Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008
Helgarblað DV
Notkun Taser-rafbyssna er afar umdeild þar sem hún tíðkast.
Frá árinu 2001 má finna tæplega þrjú hundruð dauðsföll í Banda-
ríkjunum og Kanada sem tengjast notkun rafbyssna. í fjölmörg-
um fylkjum Bandaríkjanna er almennum borgurum heimilt að
eiga vopn af þessum toga og Taser-kynningar eru farnar að
ryðja sér til rúms.
Notkun Taser-rafbyssna er afar umdeild
Lögregluyfirvöld í Bandarlkjunum og Kanada hafa notað rafbyssur við löggaeslu-
störf síðan árið 2001. Síðan þá hafa tæplega þrjúhundruð manns látist þar, I
tilvikum þar sem rafbyssa hefur komið við sögu. Breska lögreglan tók vopnið í
notkun árið 2003 og fleiri lönd hafa bætt byssunni [ vopnabúr lögreglunnar.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamadur skrifar: kolbeiniw<dv.is
Krafa um að íslenskir lögreglumenn
verði vopnaðir rafbyssum hefur skot-
ið upp kollinum með reglulegu milli-
bili. í þau fáu skipti sem laganna
verðir komast í hann krappan verður
krafan háværari. Sú var raunin þeg-
ar óeinkennisklæddir starfsmenn
fikniefnalögreglunnar lentu í klón-
um á nokkrum íilefldum Litháum á
Laugaveginum og í kjölfar mótmæla-
aðgerða vörubílstjóra við Rauðavatn.
Mótmælaaðgerðirnar við Rauðavatn
þróuðust í harkaleg átök óbreyttra
borgara og lögreglunnar og spurning
hvort rafbyssur hefðu breytt þar ein-
hverju um.
T.A.S.E.R.
Vopn af þessum toga ganga gjarn-
an undir samheitinu Taser og eru
fáanleg í nokkrum útgáfúm. Nafn
vopnsins er fengið úr unglingabók
eftir Victor Appleton sem gefln var út
árið 1911. Söguhetjan er karlmönn-
um, sem komnir eru yfir miðjan ald-
ur, eflaust mörgum hverjum, að góðu
kunn. Þar er um að ræða vísinda-
manninn Tom Swift, en fjöldi bóka
var gefinn út sem Ijölluðu um ævin-
týri hans. Umrædd bók heitir Tom
Swift og rafriffill hans „Tom Swift and
his electric rifle". Þaðan er nafn nú-
tímarafbyssna komið; Thomas A.
Swift's Electric Rifle; T.A.S.E.R. Það
sem var hugarsmíð rithöfundar fyrir
hartnær einni öld er orðið að dauð-
ans alvöru í dag.
Talið er að síðan árið 2001 megi
rekja tæplega þrjú hundruð dauðsföll
Robert Dziekanski Lést i
Vancouver í Kanada eftir að hafa
fengið i síg 50.000 volta straum.
Gult Ijós sem
sýniraðstraumur
er„ekki banvænn"
Taser M26
Drægi 6,4 metrar
Styrkur 50,000 volt
Verð i Bandaríkjunum íkr 27 þús
Minniskort sem geymir
gögn um dag og tíma
notkunar til að stemma
stiguvið misnotkun
Notarátta AA rafhlöður
Þjappaðgas
skýtur tveimur
pilummeð áföstum
vir sem fer í gegnum
Öryggisrofi sem 5 sm af fatnaði
kveikiráinnbyggðun , „
leisermiði .
lamar miðtaugakerfið
með þeim afleiðingum
aðfórnarlambið
missir stjórn á
líkamanum.
Fórnarlambiðfellur
til jarðar í fóstur-
stellingu
© GRAPHIC NEWS
í Bandarfkjunum og Kanada til notk-
unarþessa vopns. f ljósi þess að notk-
un vopnsins hefur verið réttlætt með
þeim rökum að með henni sé hægt
að komast hjá því að beita banvænu
valdi verður fjöldi fórnarlamba að
teljast kaldhæðnislegur.
