Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 11
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 16. MAf 2008 11
Sophia Hansen hefur skipt um lögmann. Sigurður Pétur Harðarson hefur höföað mál gegn Sophiu og seg-
ir hana hafa tekið 52 milljónir króna af íjölskyldu hans. Töluna kannast Sophia ekki við. Sigurður og Sophia
fóru mikinn í baráttunni „Börnin heim“ og fengu mikinn stuðning íslensku þjóðarinnar. Halim A1 biður
fyrir þeim.
VINSUT
SK3URB
„Baráttan fyrír for-
ræði yfir dætrunum,
Dagbjörtu og Rúnu,
forðum daga varmjög
kostnaðarsöm."
SAGAN
)
OGSOPHIU
„Ég er ekki lengur lögmaður
hennar Sophiu. Við urðum sátt
um það," sagði Magnús Guð-
laugsson, fyrrverandi lögmað-
ur Sophiu Hansen. Spurð um
ástæður þess að Magnús sé
ekki lengur lögfræðingur henn-
ar svaraði Sophia. „Það er betra
að hann svari því sjálfur." Ekki
náðist aftur í Magnús við vinnslu
fréttarinnar.
Þriggja vikna frestun varð á
fyrirtöku máls sem Sigurður Pét-
ur Harðarson, eitt sinn dyggasti
stuðningsmaður Sophiu um bar-
áttuna um börnin hennar, hef-
ur höfðað gegn henni. Sigurður
hefur stefnt Sophiu fyrir að hafa
sólundað 52 miiljónum króna af
peningum fjölskyldu hans. „Ég
veit ekki hvaðan þessi tala 52
milljónir kemur" sagði Sophia
og bætti við að storminn um sig
væri ekkert að lægja. Fresturinn
kemur frá nýjum lögffæðingi
Sophiu, Stefáni Karli Kristjáns-
syni, sem vildi fá tíma til að líta
yfir málsgögn. „Ég er ekki búinn
að sjá nein gögn og þarf að setja
mig inn í málið," sagði Stefán en
hann neitaði að svara af hverju
Sophia óskaði eftir nýjum lög-
fræðingi.
Kostnaðarsöm barátta
Baráttan fyrir
forræðiyfir dæt-
runum, Dag-
björtu og
Rúnu, forð-
um daga
var mjög
kostnað-
arsöm.
Sophia
hefur
viljað
halda sig til hlés vegna þess að
hún og dætur hennar lifi í skugga
ofbeldis. í raun geti hún varla
tjáð sig um málið fyrr en einhver
lausn finnist í málinu og dætur
hennar séu fijálsar. En einn dag-
inn mun Sophia koma fram og
segja sína sögu um öll ár forræð-
isdeilunnar. Því hefur hún lofað.
Halim A1 hefur hins vegar
blásið á slíkar frásagnir um að
Dagbjört og Rúna lifi í heimi of-
beldis. „Þetta eru fullorðnar kon-
ur. Eldri stúlkan á fjölskyldu hér í
Istanbúl. Sophia hefur komið og
farið og oftsinnis hitt stelpum-
ar. Ég stend ekki í vegi fyrir því,"
sagði Halim.
Hann segist þó ekki eiga góð-
ar minningar úr hinni löngu og
ströngu forræðisdeilu. „Sigurður
Pétur og Sophia reyndu beinlínis
að eyðileggja líf mitt. Það er ekki
guði þóknanlegt að gera slíkt. En
ég hef unnið mig í gegnum erfið-
leikana og bið fyrir þeim bænir."
Óskoruð samúð
þjóðarinnar
Rætur málareksturs Sigurð-
ar Péturs ná aftur til ársins 1992,
þegar Sophiu Hansen var úr-
skurðuð forsjá yfir dætrum sín-
um hér á landi. Halim hafði þá
farið með stúlkurnar til Tyrk-
lands og meinað Sophiu að
umgangast þær.
í nóvember var stofnað til
landssöfnunar til styrktar
málarekstri
Sophiu í
Tyrk-
Með bænirað
vopni Halim Al
biðurfyrirþeim
Sigurði og Sophiu.
landi. Til söfnunarinnar var efnt
undir slagorðinu Börnin heim.
Sigurður Pétur, sem þá var lands-
þekktur útvarpsmaður og sá um
þáttinn Landið og miðin á Rás 2,
gerðist sérlegur talsmaður Soph-
iu og aðstoðaði hana í barátt-
unni. Mikið fé safnaðist og virt-
ist Sophia eiga óskoraða samúð
þjóðarinnar.
