Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 39
38 PENINGAMÁL 2000/2 betri afkomu á árinu 1999 en 1998. Athygli vekur að þau fyrirtæki sem haslað hafa sér völl erlendis með nýjar framleiðslugreinar byggðar á tækni og þekkingu sýna öll meiri veltuaukningu og betri af- komu en þau fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á heimamarkaði eða á hefðbundinni framleiðslu. Önnur fyrirtæki Gott gengi einkenndi rekstur hugbúnaðarfyrirtækja á VÞÍ á seinasta ári. Velta þessara 5 fyrirtækja jókst um tæplega 18% milli ára, hagnaður af reglulegri starf- semi (HARS) um 69% og hreinn hagnaður um 120%. Arðsemi, mæld sem hlutfall hagnaðar af veltu, jókst einnig verulega. HARS sem hlutfall af veltu hækkaði úr 2,2% árið 1998 í 3,2% á seinasta ári og hreinn hagnaður af veltu úr 2,3% í 4,3% á seinasta ári. Efnahagur hugbúnaðarfyrirtækjanna styrktist einnig umtalsvert. Arðsemi eigin fjár hækkaði úr 16% árið 1998 í 22% á seinasta ári, sem er hæsta arðsemi einstakrar atvinnugreinar á VÞÍ á seinasta ári. Ennfremur skilaði reksturinn um fjórðungs aukn- ingu í veltufé á liðnu ári. Rekstur olíufélaganna á árinu 1999 einkenndist öðru fremur af mikilli verðhækkun aðfanga. Inn- kaupsverð á bensíni í US$ hækkaði um 125% frá árs- byrjun til ársloka 1999. Þrátt fyrir þessa miklu verð- hækkun jókst veltan hjá olíufélögunum aðeins um 15% á seinasta ári. Afkoma og arðsemi var mun betri á seinasta ári en árið áður. Framlegð jókst um 22% milli ára, var 7,3% af veltu árið 1998 en hækkaði í 7,8% á seinasta ári. Hlutfall kostnaðarverðs aðfanga af veltu hélst óbreytt milli ára eða um 70,5%. Bæði hagnaður af reglulegri starfsemi (HARS) og hreinn hagnaður jukust mjög milli ára. Arðsemi rekstrar jókst einnig mjög. HARS sem hlutfall af veltu hækkaði úr 4,1% 1998 í 5,9% og hreinn hagnaður af veltu úr 3,5% í 4,8%. Ástæðu þessa afkomubata og hærri arðsemi rekstrar er fyrst og fremst að leita í hagkvæmari rekstri þar sem hlutfallslegur sölu- og dreifingarkostnaður lækkaði milli ára og í jákvæðum fjármagnsliðum (fjármagnstekjur hærri en fjár- magnsgjöld). Fastafjármunir hafa jafnan verið hátt hlutfall af heildareignum olíufélaganna en á seinasta ári lækkuðu þeir hlutfallslega enda kemur það fram í því að hlutfallslegar afskriftir lækkuðu milli ára. Eiginfjárhlutfallið stóð í stað á milli ára en skulda- hlutfallið lækkaði, þ.e. langtímaskuldir í hlutfalli af eigin fé lækkuðu. Arðsemi eigna (rekstrarhagnað- ur/heildareignir) hækkaði úr 5% árið 1998 í 5,7% á seinasta ári og arðsemi eigin fjár hækkaði úr 8,6% í 11,5%. Ráða má af þessum tölum að olíufélögin virðast ekki hafa notað mun hærra olíu- og bensín- verð til að auka hagnað sinn. Betri afkoma og aukin arðsemi liggur í hagkvæmari rekstri og skilvirkri stýringu á eigna- og skuldaliðum. Tafla 4 Hugbúnaðarfyrirtæki 1999 1998 %-br. m.kr. m.kr. ´98/99 Velta ................................................ 13.082 11.121 17,6 Hagnaður af reglulegri starfsemi (HARS) ........................... 415 246 69,0 Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 563 255 120,3 Veltufé ............................................. 665 535 24,4 Kennitölur HARS/velta (%) .............................. 3,2 2,2 . Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 4,3 2,3 . Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 34,4 26,3 . Arðsemi eigin fjár (%) .................... 21,8 15,8 . Tafla 5 Olíufyrirtæki 1999 1998 %-br. m.kr. m.kr. ´98/99 Velta ................................................ 29.892 26.039 14,8 Hagnaður af reglulegri starfsemi (HARS) ........................... 1.774 1.079 64,4 Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 1.439 919 56,7 Veltufé ............................................. 1.992 1.642 21,3 Kennitölur HARS/velta (%) .............................. 5,9 4,1 . Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 4,8 3,5 . Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 44,7 44,5 . Arðsemi eigin fjár (%) .................... 11,5 8,6 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.