Peningamál - 01.05.2000, Page 14

Peningamál - 01.05.2000, Page 14
1. Hugsanlegt er að umskiptin verði hægfara þannig að Seðlabankinn þurfi á næstu árum að halda uppi stöðugt hærri vöxtum til að halda gengi krónunnar sterku. Hátt vaxtastig mun þá að lok- um kæfa þann hagvöxt sem nú er til staðar, en stjórnvöldum gæfist kostur á að grípa til annarra ráðstafana til þess að draga úr eftirspurn og við- skiptahallanum á sársaukaminni hátt. 2. Reynslan sýnir hins vegar að umskipti verða ein- att mjög skyndileg. Þegar flótti fjármagns úr til- teknum gjaldmiðli brestur á er því oft fátt um varnir. Ef svo færi yrði óhjákvæmilegt að gengi krónunnar lækkaði verulega um tíma. Reynslan sýnir að jafnvægi kemst einatt ekki á að nýju fyrr en eftir tímabil þar sem gengið lækkar mun meira en samrýmist langtímajafnvægi. Í kjölfarið fylgdi snarpur samdráttur í einkaneyslu og fjármuna- myndun og óhjákvæmilegt er að fjármála- stofnanir verði fyrir verulegum áföllum við þess- ar aðstæður. 3. Ákjósanlegast væri að stjórnvöld gripu til fram- sýnna aðhaldsaðgerða til að hemja innlenda eftir- spurn. Með þeim hætti myndu innlendir vextir ekki þurfa að hækka eins mikið og ella. Aðgerðir á sviði ríkisfjármála myndu hafa bein áhrif á eftirspurn, einkum á því sviði þar sem mest er um vert að hemja hana, þ.e.a.s. einkaneyslu (sjá ramma um aðgerðir í ríkisfjármálum). 4. Þótt illa horfi um langtímastöðugleika í þjóðarbú- skapnum er ekki loku fyrir það skotið að þróunin á næstu árum gæti orðið með þeim hætti að ekki þurfi að koma til alvarlegs samdráttar. Tvennt kemur helst til greina í því sambandi. Í fyrsta lagi er í forsendum Þjóðhagsstofnunar gert ráð fyrir heldur dræmum vexti útflutnings á tímabilinu eða 2½% á ári. Þetta væri vissulega afar slælegur árangur ef rétt reyndist í ljósi þess að heimsversl- unin hefur að jafnaði vaxið um rúm 6% á ári undanfarinn áratug. Það er hins vegar ekki á vísan að róa að því er áhrærir vöxt útflutnings. Verð- sveiflur geta verið miklar. Vaxtarmöguleikar á sviði sjávarútvegs eru ekki eins miklir og áður var. Vöxtur verður því í auknum mæli að byggjast á öðrum greinum. Burtséð frá stækkun verk- smiðju Norðuráls á Grundartanga eru horfur á nokkru vaxtarhléi í útflutningi stóriðjuafurða og útflutningur annarrar iðnaðarvöru vegur enn sem komið er ekki nægilega þungt í heildarútflutningi til þess að góður vöxtur á því sviði skipti sköpum um þróun útflutnings í heild. Vaxtarskilyrði útflutnings á ýmsum sviðum virðast þó vera þokkaleg um þessar mundir og því má binda vonir við að nýjar útflutningsgreinar eigi eftir að hafa marktæk áhrif þegar fram líða stundir. Til þess að dragi að ráði úr viðskiptahallanum þyrfti útflutningur að vaxa umtalsvert hraðar en innflut- ningur. Í öðru lagi er mögulegt að heimilin auki sparnað sinn á næstu árum, en í spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að sparnaður einkageirans haldist á næstu árum á því sögulega lága stigi sem hann er nú á. Það er reyndar fremur ólíklegt því að ljóst er að heimilin munu ekki auka skuldir sínar í hlutfalli við ráðstöfunartekjur til eilífðarnóns. Engin leið er hins vegar að spá fyrir um nú hvenær og hvernig umskipti verða í þessu efni. Þótt ráð sé gert fyrir álitlegum afgangi á rekstri ríkissjóðs á fjárlögum fyrir árið 2000, er að áliti Seðlabankans ekki nóg að gert þegar tekið er tillit til þess hve vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur aflað ríkissjóði mikilla tekna. Að auki hafa ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar nýlega grafið nokkuð undan því aðhaldi sem í fjárlögum fólst. Auk tilslakana í tengsl- um við kjarasamninga, sem fyrr var getið, var gerð breyting á lögum um vörugjald sem fól í sér u.þ.b. 300-350 ma.kr. tekjutap fyrir ríkissjóð auk þess sem hún örvar innflutning og útlán. Þó svo að ýmis rök megi færa fyrir einföldun á reglum um vörugjald, telur Seðlabankinn að þær breytingar hefði þurft að útfæra þannig að aðhald stefnunnar í ríkisfjármálum minnkaði ekki og áhrif á innflutning yrðu sem minnst. Þjóðhagsspáin sem birt var í mars felur í sér að ekki mun skapast svigrúm til að slaka á aðhaldi peningastefnunnar í næstu framtíð. Þótt hægt hafi á vexti þjóðarútgjalda og líklegt sé að áfram muni hægja á honum á næstu misserum dugir það ekki til þess að stemma stigu við ofþenslunni í þeim mæli að verðbólga hjaðni og viðskiptajöfnuður verði sjálfbær nema til komi frekari efnahagsaðgerðir. Verði ekki gripið til frekara aðhalds í ríkisfjármálum er líklegt að herða þurfi peningalegt aðhald enn meira. Jafn- framt er ljóst að mjög aðhaldssöm peningastefna mun hafa ýmsar neikvæðar hliðarverkanir í för með sér. Háir vextir eða hátt raungengi geta kæft mikil- PENINGAMÁL 2000/2 13

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.