Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 27

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 27
aðnum getur einnig haft þann tilgang að styrkja gjaldeyrisforðann. Slíkar aðgerðir þurfa alls ekki að fela í sér breytta stefnu í gengismálum, en þá er hins vegar eðlilegt að Seðlabankinn skýri markaðsaðilum frá slíkum aðgerðum og tilgangi þeirra. Því er ekki að leyna að Seðlabankinn hefur áhuga á því að styrkja gjaldeyrisforða sinn þegar tækifæri gefst. Lífeyrissjóðir Eignir lífeyrissjóða jukust hratt á síðasta ári. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum nam hrein eign þeirra um síðustu áramót rúmum 515 milljörðum króna og hafði vaxið um 108 milljarða króna á árinu eða 26,5%. Hrein eign lífeyrissjóða í árslok 1999 nam sem svaraði 81% af vergri landsframleiðslu ársins. Samsetning eigna lífeyrissjóðanna hélt áfram að breytast, og jukust erlendar eignir þeirra mikið. Eign lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum nam í árslok 96 milljörðum króna, tæplega 19% af hreinni eign þeirra. Ljóst er að lífeyrissjóðir færa æ stærri hlut eigna sinna yfir á erlenda markaði, en eru þó vel undir því hámarki sem lög setja þeim. Innlend markaðsskuldabréf og hlutdeildarskír- teini í eigu lífeyrissjóða jukust nánast jafn mikið á síðasta ári og árið áður. Eign þeirra á skuldabréfum ríkissjóðs dróst enn saman, en húsbréfaeign jókst um rúma 8 milljarða króna, og er þetta öfugt við það sem var á fyrra ári. Í lok ársins nam eign lífeyrissjóða í innlendum og erlendum hlutabréfum 85 milljörðum króna og hafði vaxið um 36 milljarða á árinu. Tæpur helmingur hlutabréfanna er erlendur. Í hlutabréfa- sjóðum áttu lífeyrissjóðirnir 47 milljarða króna, 29 milljörðum króna meira en árið áður. Það er nánast allt í erlendum sjóðum. Ég læt þessar tölur duga um starfsemi lífeyrissjóðanna, en þær sýna mikið og vaxandi afl þeirra sem fjármálastofnana. Fjármálastöðugleiki Eins og greint var frá á síðasta ársfundi hefur Seðla- bankinn lagt vaxandi áherslu á að fylgjast með stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Unnið var áfram að rannsóknum til undirbúnings þeirri úttekt á stöðugleika fjármálakerfisins sem birtist í Peninga- málum, ársfjórðungsriti Seðlabankans, í febrúar sl. Seðlabankar hafa í vaxandi mæli tekið að fylgjast sérstaklega með þáttum sem gætu grafið undan trúverðugleika fjármálakerfisins. Skyndilegar fjár- málakreppur, sem dunið hafa yfir víða um heim á undanförnum árum, hafa beint sjónum manna í auknum mæli að þessum verkefnum. Athygli seðla- bankanna beinist að styrk og skilvirkni fjármálakerf- isins, þjóðhagslegu umhverfi og hættum sem þar kynnu að leynast, svo og öryggi greiðslukerfa og ýmsu sem þeim tengist. Frumúttekt Seðlabankans á fjármálakerfinu leiðir bæði í ljós styrkleika og veik- leika. Hið jákvæða er mikill hagvöxtur og góð af- koma atvinnuveganna almennt, þótt hækkað raun- gengi þrengi að sumum greinum. Staða íslenskra fjármálastofnana virðist traust, og vanskil á lánum hafa minnkað. Eignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu, og ekki eru líkur á skyndilegri almennri lækkun þess í ár. Auk þess eru veðsetningarmörk yfirleitt lægri en gerist í ýmsum nágrannalöndum. Hlutur erlendra skammtímalána hjá íslenskum bönk- um hefur minnkað. Seðlabankinn á samningsbundinn og fyrirvaralausan aðgang að erlendu lánsfé ef þörf krefur. Öll þessi atriði hafa m.a. leitt til þess að þrjú erlend matsfyrirtæki hafa gefið íslenska ríkinu góða lánshæfiseinkunn sem aðrir íslenskir lántakar njóta góðs af á erlendum mörkuðum. Meginveikleiki íslensks fjármálakerfis nú felst í miklum viðskiptahalla, peninga- og útlánaþenslu, lágu eiginfjárhlutfalli margra lánastofnana og að nokkru í viðkvæmri erlendri skammtímastöðu sem hefur þó batnað. Veikleikinn snertir almenna hag- stjórn eins og ég hef áður gert að umtalsefni, en felst einnig í stjórn einstakra stofnana, t.d. að því er varðar þróun útlána, lækkandi eiginfjárhlutfall og ofnotkun erlendra skammtímalána. Nauðsynlegt er að hver stofnun hugi að þessum málum í sínum ranni. Enda þótt tiltekinn veikleiki sé fyrir hendi í fjármálakerfi okkar er heildarniðurstaðan sú að hætta sé ekki yfir- vofandi, en nauðsynlegt sé að takast á við þann vanda sem bent hefur verið á. Dæmi eru um fjármálakreppur í ýmsum löndum og heimshlutum á síðastliðnum tíu árum, jafnvel í næstu grannlöndum. Við getum líka verið viss um að slíkar fjármálakreppur halda áfram að ríða yfir. 26 PENINGAMÁL 2000/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.