Peningamál - 01.05.2000, Síða 16

Peningamál - 01.05.2000, Síða 16
PENINGAMÁL 2000/2 15 í þjóðarbúskapnum. Því beinist athyglin að hefðbundnum úrræðum svo sem hækkun skatta eða samdrætti útgjalda. Síðari kosturinn er að því leyti álitlegri að gera má ráð fyrir að upphafleg áhrif séu meiri. Skattahækkun lækkar ráðstöfunartekjur einstaklinga, sem bregðast við tekju- tapinu með því að draga úr neyslu og sparnaði. Að því til- skildu að meiri skatttekjur auki ekki opinber útgjöld, eykst sparnaður ríkisins meira en nemur samdrætti í sparnaði skattgreiðenda. Þótt skattahækkun geti verið nokkuð áhrifarík leið til að draga úr eftirspurn dregur úr virkni hennar ef einkaaðilar bregðast við með því að draga mjög úr sparnaði eða taka jafnvel lán til að dreifa áhrifunum á lengri tíma. Meiri hætta er á slíku ef skatta- hækkanir eru álitnar tímabundnar, en á því eru meiri líkur en ella telji skattgreiðendur ástand opinberra fjármála traust.10 Áhrif þess að draga úr ríkisútgjöldum á heildar- sparnað eru að því leyti meiri en áhrif samsvarandi skattahækkunar að ekki verður upphafssamdráttur í sparnaði einkageirans. Bein áhrif minni útgjalda eru því ótvíræð, en að auki hefur samdráttur útgjalda almenn margföldunaráhrif er draga úr tekjum einkageirans, sem bregst við með því að minnka neyslu og sparnað. Hin óbeinu áhrif samdráttar í útgjöldum verða, með sömu rökum og áhrif skattabreytinga, minni sé samdrátturinn álitinn tímabundinn. Vegna þess að skattahækkun og niðurskurður útgjalda bæta stöðu ríkissjóðs kunna slíkar aðgerðir að leiða til lægri vaxta og stuðla að hækkun eignaverðs sem dregur nokkuð úr aðhaldsáhrifum þeirra til langframa. Eigi að síður virðist ljóst að þegar öllu er á botninn hvolft sé leitun að betri úrræðum til að auka þjóðhagslegan sparnað en venjubundnum aðhaldsaðgerð- um. Samdráttur útgjalda er í því sambandi yfirleitt áhrifa- ríkari en skattahækkun. Óbeinar aðgerðir til að hafa áhrif á sparnaðarhneigð hafa tilhneigingu til að hnika sparnaði á milli forma og neyslu milli tímabila fremur en auka heildarsparnað. Við núverandi ástand efnahagsmála er brýnt að grípa til reyndra aðgerða sem hafa tiltölulega örugg og skjótvirk áhrif á eftirspurn. Tilraunir til að hafa áhrif á sparnaðarhneigð með öðrum hætti eru góðra gjalda verðar, en ekki líklegar til að hafa nægilega mikil og skjót áhrif til þess að draga úr því ójafnvægi sem nú blasir við í þjóðarbúskapnum. 10. Skyld mótbára og róttækustu rökin gegn virkni skattahækkana er að skattgreiðendur taki með í reikninginn að skattgreiðslur framtíðar- innar verði hvorki meiri né minni en ríkisútgjöld gefi tilefni til. Því séu allar skattabreytingar tilflutningur í tíma nema útgjaldabreyting- ar gefi tilefni til þeirra. Skattahækkun nú ein og sér væri samkvæmt þessu ávísun á lækkun seinna. Skattgreiðendur myndu því bregðast við henni með lántökum eða með því að ganga á sparnað.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.