Um það leyti sem söfriun-
in stóð sem
hæst
veitti
undirréttur í Istanbúl Sophiu og
Halim skilnað. Sophia fékk sam-
kvæmt þessum dómi að um-
gangast dætur sínar í júlímánuði
á hverju ári. Það stóðst ekki
Sigurður Pétur ætlar að gera
greinargerð um málið enda vill
hann að sannleikurinn komi
allur fram. Ætlar hann að gera
greinargerðina ásamt lögfræð-
ingi sínum Eiríki Gunnsteins-
syni.
Stefnandi Sigurður Pétur
hefur stefnt Sophiu Hansen.
Berst í bökkum Sophia Hansen
stendur i ströngu þessa dagana.
25. júní 1981
Frumburður Sophiu Hansen og Halims Als, Dagbjört
Vesile, fæðist.
3. október 1982
Rúna Ayisegul fæðist.
13. apríl 1984
Sophia Hansen og Halim Al ganga i hjónaband hjá
fógeta.
Apríl 1987
Halim Al verður (slenskur rfkisborgari.
Sumarið 1990
Sophia Hansen vísar Halim Al á dyr.
15. júní 1991
Halim Al kemur með dæturnartværtil Istanbúl.
15. ágúst 1991
Halim tilkynnir að dæturnar muni ekki snúa aftur til
fslands.
lO.apríl 1992
Sophiu Hansen úrskurðuð forsjá dætra sinna á fslandi.
2. nóvember 1992
Landssöfnun til styrktar málarekstri Sophiu Hansen í
Tyrklandi hleypt af stokkunum á Islandi. Börnin heim
erslagorðið.
12. nóvember 1992
Undirréttur í Istanbúl úrskurðar lögskilnað Sophiu og
Halims og veitir Halim forræði yfir dætrunum. Sophiu
er veittur umgengnisréttur Íjúíi ár hvert. Þingmaður
heittrúaðra múslima var vopnaður í dómssalnum.
4. febrúar 1993
Hæstiréttur ÍTyrklandi ómerkirdóm undirréttar um
forræði Halims vegna galla á málsmeðferð.
28. júní 1993
Undirréttur í Istanbúl rýmkar umgengnisrétt Sophiu.
7. október 1993
Héraðsdómari í Istanbúl gengur gegn hæstarétti og
staðfestir fyrri úrskurð um forræði Halims yfir
stúlkunum.
30. mars 1994
Hæstirétturómerkir enn héraðsdóminn. Dómari telur
að áður en forsjá verði ákveðin þurfi að fást úr því
skorið hver sé hjúskaparstaða og rikisfang þeirra sem
deila.
17. september 1994
Sophia brýst inn á heimili Halims með aðstoð
lásasmiðs. Þar hittir hún fyrir dóttur sína Dagbjörtu.
13. júní 1996
Undirréttur í Istanbúl ákvaröar að Sophia megi
umgangast dætur sínar frá 1. júlí til 31. ágúst ár hvert.
1. desember1996
Sophia hittir dætur sínar á lögreglustöð í Istanbúl eftir
tveggja ára aðskilnað. Dagbjört erfimmtán ára og
Rúna 14 ára.
18. mars 1997
Sophia Hansen og Halim Al sitja fyrir svörum um
forræðisdeiluna í sjónvarpsþætti ÍTyrklandi.
3. júlí 1998
Halim Al fer með Dagbjörtu og Rúnu til Divigri sem er
afskekkt fjallaþorp.
9. júlí 1998
Sophia hittir dætur sínar undir eftirliti í Divigri.
2. júní 2003
Rúna Ayisegul, tvítug, gengur í hjónaband í Istanbúl.
Eiginmaðurinn er Ahmet Erkol, 25 ára ökukennari af
efnaðri fjölskyldu.
23. september 2003
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar að
mannréttindi hafi verið brotin á Sophiu Hansen.
Tyrknesk stjórnvöld hafi ekki gripið til ráðstafana til
þess að tryggja að hún fengi að hitta dætur sínar.
Sophia fær 75 þúsund evrur í bætur. Stúlkurnar eru nú
20 og 21 árs.
2004
Frumburður Rúnu Ayisegul, drengurinn Hubaip,
fæðist.
Nóvember 2003
Sophia Hansen flyst til Tyrklands.
8. mai 2008
Mál Sigurðar Péturs Harðarsonar gegn Sophiu Hansen
verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sophia
segir að Sigurður vilji fá 52 milljónír frá sér. Hún kveðst
hafa kært Sigurð fyrir skjalafals.
15. maí 2008
Þriggja vikna frestun á máli Sigurðar gegn Sophiu þar
sem hún hafði skipt um lögmann. Hinn nýi lögmaður
vildi fá frest til að lesa sér til um málið.