Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 4

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 4
PENINGAMÁL 2000/2 3 Verð húsnæðis og bensíns hækkar áfram Verðlagsþróun síðastliðinna þriggja mánaða hefur verið með líku sniði og undanfarið ár. Á tímabilinu frá janúar til apríl hækkaði vísitala neysluverðs um 1,1% sem samsvarar 4,4% verðbólgu á heilu ári. Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs komst í 6% og hefur vísitalan ekki hækkað meira á tólf mánuðum frá því í apríl árið 1992. Líkt og undanfarið ár stafaði hækkun vísitölunnar að miklu leyti af verðhækkun húsnæðis. Án húsnæðisliðar hækkaði vísitalan um 4,5%. U.þ.b. helming hækkunar vísitölunnar á tíma- bilinu janúar til apríl mátti rekja til hækkunar hús- næðisliðar, fjórðung til verðhækkunar þjónustu einkaaðila og fimmtung til verðhækkunar bensíns. Innlendar vörur aðrar en matvörur, innfluttar mat- og drykkjarvörur og bifreiðakostnaður hafa hins vegar lækkað í verði. Ætla má að árstíðarbundinnar sveiflu gæti ekki að marki í þessum verðbólgutölum. Árstíð- arbundin verðlækkun fatnaðar ætti að vera gengin til baka þótt verð fatnaðar sé enn heldur lægra en í desember. Verð á fötum og skóm í apríl var hærra en í janúar og kann það sem vantar á að desemberverð- lagi sé náð að skýrast af gengisþróun. Nokkur umskipti virðast hafa orðið í verðþróun innfluttrar mat- og drykkjarvöru. Á tímabilinu frá janúar til apríl lækkaði verð innfluttra matvæla um 3,8%. Hækkun þessa liðar yfir 12 mánuði er nú minni en hún hefur verið í 8 mánuði eða 4%. Taka ber slíkum skamm- tímabreytingum með nokkurri varúð en hugsanlegt er að viss umskipti séu hér á ferðinni og verður athygl- isvert að fylgjast með framhaldinu næstu mánuði. Verð búvöru og annarrar innlendrar mat- og drykkj- arvöru hækkaði hins vegar um 1,5% og 1,3% á tíma- bilinu eða meira en almennt verðlag. Í janúar sl. spáði Seðlabankinn að vísitala neyslu- verðs myndi hækka um 0,9% á milli fjórða ársfjórð- ungs 1999 og fyrsta ársfjórðungs 2000. Í reynd hækkaði vísitalan um 1,1%. Þetta er lítið frávik, minna en í síðustu spám bankans og langt innan skekkjumarka. Hins vegar er þetta í fjórða skiptið í röð þar sem Seðlabankinn vanspáir verðbólgu kom- andi ársfjórðungs, en áður hafði bankinn ofspáð Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Kjarasamningar samrýmast lækkun verðbólgu en óhóflegur viðskiptahalli er til lengdar ógnun við gengisstöðugleika Verðbólga hefur undanfarna mánuði verið meiri en um langt skeið og mun meiri en ásættanlegt er til lengdar. Verðbólgan á rætur að rekja til almennrar eftirspurnarþenslu í íslenskum þjóðarbúskap og spennu á fasteignamarkaði, en hækkun bensínverðs á alþjóðamarkaði á einnig veigamikinn hlut að máli. Nýgerðir kjarasamningar fela í sér mun meiri hækkun launa en í viðskiptalöndum og munu að óbreyttu gengi leiða til frekari hækkunar á raungengi krónunnar. Þeir geta hins vegar samrýmst lækkun verðbólgu frá því sem nú er haldist gengi krónunnar hátt og verði stjórn efnahagsmála aðhaldssöm. Seðlabankinn spáir nú 5% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs en 4% á því næsta að því gefnu að gengi krónunnar haldist óbreytt.2 Viðskiptahalli sem á sér vart hliðstæðu meðal þróaðra ríkja og horf- ur eru á að verði að óbreyttum forsendum viðvarandi á næstu árum er hins vegar veruleg ógnun við efnahagsstöðugleika. Því er þörf á að grípa til frekari aðgerða. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. apríl 2000. 2. Athygli er vakin á því að ný verðbólguspá Seðlabankans er nú í fyrsta skipti birt í Peningamálum. Fjallað er um verðbólguspána á bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.