50.000 volta straumur
Sú útgáfa byssunnar sem lögreglu-
yfirvöld víða um lönd hafa tekið í
sína notkun er hönnuð þannig að úr
henni skjótast pílur sem festast í lík-
ama fórnarlambsins. Við hvora pílu
er áfestur vírþráður og gefa pílurnar
frá sér 50.000 volta rafstuð þegar þær
snerta húð eða klæðnað þess sem
fyrir verður. Rafstuðið veldur tíma-
bundinni lömun og sársaukinn ku
vera slíkur að mannréttindasamtökin
Amnesty Intemational leggur hann
að jöfnu við pyntingar.
Þróun vopnsins hófst árið 1969 af
Jack Cover, starfsmanni geimferða-
stofnunar Bandaríkjanna, NASA, en
það liðu rúm þrjátíu ár þar til lögregl-
an í Bandaríkjunum hóf notkun þess
og Kanadamenn fylgdu flj ótlega í kjöl-
farið. Önnur lönd hafa verið seinni að
taka við sér, en nú er svo komið að
víða um lönd er Taser-byssa orðin
hluti afvopnabúri lögreglunnar.
Notuð umfram nauðsyn
Notkun Taser-byssna af lögreglu
Bandaríkjanna og Kanada hefur sætt
mikilli gagnrýni. Þrátt fyrir að vopn-
ið sé kynnt sem öruggari valkostur
en aðrir þegar lögreglan á í höggi við
hættulega einstaklinga er deginum
Ijósara að í síauknum mæli er byss-
unni beitt þótt ekki sé um verulega
ógn að ræða, jafnvel þegar aðstæður
krefjast vart vopnabeitingar yfirhöf-
uð. Nýlegt dæmi um ónauðsynlega
notkun rafbyssu átti sér stað í desem-
ber síðastliðinn. Þá varð fjömtíu og
fimm ára Breti fómarlamb Lundúna-
lögreglunnar. Daníel Sylvester, eig-
andi öryggisfyrirtækis í Lundúnum,
var stöðvaður af lögreglunni, en var
vart stiginn út úr bifreið sinni þegar
rafbyssu var beitt. „Ég fann eitlhvað
snerta hnakka minn og síðan var ég
á hnjánum. Svo gerðist það aftur og
andlit mitt var í götunni og einhver
þrýsti því niður í götuna með fætin-
um," sagði Sylvester. Sex stuð í við-
bót ollu því að hann missti þvag þar
sem hann lá sárþjáður á götunni. Síð-
ar kom í ljós að Daníel Sylvester hafði
ekkert til saka unnið.
Dauðií Kanada
Síðla síðasta árs kom til Vancouver
í Kanada pólskur innflytjandi. Robert
Dziekanski, sem var á leið til móður
sinnar, komst aldrei lifandi út úr flug-
stöðvarbyggingunni þennan fyrsta og
eina dag sem hann dvaldi á kanadískri
jörð. Aleinn og ótalandi á tungumál
annað en sitt eigið og í fyrsta skipti á
erlendri gmndu fylltist Dziekanski
óöryggi sem olli því að hann missti
stjórn á sjálfúm sér. Fyrstu viðbrögð
lögreglunnar vom að beita rafbyssum
og fyktir málsins urðu að Dziekanski
lá liðið lík á gólfi flugstöðvarinnar.
Myndband af atburðinum rataði
á vefinn og þótti staðfesta skoðun
þeirra sem álíta að lögregla h'ti ekki á
notkun rafbyssna sem neyðarúrræði
heldur fyrsta kost. Atvikið vakti mikil
og hörð viðbrögð meðal almennings,
en innan við viku síðar lést sautjándi
einstaklingurinn í Kanada, Quilem
Registre, þegar lögreglan í Montreal
beitti rafbyssu gegn honum.
Viðbrögð lögregluembætta í Kan-
ada við gagnrýninni vom misjöfn, en
lögregluyfirvöld í Toronto og á Ný-
fúndnalandi frestuðu í kjölfarið pönt-