Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 23
22 PENINGAMÁL 2000/2 á ári. Verðbólgan á árinu 1999 kom á óvart og varð meiri en spár ætluðu. Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í janúar síðastliðnum, og samkvæmt henni var gert ráð fyrir að verðlag hækkaði um 5% milli áranna 1999 og 2000 og 3,8% frá upphafi til loka þessa árs. Mælingar í febrúar og mars gætu bent til ívið meiri verðbólgu en spáð var, en á móti kemur nokkru hærra gengi. Það er ekki síst aukinn hús- næðiskostnaður sem veldur hækkun vísitölunnar. Hins vegar hafa nú tekist kjarasamningar á drjúgum hluta vinnumarkaðarins sem virðast í meginatriðum samrýmast þeim forsendum um launahækkanir sem gengið var út frá í spá Seðlabankans í janúar sl. Því gæti verðbólga orðið minni á þessu ári en í fyrra, og er mikilvægt að því verði fylgt eftir af öllum þeim sem þar geta haft áhrif. Viðskiptahalli Annað árið í röð varð viðskiptahallinn í fyrra meiri en unað verður við. Hann var 42,8 milljarðar króna og nam 6,7% af vergri landsframleiðslu. Er það álíka mikill halli og árið áður. Það sem veldur áhyggjum er ekki aðeins hallinn, heldur hitt að hann á í ríkari mæli rætur að rekja til einkaneyslu en fjármunamyndunar. Einkaneyslan var að hluta kostuð af lánsfé, enda hækkaði skuldahlutfall heimilanna af ráðstöfunar- tekjum töluvert á árinu. Þjóðhagsspá gerir ráð fyrir miklum og vaxandi viðskiptahalla á þessu ári eða 7,2% af landsframleiðslu og að slíkur viðskiptahalli verði áfram á næstum árum. Nauðsynlegt er að hagstjórn miði að því að koma böndum á viðskipta- hallann. Hagvöxtur Hagvöxtur á árinu 1999 varð verulegur fjórða árið í röð eða nærri 4½%. Öflugur hagvöxtur í svo langan tíma er einstakur meðal iðnríkja. Í Bandaríkjunum hefur reyndar verið mikill hagvöxtur, og er áætlað að hann hafi verið 4% á síðastliðnu ári. Í evrulöndum er hann talinn hafa verið 2,2%, í Bretlandi 1,9% og í Japan 0,7%. Á þessu fjögurra ára tímabili hefur eðli hagvaxt- arins hér á landi breyst. Fyrri hluta tímabilsins var hann knúinn áfram af mikilli fjárfestingu en hún dróst saman á árinu 1999. Mikill vöxtur var hins vegar í einkaneyslu. Helstu hvatar hennar hafa verið rífleg kaupmáttaraukning, aukin atvinna, skattalækk- anir og mikill vöxtur útlána. Enn er spáð öflugum hagvexti á þessu ári hér á landi eða 3,9%. Sama gildir um Bandaríkin. Í evrulöndum er gert ráð fyrir að hagvöxtur aukist í rúmlega 3%. Vinnumarkaður og afkoma atvinnuveganna Önnur skýr merki um ofþenslu komu fram á vinnu- markaði. Atvinnuleysi var 1,9% að meðaltali á síð- asta ári, og hefur það ekki verið minna síðan 1991. Spáð er að það fari niður í 1,7% á þessu ári. Hins vegar sýna atvinnukannanir ólíkar aðstæður á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni. Áberandi skortur var á fólki til ýmissa starfa á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er tilhneiging til fækkunar starfs- fólks. Aðstreymi erlends starfsliðs dró úr vinnu- aflsskorti, en útgefin atvinnuleyfi urðu tæplega þrjú þúsund á árinu 1999 samanborið við tæplega tólf hundruð árið 1996. Þá sneru íslenskir ríkisborgarar heim í ríkum mæli. Aðfluttir umfram brottflutta á vinnualdri voru 773, og var þetta annað árið í röð sem sá munur er jákvæður, en undangenginn áratug voru brottfluttir að jafnaði fleiri. Þessar staðreyndir ásamt miklum samningsbundnum launahækkunum ollu því að launaskrið varð minna en ella hefði mátt búast við. Raungengi krónunnar hækkaði nokkuð, enda hækkaði innlent verðlag og launakostnaður allmiklu Viðskiptajöfnuður sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1989-1999 1989 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 0 1 2 3 -1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 % Mynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.