Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 19
18 PENINGAMÁL 2000/2 sem af er þessu ári nemur veltan 219 ma.kr. en á sama tíma í fyrra nam hún 160 ma.kr. Í mars var veltan 73 ma.kr. og er það mesta velta í einum mán- uði frá því að markaðurinn tók til starfa. Í flestum tilvikum eru viðskipti til eins dags eða einnar viku. Hlutfall viðskipta til eins dags af heildarviðskiptum á þessu ári er 88% og hlutfall viðskipta til einnar viku er 9%. Hlutfall viðskipta til lengri tíma en einn- ar viku er einungis 3%. Hinn 1. febrúar hófu mark- aðsaðilar að setja fram tilboð í 9 og 12 mánaða inn- og útlán en fram að því var þeim aðeins skylt að setja fram tilboð í lán til eins dags, viku, eins, þriggja og sex mánaða. Áhugi markaðsaðila á að gera viðskipti til lengri tíma hefur ekki verið mikill og er ástæðan að hluta til breitt bil sem verið hefur á milli inn- og útlánsvaxta. Sú breyting var gerð á regl- um um viðskipti á millibankamarkaði í krónum 21. mars að tiltekið er hvert hámarksvaxtabil megi vera á milli inn- og útlána í tilboðum til eins mánaðar eða lengri tíma, í því skyni að reyna að örva viðskipti til lengri tíma en einnar viku. Hámarksbil er 0,25 prósentustig. Nokkrar ástæður má nefna fyrir aukinni veltu á millibankamarkaði með krónur. Samspil er á milli millibankamarkaða með krónur og með gjaldeyri og leiða aukin viðskipti á gjaldeyrismarkaði til aukinnar veltu á krónumarkaði. Ennfremur hafa nýjar lausa- fjárreglur greitt fyrir viðskiptum á markaðnum. Viðskipti með bankavíxla á VÞÍ fyrstu fjóra mánuði ársins námu um 11 ma.kr. en á sama tíma 1999 var veltan 6,5 ma.kr. Ástæðu aukinna viðskipta með bankavíxla má meðal annars rekja til nýrra reglna um lausafjárhlutfall, sem tóku gildi um síð- ustu áramót, en bankavíxlar teljast nú til lauss fjár við útreikning lausafjárhlutfalls. Viðskipti með ríkisvíxla á VÞÍ hafa dregist saman, voru fyrir um 4,9 ma.kr. fyrstu fjóra mánuði þessa árs en 6,5 ma.kr. á sama tíma 1999. Fyrstu fjóra mánuði ársins var þó selt tveimur ma.kr. meira af ríkisvíxlum í frumsölu en á sama tíma 1999. Útgáfa nýrra víxla hefur verið um 12 ma.kr. á árinu. Verulega hefur dregið úr útgáfu undanfarin ár sem má meðal annars rekja til góðrar stöðu ríkissjóðs. Einnig er þess að gæta að yfirleitt er óljóst hvert framboð víxla er í raun á uppboðum og hefur því smám saman dregið úr áhuga markaðsaðila á þátttöku í uppboðunum. Við gildistöku nýrra reglna um lausafjárhlutfall um áramót lækkuðu vextir lána á millibankamarkaði með krónur, en á síðastliðnu ári höfðu þeir hækkað verulega umfram aðra vexti á peningamarkaði. Á árinu hefur komist nokkurt jafnvægi á vaxtastig á krónumarkaði, miðað við aðra vexti á peningamark- aði, og hafa vextir fylgt vaxtabreytingum Seðlabank- ans. Töluverðar sveiflur eru þó alltaf á vöxtum til eins dags á krónumarkaði. Í lok janúar og fyrri hluta febrúar voru eins dags vextir hærri en daglánavextir Seðlabankans vegna tímabundinna lausafjárþreng- inga á markaðnum sem stöfuðu m.a. af miklu inn- streymi fjármagns til ríkissjóðs. Lítið hefur dregið úr endurhverfum viðskiptum Seðlabankans Staða endurhverfra viðskipta er jafnan hæst um ára- mót. Ástæður þess má rekja til árstíðasveiflu í lausa- 1998 1999 Mynd 5 2000 Velta og vaxtamunur á millibankamarkaði með krónur J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M 0 10 20 30 40 50 60 70 80 Ma.kr. 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 Prósentustig Velta viðskipta til: eins dags viku annarra tímalengda Vaxtamunur (hægri ás): O/N 3 M 6 M 1999 2000 Ávöxtun á peningamarkaði 5. janúar 1999 - 25. apríl 2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 13,0 % 3 mán. bankavíxlar Stýrivextir Seðlabankans 3 mán. ríkisvíxlar 3 mán. REIBOR 6 mán. REIBOR Mynd 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.