Peningamál - 01.05.2000, Page 39
38 PENINGAMÁL 2000/2
betri afkomu á árinu 1999 en 1998. Athygli vekur að
þau fyrirtæki sem haslað hafa sér völl erlendis með
nýjar framleiðslugreinar byggðar á tækni og
þekkingu sýna öll meiri veltuaukningu og betri af-
komu en þau fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á
heimamarkaði eða á hefðbundinni framleiðslu.
Önnur fyrirtæki
Gott gengi einkenndi rekstur hugbúnaðarfyrirtækja á
VÞÍ á seinasta ári. Velta þessara 5 fyrirtækja jókst um
tæplega 18% milli ára, hagnaður af reglulegri starf-
semi (HARS) um 69% og hreinn hagnaður um
120%. Arðsemi, mæld sem hlutfall hagnaðar af
veltu, jókst einnig verulega. HARS sem hlutfall af
veltu hækkaði úr 2,2% árið 1998 í 3,2% á seinasta ári
og hreinn hagnaður af veltu úr 2,3% í 4,3% á seinasta
ári. Efnahagur hugbúnaðarfyrirtækjanna styrktist
einnig umtalsvert. Arðsemi eigin fjár hækkaði úr
16% árið 1998 í 22% á seinasta ári, sem er hæsta
arðsemi einstakrar atvinnugreinar á VÞÍ á seinasta
ári. Ennfremur skilaði reksturinn um fjórðungs aukn-
ingu í veltufé á liðnu ári.
Rekstur olíufélaganna á árinu 1999 einkenndist
öðru fremur af mikilli verðhækkun aðfanga. Inn-
kaupsverð á bensíni í US$ hækkaði um 125% frá árs-
byrjun til ársloka 1999. Þrátt fyrir þessa miklu verð-
hækkun jókst veltan hjá olíufélögunum aðeins um
15% á seinasta ári. Afkoma og arðsemi var mun betri
á seinasta ári en árið áður. Framlegð jókst um 22%
milli ára, var 7,3% af veltu árið 1998 en hækkaði í
7,8% á seinasta ári. Hlutfall kostnaðarverðs aðfanga
af veltu hélst óbreytt milli ára eða um 70,5%. Bæði
hagnaður af reglulegri starfsemi (HARS) og hreinn
hagnaður jukust mjög milli ára. Arðsemi rekstrar
jókst einnig mjög. HARS sem hlutfall af veltu
hækkaði úr 4,1% 1998 í 5,9% og hreinn hagnaður af
veltu úr 3,5% í 4,8%. Ástæðu þessa afkomubata og
hærri arðsemi rekstrar er fyrst og fremst að leita í
hagkvæmari rekstri þar sem hlutfallslegur sölu- og
dreifingarkostnaður lækkaði milli ára og í jákvæðum
fjármagnsliðum (fjármagnstekjur hærri en fjár-
magnsgjöld). Fastafjármunir hafa jafnan verið hátt
hlutfall af heildareignum olíufélaganna en á seinasta
ári lækkuðu þeir hlutfallslega enda kemur það fram í
því að hlutfallslegar afskriftir lækkuðu milli ára.
Eiginfjárhlutfallið stóð í stað á milli ára en skulda-
hlutfallið lækkaði, þ.e. langtímaskuldir í hlutfalli af
eigin fé lækkuðu. Arðsemi eigna (rekstrarhagnað-
ur/heildareignir) hækkaði úr 5% árið 1998 í 5,7% á
seinasta ári og arðsemi eigin fjár hækkaði úr 8,6% í
11,5%. Ráða má af þessum tölum að olíufélögin
virðast ekki hafa notað mun hærra olíu- og bensín-
verð til að auka hagnað sinn. Betri afkoma og aukin
arðsemi liggur í hagkvæmari rekstri og skilvirkri
stýringu á eigna- og skuldaliðum.
Tafla 4 Hugbúnaðarfyrirtæki
1999 1998 %-br.
m.kr. m.kr. ´98/99
Velta ................................................ 13.082 11.121 17,6
Hagnaður af reglulegri
starfsemi (HARS) ........................... 415 246 69,0
Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 563 255 120,3
Veltufé ............................................. 665 535 24,4
Kennitölur
HARS/velta (%) .............................. 3,2 2,2 .
Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 4,3 2,3 .
Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 34,4 26,3 .
Arðsemi eigin fjár (%) .................... 21,8 15,8 .
Tafla 5 Olíufyrirtæki
1999 1998 %-br.
m.kr. m.kr. ´98/99
Velta ................................................ 29.892 26.039 14,8
Hagnaður af reglulegri
starfsemi (HARS) ........................... 1.774 1.079 64,4
Hreinn hagnaður eftir skatta ........... 1.439 919 56,7
Veltufé ............................................. 1.992 1.642 21,3
Kennitölur
HARS/velta (%) .............................. 5,9 4,1 .
Hreinn hagnaður/velta (%) ............. 4,8 3,5 .
Eiginfjárhlutfall (%) ........................ 44,7 44,5 .
Arðsemi eigin fjár (%) .................... 11,5 8,6 .