). Í rammagrein hér að neðan er bent á að hefð- bundnar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum með niður- skurði útgjalda eða hækkun skatta hafi mun öruggari áhrif á þjóðhagslegan sparnað en óbeinar aðgerðir í gegnum skattalega hvata og að einkavæðing þurfi alls ekki að auka þjóðhagslegan sparnað. Almennt séð er niðurskurður útgjalda virkari í þessu sambandi en skattahækkanir og þær síðarnefndu virka lítið ef talið er að þær séu tímabundnar t.d. vegna þess að ástand ríkisfjármála er til lengdar talið gott. Ekki er alveg ljóst í hvaða stöðu Ísland er nú í þessum efnum og hugsanlegt að margir telji gott ástand ríkisfjár- mála nú tímabundið og því geti skattahækkun verið talin vera varanleg auk þess sem hún myndi líklega draga úr almennri bjartsýni. Báðir þessir þættir myndu stuðla að auknum þjóðhagslegum sparnaði. Að því er niðurskurð útgjalda varðar virðist vænlegt að líta til vinnuaflsfrekra fjárfestingarútgjalda í því spennuástandi á vinnumarkaði sem nú ríkir. Að lok- um er brýnt að huga að því að draga úr þeim sérstöku skuldahvötum sem nú eru í íslenska skattakerfinu, svo sem í vaxtabótakerfinu. Ofþenslan sem nú ríkir í þjóðarbúskapnum kallar á að- haldssemi á sviði opinberra fjármála. Því vaknar sú spurning hvaða aðgerðir á sviði opinberra fjármála séu líklegastar til að hemja eftirspurn og örva þjóðhagslegan sparnað. Bryddað hefur verið upp á ýmsum nýjungum í þeim efnum undanfarin ár. T.d. hefur ríkisvaldið gert til- raunir með ýmsa sparnaðarhvata. Hæst ber sérstakan skattafslátt til hlutabréfakaupa og heimild til aukafram- lags í lífeyrissjóð sem nemur 2% af tekjum með mót- framlagi ríkisins sem nemur 0,2% af tekjum. Tillögur um enn frekari rýmkun heimilda til að greiða í lífeyrissjóði liggja fyrir Alþingi. Almennt séð er það galli við sérstaka sparnaðarhvata að líklegt er að skattgreiðandinn dragi úr öðrum sparnaði eða taki lán til að nýta sér sparnaðar- tilboð ríkisvaldsins. Sérstakar skattaívilnanir eru því lík- legri til að hafa áhrif á samsetningu sparnaðar en umfang. Niðurgreiðsla hins opinbera á sparnaði getur jafnvel dregið úr heildarsparnaði ef einkasparnaður eykst minna en nemur kostnaði hins opinbera. Sparnaðarhvatar af þessu tagi kunna þó að hafa áhrif ef almenningur er ekki fyllilega upplýstur um stöðu sína.9 Því hefur einnig verið haldið fram að einkavæðing auki þjóðhagslegan sparnað. Það er þó hæpin fullyrðing. Kaup einkaaðila á eignum ríkisins eru ekki útgjöld þeirra í venjulegum skilningi, heldur skiptast þeir á eignum við ríkið. Ef hinar einkavæddu eignir verða verðmætari við einkavæðinguna og kaupendur fá hlut í ábatanum eru þeir betur settir eftir en áður og má þá ætla að neysla þeirra aukist, geti þeir fjármagnað kaupin með lánsfé eða sölu annarra eigna. Þessi skoðun er nokkuð útbreidd og má t.d. nefna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur breytt framsetningu á fjárstreymi vegna einkavæðingar þannig að það færist sem breyting á formi eignar fremur en sem tekjur. Ef erlendir aðilar kaupa eigur hins opinbera eða kaupin eru fjármögnuð með erlendri lántöku getur sala eigna hins opinbera verið beinlínis þensluhvetjandi, nema andvirði kaupanna sé algerlega varið til greiðslu erlendra skulda. Ýmsar aðrar óhefðbundnar aðferðir koma til greina. T.d. mætti stuðla að auknum einkasparn- aði með því draga úr notkun sérstakra skuldahvata. Helstu stuðningskerfi hins opinbera við fjárfestingu, vaxtabótakerfið og námslánakerfið, setja fjármögnun með löngum lántökum beinlínis sem skilyrði fyrir- greiðslu. Eignatenging vaxtabóta hvetur einnig til láns- fjármögnunar íbúðarkaupa. Einnig hefur verið bent á að skattlagning eyðslu fremur en tekna og eigna hvetji skatt- greiðendur til að eiga meiri varasjóði en ella. Fyrirkomu- lag slíkrar skattlagningar er þó vandasamt. Þótt viðurkennt sé að sum þeirra úrræða sem gripið hefur verið til í því skyni að örva sparnað geti haft já- kvæð langtímaáhrif er ólíklegt að þau hafi nægilega skjót eða mikil áhrif gagnvart þeim vanda sem nú er við að etja Rammi 3 Hvernig má beita ríkisfjármálum til þess að draga úr eftirspurn og örva þjóðhagslegan sparnað? 9. Aðrar ástæður kunna einnig að vera fyrir hendi. Yfirlýstur tilgangur hlutabréfafrádráttarins í skattalögum var t.d. að efla íslenskan hluta- fjármarkað og virðist það hafa tekist bærilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.