Peningamál - 01.05.2000, Side 13

Peningamál - 01.05.2000, Side 13
hagsörðugleikum sem meðal annars birtist í miklum halla á viðskiptajöfnuði. Þróunarríki í örum vexti og með mjög hátt hlutfall fjármunamyndunar hafa stundum búið við jafnmikinn eða meiri viðskipta- halla en Ísland nú án þess að kæmi til alvarlegrar gjaldeyriskreppu. Möguleikar þróaðs velferðarríkis á borð við Ísland til að vaxa út úr slíkum vanda eru hins vegar mun takmarkaðri. Það sem greinir hagþróun á Íslandi frá hagþróun á Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum árum er einkum að mikil hallamyndun hefur átt sér stað við mun minni hækkun raungengis. Einnig jókst verðbólga verulega hérlendis á síðasta ári en verðbólga á Nýja-Sjálandi hélst lág, enda hækkun gengis þar mun meiri.8 Því má draga þá ályktun að ástand efnahagsmála sé að því leyti lakara á Íslandi að verðlagsþróunin gefur ekki færi á neinni slökun á peningalegu aðhaldi í náinni framtíð. Rétt er að gera nokkurn fyrirvara við framreikn- ing af því tagi sem Þjóðhagsstofnun hefur nýlega birt og varast ber að líta á slíkan framreikning sem eigin- lega spá, enda ógerlegt að sjá fyrir um þróun margra mikilvægra efnahagsstærða svo langt fram í tímann. Fremur ber að líta á framreikning af þessu tagi sem nokkurs konar tæki til þess að afhjúpa veikleika í stöðu efnahagsmála. Miðað við forsendur Þjóðhags- stofnunar myndi viðvarandi halli á viðskiptajöfnuði leiða til þess að erlendar skuldir þjóðarbúsins yrðu komnar í 85% af landsframleiðslu árið 2004, en í árslok 1999 námu þær 64½% af landsframleiðslu. Hrein erlend staða þjóðarbúsins mun þó versna held- ur minna þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi fjár- festingu í erlendum verðbréfum. Hverfandi líkur eru á að þessi þróun gangi í reynd eftir með þessum hætti. Þótt haglíkön sem notuð eru við framreikninga af þessu tagi geti í besta falli gefið þokkalega vísbendingu um hagvöxt til skamms tíma, margfaldast óvissan við hvert ár sem horft er lengra fram í tímann. Eitt af því sem erfitt er að sjá fyrir er samband einkaneyslu og skuldasöfnunar heimilanna. Sem fyrr segir hafa heimilin aukið skuldir sínar jafnt og þétt um u.þ.b. 20 ára skeið, en munu augljóslega ekki gera það um alla framtíð. Undanfarinn áratug hafa heimilin getað vikist undan greiðslubyrði með því að lengja verulega lánstímann, auk þess sem vextir lækkuðu. Ekki er líklegt að þau muni eiga jafn- auðvelt með að lengja lán enn frekar. Heimilin munu því ekki eiga annarra kosta völ, komi umtalsvert bak- slag í þjóðarbúskapinn, en að draga úr neyslu eða selja eignir, með þeirri áhættu sem því fylgir fyrir fjármálakerfið. Núverandi staða er því augljóslega afar viðkvæm. Þótt einkaneysla geti haldið áfram að vaxa enn um sinn með áframhaldandi skuldasöfnun og ógerlegt sé að fullyrða hve lengi, er vaxandi hætta á að umskiptin geti orðið mjög skyndileg þegar til þeirra kemur. Til þess að komist verði hjá því að einkaneysla dragist saman vegna aukinnar greiðslu- byrði þarf kaupmáttur ráðstöfunartekna að halda áfram að vaxa. Bregðist það og eignir heimilanna lækki samtímis verulega í verði gæti snarpur sam- dráttur einkaneyslu fylgt í kjölfarið. Hvað sem líður samhengi innlendrar skuldasöfn- unar og einkaneyslu er næsta ljóst að erlend skulda- söfnun þjóðarbúsins stenst ekki til lengdar. Það er að vísu jafn torvelt að spá fyrir um umskipti á þessu sviði og hinu fyrrnefnda. Tæknilega séð getur þjóðarbúið haldið áfram að safna skuldum svo lengi sem lánstraust erlendra lánastofnana er fyrir hendi. Hins vegar er hætt við að töluverðu áður er lánstraust erlendra lánardrottna þverr muni traust markaðsaðila á stöðugleika krónunnar hverfa. Miðað við þær for- sendur sem gefnar eru í framreikningi Þjóðhagsstofn- unar er ljóst að ekki mun draga úr skuldasöfnuninni sjálfkrafa. Verði ekkert að gert er því líklegt að smám saman muni draga úr trausti markaðsaðila á stöðug- leika gengis krónunnar. Vert er að velta fyrir sér mögulegum aðlögunarferlum, því að ljóst er að dæmi Þjóðhagsstofnunar fær vart staðist: 12 PENINGAMÁL 2000/2 8. Á Nýja-Sjálandi miðast stjórn peningamála við verðbólgumarkmið og sjálfstæði nýsjálenska seðlabankans er mjög mikið. Viðskiptahalli og hreinar skuldir þjóðarbúsins 1980-2000 Mynd 6 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 2000 0 2 4 -2 -4 -6 -8 % 20 30 40 50 60 70 80 % Spá Viðskiptajöfnuður, % af VLF (vinstri ás) Hreinar erlendar skuldir, % af VLF (hægri ás)

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.