Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 33

Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 33
32 PENINGAMÁL 2000/2 festingarkosta. Sparifjáreigendur eru í vaxandi mæli að breytast í fjárfesta. … duga ekki til fjármögnunar … Innlánin ein sér duga ekki til fjármögnunar lánastofn- ana. Frá lokum árs 1996 til loka árs 1999 lækkaði hlutfall innlána af útlánum viðskiptabanka og spari- sjóða úr 80% í um 65%. Önnur fjármögnun hefur þurft að fylla það skarð sem hefur skapast. … og því er meira sótt á markað Í stað innlána hafa á undanförnum árum í vaxandi mæli komið erlendar lántökur og verðbréfaútgáfa á innlendum og erlendum mörkuðum. Sérstaklega var sótt fé á erlenda markaði á liðnu ári eins og árið áður. Erlendar lántökur viðskiptabanka og sparisjóða hækkuðu um 51% á síðasta ári en hækkunin hjá fjár- festingarbönkunum var 38%. Hlutfall erlendra lána af útlánum og markaðsskuldabréfum í lok ársins var 35% hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum en hlutfall fjárfestingarbankanna var 70%. Sú mikla aukning sem hefur verið í erlendum endurlánum íslenskra lánastofnana skýrist að miklu leyti af lægri vöxtum erlendra lána en innlendra. Til samanburðar má nefna að ávöxtunarmunur á inn- lendum og erlendum millibankamarkaði var 3,45 prósentustig í upphafi ársins 1999 en 5,90 í lok þess.4 Við bætist styrking íslensku krónunnar gagnvart gjaldeyriskörfunni sem nam 2,76% á síðasta ári. Afleiðingin er að fyrirtæki, sveitarfélög og einstakl- ingar hafa aukið lántökur sínar í erlendri mynt. Áhyggjuefni er að í hóp lántakenda hefur bæst fjöld- inn allur sem áður fyrr fjármagnaði sig eingöngu í íslenskum krónum og hefur ekki tekjur í erlendri mynt. Þessir aðilar taka því gengisáhættu samhliða ávinningi af lækkun vaxtaútgjalda. Lánastofnanirnar sjálfar eru bundnar takmarkandi reglum um eigin gengisáhættu sem Seðlabankinn setur en geta orðið fyrir útlánatöpum ef viðskiptamenn þeirra geta síðar meir ekki staðið í skilum. Skuldbindingar utan efnahags hafa aukist Auk ábyrgða og annarra hefðbundinna skuldbindinga utan efnahags hafa á síðustu árum bæst við skuld- bindingar vegna afleiðuviðskipta með gjaldeyri og vexti. Í ársskýrslum banka og sparisjóða má sjá um- fangið í eignum og skuldum vegna slíkra samninga og jafnframt reiknað útlánaígildi þeirra. Útlána- ígildið er áhættumæling sem gefur vísbendingu um umsvifin en ræðst ekki síður af því hversu langir samningarnir eru. Þeim mun lengri sem samningarnir eru, þeim mun meiri áhætta og hærra útlánaígildi. Útlánaígildi vaxta- og gjaldeyrissamninga vegið með mótaðilaáhættu hækkar milli ára úr 1.804 m.kr. í 3.265 m.kr. í lok liðins árs. Þetta er 81% aukning. Eigið fé eykst … Hækkun eigin fjár viðskiptabankanna var 4.272 m.kr., sparisjóðanna 2.305 m.kr. og fjárfestingar- bankanna 2.005 m.kr. Sem viðmiðun við eigið fé er litið til áhættugrunns, sem er deilitala eiginfjárhlut- fallsins. Áhættugrunnurinn tekur til heildareigna en jafnframt liða utan efnahags. Sá áhættugrunnur hefur hækkað verulega á síðustu árum í þeirri þenslu útlána og stöðutöku sem bankar og sparisjóðir hafa tekið þátt í. … að hluta vegna víkjandi lána … Til að mæta auknum umsvifum og afleiðingum þeirra í hækkun áhættugrunns hafa lánastofnanir nýtt sér möguleika á útgáfu víkjandi lána sem telja má til eigin fjár samkvæmt ákveðnum reglum. Á liðnu ári tóku allir viðskiptabankarnir slík lán og Kaupþing gaf út nýtt hlutafé. Fjármögnun innlánsstofnana 1995 1996 1997 1998 1999 0 20 40 60 80 100 % Innstæður Verðbréfaútgáfa Erlent lánsfé til endurlána Mynd 2 Hlutfallsskipting 4. Ávöxtunarmunur 3ja mánaða millibankavaxta á Íslandi og sambæri- legra vaxta í viðskiptalöndum veginna með gjaldeyrisvog krónunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.