Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 Helgarblað DV Umjón: Kolbrún P. Helgadóttir. Netfang kolbrun@dv.is HighTeaá íslandi Veitingastaðurinn Vox á Hilton Reykjavik Nordica býður nú upp á HighTea ífystasinná (slandi. Boðiðer uppá HighTeafrá klukkan 14til 18.Tvenns ■. . konar High Tea-bakkar verða í boði á Vox, klassískur High Tea-bakki og svo % . ' annar með meiri áherslu á heilsukost og færri hitaeiningar. Einnig verður serbakki i boði fyrir bornin. Að hittast a eftirmiðdögum yfir High Tea er að ryðja sér mikið til rúms aftur í Evrópu og víðar, ekki síst meðal ungs fólks. HVENÆR? Attu þaðtil að baka kökurnarof LENGIEÐA OFELDA KJÚKLINGINN? A HEIMASlÐUNNI GORENJE.IS MA FINNA NOKKRAR AÐFERÐIRTIL AÐ KOMAST AÐ ÞVl HVORTMATURINN ERTILBÚINN. ■ Kjúklingur Mikilvægt er að elda kjúkling afar vel til að koma í veg fýrir salmónellusýkingu. En hve- nær er hann tilbúinn? Kjúklingur- inn er tilbúinn ef þú getur togað legginn af og tær safi rennur úr bringunni. ■ Kartöflur Eru kartöflurnar í ofninum tilbúnar? Þú gætir auð- vitað litið á klukkuna. Ef klukku- tími er liðinn ætti kartaflan að ölllum líkindum að vera tilbúin. En þú getur líka bara potað að- eins í kartöfluna með fingrinum. Ef kartaflan gefur eftir er hún tilbúin. ■ Humar Maður borðar ekki humar á hverjum degi. Því er eðlilegt að maður spyrji sig: Hvernig veit maður hvenær hann er tilbúinn? Hér er ráð sem er mjög gagnlegt ef nýársgestirnir eru að stíga inn úr dyrunum og reynsla þín af humri er takmörk- uð. Gríptu í humarinn með töng. Togaðu í einn af smáu leggjunum eða fálmurunum. Ef leggurinn eða fálmarinn losnar auðveldlega er humarinn tilbúinn. Þú getur einnig séð það hvort humarinn er tilbúinn ef kjötið er orðið hvítt og þétt í sér. ■ Brauð Deigkennt brauð sem festist í kinnunum er almennt óskemmtileg lífsreynsla. Svona geturðu séð til þess að brauðið sé tilbúið. Danglaðu neðan í það. Ef það gefúr frá sér skýrt tómahljóð veistu að brauðið er bakað. KRYDDLEGIN PAPRIKA Þessi skemmtilegi réttur er sniðugur sem álegg í sveitaferðina en einnig má nota hann á ristað snittubrauð í veislum. Ekki sakar að hann er mein- hollur. FYRIR4-6 ■ 3 stórar paprikur ■ 4tímíangreinar ■ 2 msk. fersk basilíka ■ 2 vorlaukar, gróft saxaðir ■ 1 hvítlauksgeiri, gróft skorinn ■ 1 lárviðarlauf ■ 1 tsk. paprikuduft ■ 2 Vi msk. rauðvínsedik ■ 50 ml góð ólífuolía ■ svartur pipar ■ salt Kjarnhreinsið paprikur og skerið hverja í fjóra hluta. Raðið þeim á ofngrind, látið hýðið snúa upp og setjið undir grillið í ofninum. Þegar hýðið er farið að dökkna og brenna, takið þá paprikurnar úr ofn- inum, setjið þær í plastpoka og látið kólna alveg. Saxið tvær tímíangreinar gróft niður og setjið hinar tvær heilar í skál ásamt restinni af hráefn- unum. Þegar paprikurnar hafa kólnað, takið þær þá úr pokanum, flettið skinninu af og skerið þær niður. Setjið paprikurnar út í skálina og blandið vel saman, gott er að vera með einnota hanska og nota hendurnar til að blanda því paprikurn- ar eru svolítið viðkvæmar. Kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í lokað ílát og látið standa í að minnsta kosti 4 tíma í kæli. Berið fram sem álegg á brauð. Blandan geymist í tvo daga á köld- um stað. Uppskrift frá ömmu „Þetta er georgískur þjóðarréttur. Ég fékk hann oft hjá ömmu minni þegar ég var lítil stúlka í Georgíu," segir Tamara Laperashvili, matgæðingur vikunnar, um uppskriftina sem hún deilir með lesendum. Tamara segir réttinn ávallt hafa verið í miklu uppáhaldi hjá sér. Hún eldar réttinn nokkrum sinnum í viku við miklar vinsældir heimilisfólksins. Chanahi • 500 g feitt lambakjöt • 500gafkartöflum • 4 stk. eggaldin • 30gaflambafitu • 4 stk. af lauk • 1 glasaftómatsafa • 500 g tómatar (má líka nota tómata í dós) • 8 stk. hvítlauksgeirar • 1 stk. rauð paprika • Svartur pipar, salt og steinselja eftir smekk Aðferð • Skera lambakjöt í bita og salta • Skera og flysja kartöflur • Skera eggaldin • Salta og pipra • Skera rauða papriku • Skera steinselju og hvítlauk • Skera lauk (hringi) • Taka pott (má líka nota djúpt, eldfast mót) • Fyrst setja lambakjötið, svo kartöflur, eggaldin, lambafitu, lauk, hvítlauk, tómata, steinselju og paprikuna • Hella tómatsafanum yfir • Setja pottinn inn í ofninn (ekki hræra í réttinum) og hægsjóða við vægan hita í 40-45 mínútur • Berið réttinn á borð í mótinu SHALimAR^ INDIAN LllNCH Imm 11:30-15:00 INDIAN - PAKISTANí CUISINE AUSTURSTRÆTl 4, Tel: 551 0292 , www.shalimar.is 1ND1AN DINNEK Irom 15:00-22:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.