Peningamál - 01.05.2000, Page 19

Peningamál - 01.05.2000, Page 19
18 PENINGAMÁL 2000/2 sem af er þessu ári nemur veltan 219 ma.kr. en á sama tíma í fyrra nam hún 160 ma.kr. Í mars var veltan 73 ma.kr. og er það mesta velta í einum mán- uði frá því að markaðurinn tók til starfa. Í flestum tilvikum eru viðskipti til eins dags eða einnar viku. Hlutfall viðskipta til eins dags af heildarviðskiptum á þessu ári er 88% og hlutfall viðskipta til einnar viku er 9%. Hlutfall viðskipta til lengri tíma en einn- ar viku er einungis 3%. Hinn 1. febrúar hófu mark- aðsaðilar að setja fram tilboð í 9 og 12 mánaða inn- og útlán en fram að því var þeim aðeins skylt að setja fram tilboð í lán til eins dags, viku, eins, þriggja og sex mánaða. Áhugi markaðsaðila á að gera viðskipti til lengri tíma hefur ekki verið mikill og er ástæðan að hluta til breitt bil sem verið hefur á milli inn- og útlánsvaxta. Sú breyting var gerð á regl- um um viðskipti á millibankamarkaði í krónum 21. mars að tiltekið er hvert hámarksvaxtabil megi vera á milli inn- og útlána í tilboðum til eins mánaðar eða lengri tíma, í því skyni að reyna að örva viðskipti til lengri tíma en einnar viku. Hámarksbil er 0,25 prósentustig. Nokkrar ástæður má nefna fyrir aukinni veltu á millibankamarkaði með krónur. Samspil er á milli millibankamarkaða með krónur og með gjaldeyri og leiða aukin viðskipti á gjaldeyrismarkaði til aukinnar veltu á krónumarkaði. Ennfremur hafa nýjar lausa- fjárreglur greitt fyrir viðskiptum á markaðnum. Viðskipti með bankavíxla á VÞÍ fyrstu fjóra mánuði ársins námu um 11 ma.kr. en á sama tíma 1999 var veltan 6,5 ma.kr. Ástæðu aukinna viðskipta með bankavíxla má meðal annars rekja til nýrra reglna um lausafjárhlutfall, sem tóku gildi um síð- ustu áramót, en bankavíxlar teljast nú til lauss fjár við útreikning lausafjárhlutfalls. Viðskipti með ríkisvíxla á VÞÍ hafa dregist saman, voru fyrir um 4,9 ma.kr. fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 6,5 ma.kr. á sama tíma 1999. Fyrstu fjóra mánuði ársins var þó selt tveimur ma.kr. meira af ríkisvíxlum í frumsölu en á sama tíma 1999. Útgáfa nýrra víxla hefur verið um 12 ma.kr. á árinu. Verulega hefur dregið úr útgáfu undanfarin ár sem má meðal annars rekja til góðrar stöðu ríkissjóðs. Einnig er þess að gæta að yfirleitt er óljóst hvert framboð víxla er í raun á uppboðum og hefur því smám saman dregið úr áhuga markaðsaðila á þátttöku í uppboðunum. Við gildistöku nýrra reglna um lausafjárhlutfall um áramót lækkuðu vextir lána á millibankamarkaði með krónur, en á síðastliðnu ári höfðu þeir hækkað verulega umfram aðra vexti á peningamarkaði. Á árinu hefur komist nokkurt jafnvægi á vaxtastig á krónumarkaði, miðað við aðra vexti á peningamark- aði, og hafa vextir fylgt vaxtabreytingum Seðlabank- ans. Töluverðar sveiflur eru þó alltaf á vöxtum til eins dags á krónumarkaði. Í lok janúar og fyrri hluta febrúar voru eins dags vextir hærri en daglánavextir Seðlabankans vegna tímabundinna lausafjárþreng- inga á markaðnum sem stöfuðu m.a. af miklu inn- streymi fjármagns til ríkissjóðs. Lítið hefur dregið úr endurhverfum viðskiptum Seðlabankans Staða endurhverfra viðskipta er jafnan hæst um ára- mót. Ástæður þess má rekja til árstíðasveiflu í lausa- 1998 1999 Mynd 5 2000 Velta og vaxtamunur á millibankamarkaði með krónur J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Ma.kr. 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 Prósentustig Velta viðskipta til: eins dags viku annarra tímalengda Vaxtamunur (hægri ás): O/N 3 M 6 M 1999 2000 Ávöxtun á peningamarkaði 5. janúar 1999 - 25. apríl 2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 13,0 % 3 mán. bankavíxlar Stýrivextir Seðlabankans 3 mán. ríkisvíxlar 3 mán. REIBOR 6 mán. REIBOR Mynd 6

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.