Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ2008 Umræða DV HVAÐ BAR HÆST í VIKUNNI? Ekkert málfrelsi á Akranesi „Það sem var að gerast á Akranesi í vikunni er það sem ber hæst í þessari viku og sá ótrúlegi gjörningur sem þar átti sér stað, bara hreint og klárt valdarán af hálfu bæjarfulltrúa þar, sem sér ekki sóma sinn í að segja af sér. Þarna er verið að refsa mér fyrir þær sakir einar að hafa staðið upp og talað hátt og skýrt. Ég upplýsti kjósendur á Akranesi um það hvað væri í bígerð en það var ekki liðið. Þannig var reynt að sparka mér út úr bæjarstjórninni og öllu því góða fólki sem hefur unnið með mér. Þetta er svona hæst í mínum huga. Málið um Guðmund í Byrginu er bara einn allsherj- arharmleikur, auðvitað hefur maður ekki náð að komast framhjá því máli. Náttúru- hamfarirnar í Kína og Búrma eru kannski það helsta sem hefur náð til mín erlendis frá. Málið á Akranesi er samt það sem mér finnst helst standa upp úr." Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfuil- trúi á Akranesi KR-stelpur sýna föt „Ég myndi segja að það væri þeg- ar að, ég man ekki hvort það var í þess- ari eða síðustu viku þegar Olga Færseth gekk til liðs við KR. Eg tel það vera gott fyrir kvennafótboltann og KR því ég held þetta verði vendipunktur fyrir gott gengi KR-liðsins í sumar. Svo er Konukvöld KR sem við höldum í kvöld. Ég býst við hús- fylli á Hótel Sögu og það er allt búið að vera snarvitlaust í undirbúningi fyrir þetta kvöld. Við stelpurnar í liðinu munum halda tvær tískusýningar í kvöld og svo höfum við verið á fullu við að reyna að fá fólk til að mæta á skemmtunina. En fyrir utan þetta er það sigur KR á liði Keflavíkur í kvennadeildinni núna á dögunum." Hrefna Jóhannesdóttir, fyrirliði KR Bara stuð „Mér finnst hæst bera glæsilega verð- launaafhendingu Björgvins G. Sigurðs- sonar þar sem viðskiptaráðherrann sýndi gífurlega kænsku við að veita mér verðlaun. Einnig hefur verið athyglisvert að fýlgjast með dómsmáli Guðmundar í Byrginu þó að ég hafi nú ekki nennt að þræða mig í gegnum dómsmál. Ég er ekld nógu æstur í leiðindi, myndi frekar nenna að horfa á ein- hverja netta bíómynd eins og Salo eftir Pass- olini, það tekur minni tíma. Svo er athygl- isvert að það sé verið að segja upp svona mörgum bankastarfsmönnum hjá Glitni, ég er nú gamall bankastarfsmaður og tek það nærri mér að það sé verið að segja þessu fólki upp. Þetta er bara eins og í öllu öðru að tæknin hefur verið mikið að leysa þessa stétt af hólmi. Það hafa verið mikil læti í kringum Jakob Frímann en ég sé ekkert eftir þessum peningum í hann, það eru margir fleiri sem sjúga spenana miklu fastar en hann. Svo er það bara góða veðrið og bara stuð." Gunnar Lárus Hjáimarsson, tónlistarmaður Frábær hátíð á Patró „Fyrir utan að hafa unnið verðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni fyrir bestu heimild- armynd er það sýningaropnun á Lista- safni Reykjavíkur, ég vinn þar í sýningar- deild. Þetta er stæsta myndlistarsýning sem sett hefur verið upp á landinu og Hans Ulrich Obrist þekktasti sýningastjóri í heimi stjórnar sýningunni og það er fullt af spennandi listamönnum á sýningunni. Það hefur verið hlutverk okkar í sýningar- deildinni að setja upp verkin og finna alla ómögulega hluti í verkin. Við höfum varla getað litíð upp úr vinnu, við höfum bara verið á kafi. Svo var náttúrulega bara hátíð- in á Patreksfirði. Strákamir sem sldpulögðu þetta eiga hrós skilið fyrir góða hátíð. Ég bjóst samt ekki við verðlaununum en eftir að myndin var sýnd var fólk farið að hvísla að okkur aðvið myndum vinna. Samt var fullt af góðum myndum þarna og það skiptí engu höfuðmáli að við ynnum, við komum til að fá fi'dbakk ffá áhorfendum." Hulda Rut Guðnadóttir, kvikmyndagerðarkona Lóóum er úthlutað af byggóaráði Bláskógabyggöar. Umsóknareyóublöð fyrir byggingalóóir í Bláskógabyggó er hægt aó nálgast á skrifstofu Bláskógabyggóar, á heimasíóu Bláskógabyggðar www.blaskogabyggd.is og á WWW.laugarvatn.net. Öllum umsóknum skal skilað til skrifstofu sveitarfélagsins en hún er til húsa í Aratungu í Reykholti. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Sími skrifstofunnar er 486-8808. Einnig hefur Byggingafélag Laugarvatns til sölu einbýlishús á lóö í þessu nýja hverfi, húsiö verður tilbúió haustió 2008. Hægt er að skoóa það nánar á www.laugarvatn.net eða hafa samband í síma 891-6588. Byggingafélag Laugarvatns ehf | Lindarskógur 10, 840 Laugarvatn | Sfmi: 891-6588 | solvi@laugarvatn.net | www.laugarvatn.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.