Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 Fréttir DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆSTIVIKUNNI BARINN OG 6RÝTTUR GLAÐURAÐ SLEPPA LIFANDI Eiginmaður eins fórn- arlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu réðst á hann íyrir framan heimili Guðmund- ar. Að eigin sögn var Guðmundur margsinnis kýldur hnefahöggum og grýttur steinhnullungum þannig að skurðir hlut- ust í andliti, vör sprakk og postulínstennur skekktust. Þá segir hann árásarmanninn hafa skemmt bfl hans og ráðist á eftir honum inn á heimilið vopnaður grjóthnullungi. „Ég beiti ekki ofbeldi heldur verst aðeins með munninum. Ég hef horft dálítið á Holyfield og náði því vel að koma mér undan," sagði Guðmundur í viðtali við DV. V' JT FRJALSLYNDIR UTIKULDANN lokaramæður 0G BÖRN í NEYÐ ÐKaren Jónsdóttir, sem kosin var í bæjarstjórn Akraness af F-lista Frjáls- lynda flokksins og óháðra, geldc á miðvfloidag í raðir sjálfstæðismanna sem hún hefur starfað með í bæjarstjóm. Við það lentu frjálslyndir úti í kuldanum. Karen yfirgaf F-lista og gekk til liðs við sjálfstæðismenn vegna andstöðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og varabæj- arfulltrúa, við að bærinn tæki við 30 flóttamönnum. Verður Magn- ús af þessum sökum settur af sem formaður félagsmálaráðs og kjör- ið í ráðið að nýju. Magnús verður þó áfram varamaður fyrir Karen í bæjarstjórn og getur því fellt meirihlutann forfallist Karen. gjkkumnakinn 6EKKUM NAKINN Átta kærur hafa verið • . .M . lagðar fram gegn há- | Bijj skólakennaranum sem íA — ™ I sakaður hefur verið um kynferðisofbeldi gegn börnum sínum og fleira fólki. Dómari framlengdi í vik- unni gæsluvarðhaidsúrslcurð yfir honum tfl þrettánda ágúst. „Ég myndi kalla það áretoi þegar fullorðinn karlmaður gengur um nakinn fyrir framan gestkomandi börn á heimilinu, jafnvel þó ekki sé um snertingu að ræða," sagði móðir stúlku sem var í vinfengi við dóttur kennarans fyrrverandi sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Móðirin hafði samband við barnaverndarnefnd Reykjavíkur þegar þetta gerð- ist fyrir fimm árum og tilkynnti um málið. Hún sagðist í viðtali við DV vita til þess að tveir aðrir, hið minnsta, hafi haft samband við nefnd- ina á þessum tíma. Rakaþolplast, verð aðeins 7.995 kr. pr. 100m2 rúlla. Vottuð vara! Klettháls: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-16 Suðurnes: Opið virka daga kl.8-18, laugardaga 9-14 Suðurnesjum | MURBUÐIN -Afslátt eða gott verð? Kletthálsi 7 Rvk - Fuglavik 18 Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is HITTMALIÐ Úrslitaleikur UEFA-bikarsins á milli Glasgow Rang- ers og Zenit frá Pétursborg fór fram í Manchester á miðvikudag. Skotar hafa verið þekktir um víða veröld sem skemmtikraftar sem styðja sitt lið fram í rauðan dauðann. Rangers tapaði leikn- um og Skotarnir fóru úr því að vera skemmtilegir í að vera skemmdarvargar sem lögðu Manchester-borg í rúst. Dagrún ísa- bella Leifsdóttir óperusöngkona var í hringiðu brjálæðisins. BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blcidamcidur skrifar: benniifvdv.is „Ég fékk símtal frá vinkonu minni þar sem hún bað mig að lofa því að ég myndi ekki ganga ein heim í gegnum miðbæinn því það væru svo miklar óeirðir út af leiknum," segir Dagrún ísabella Leifsdóttir óperusöngkona. Hún er við nám í Manchesterborg í Bretíandi þar sem úrslitaleikur Evr- ópukeppni félagsliða fór fram á mið- vikudagskvöld. Zenit vann leikinn nokkuð óvænt 2-0 og voru Skotamir ekki par hrifnir af sínum mönnum. Rúmlega 100 þús- und Skotar gerðu Manchesterborg bláa þennan dag og fram á nótt. Þegar sólin reis á ný yfir Manchester blasti við mikill óþrifnaður og skemmdir eftir víðtækar óeirðir þeirra skosku. Brjáluðust vegna bilunar Ein helsta ástæðan fyrir óeirðun- um var að risaskjár, þar sem tugir þús- unda höfðu safnast saman til að horfa á leikinn, bilaði eftir stundarfjórð- ungsleik. „Mér sldlst að það hafi verið reynt að flytja fólkið á brott með rút- um á annan stað, en einhverjir urðu eftir og brjáluðust. Bflum var velt og það var brotist inn í búðir. Það var al- gjör geðveiki í gangi. Flöskur flugu hér hægri vinstri og það eru glerbrot úti um alla borg," segir Dagrún fsabella. „Ég reyndi að hringja á leigubfl í nokkra klukkutíma því ég þorði ekki út á aðalgötuna þar sem ég gat veif- að á bfl. Fólkið var farið að streyma frá miðbænum og framhjá þar sem skólinn minn er. Ég þorði ekkert að standa þar ein. En það svaraði aldrei á leigubflastöðinni þannig ég ákvað að hringja í vinkonur mínar og gista þar." Rússarnir hræddir Borgarstarfsmenn hafa unnið dag og nótt við að reyna að koma borginni í samt lag á ný. Ruslið er gríðarlegt og hafa starfsmenn borgarinnar sagt að það geti tekið margar vikur að taka allt almennilega til. „Það voru ekki margir Rússar sem þorðu að láta sjá sig niðri í bæ enda margir Skotar að rústa borginni. Það átti að loka börunum klukkan fimm um nóttina en það gekk ekki mjög vel. Það var brotíst inn og drukkið frítt. Það hafði verið settur upp útíbar á Piccadilly-torginu og starfsmennimir flúðu þaðan," segir Dagrún ísabella. En hvemig skyldi borgin þá líta út daginn eftir skrflslætin þar sem ekki sást í gangstéttirnar fyrir msh? „Þeg- ar ég gekk heim áðan angaði borgin af bjór og hlandi. En ég fór samt ekki á Picadilly-torgið þar sem mesti mann- fjöldinn var og mesta eyðileggingin. Én fótsporin vom khstruð af bjór og ótrúlegt að sjá þetta, glerbrot útí um allt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.