Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 Helgarblað PV TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaður skrifar: ^ hefur verið mjög erfitt að glíma við hana. Tilvera mín er öll eins og opið sár og ég reyni að þrauka hvern dag fyrir sig," segir Oddrún. „Ég get nú eiginlega ekki lýst því hvernig ég hef það. Sorginni er erfitt að lýsa og þetta eru ansi stór högg sem ég hef þurft að þola. Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín, hvað þá fjögur þeirra, og það er ekki hægt að ímynda sér hversu sárt það er fyrr en maður upplifir það sjálfur," segir Oddrún Valborg Sigurðardóttir, áttræð húsmóð- ir á Egilsstöðum, sem hefur þurft að jarðsyngja 4 syni sína á lífsleið- inni. Tvo þeirra missti hún með nokkurra daga millibili í mars- mánuði. Oddrún hefur alls eignast níu syni á lífsleiðinni og fimm þeirra eru lifandi í dag. Hún missti næst- elsta son sinn, Jónatan Klausen, í bílslysi árið 1967. Annan son missti hún árið 1958 við fæðingu tvíbura en annar þeirra fæddist andvana. Þriðji sonur Oddrún- ar lést 22. mars 2008, Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson. Fjórði bróð- irinn, Birgir Vilhjálmsson, lét lífið viku síðar í vélsleðaslysi. Síðastliðinn áratug hefur Od- drún verið ekkja en hún missti eiginmann sinn, Vilhjálm Frí- mann Magnússon, 18. janúar árið 1998. Hann fékk heilablóðfall við 52 ára aldur og lá rúmfastur, lam- aður og mállaus, í áratug. í algjöru losti Bræðurnir Birgir og Magnús Már, sá tvíburabróðir sem lifði, voru saman í hinni afdrifaríku vélsleðaferð á Fjarðarheiði laug- ardaginn 28. mars 2008. Báðir voru þeir vanir snjósleðum, ekki síst Birgir sem þótti afar fær snjó- sleðamaður, en Birgir fór fram af snjóhengju á sleða sínum, í afar slæmu skyggni og éljagangi, og lenti ofan í gili. Magnús, eldri bróðir hans, þurfti í angist sinni og veikri von um að Birgir héldi lífi að leita eftir hjálp en þegar læknir kom á staðinn var Birgir þegar lát- inn. Hann var 48 ára og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkom- in böm. Oddrún á mjög erfitt með að rifja upp hinn örlagaríka dag og bendir á að kvöldið fyrir slysið hafi Birgir gengið frá Vilhjálmi, yngri bróður sínum, í líkklæði og komið honum í kistuna. „Daginn eftir voru þeir báðir synir mínir í líkhúsinu," segir Oddrún og brest- ur í grát. Opiðsár „Þetta var grár og þungur dagur þegar mér var tilkynnt um andlát Birgis. Þá hafði annar yngri son- ur minn, sá næstyngsti, dáið íyrir nokkrum dögum og daginn áður hafði Birgir séð um að koma bróð- ur sínum af líkbörunum yfir í kist- una. Síðan var Birgir látinn dag- inn eftir," segir Oddrún titrandi röddu og tekur hlé á máli sínu. Er hún heldur áfram ræðir hún hina miklu sorg sem hún hefur þurft að glíma við á lífsleiðinni. „Ég missti þarna tvo syni á nokkrum dögum og það er skelfi- leg upplifun. Þar af hef ég misst tvo syni ofan í gil, Jónatan 14 ára og svo Birgi á dögunum. Þeir eru orðnir fjórir synirnir sem ég hef þurft að fylgja til grafar og nú á ég fimm syni eftir. Maðurinn minn fór svo árið 1998 eftir erfið veik- indi. Sorgin er ekki notaleg og það Hjálpin brást Oddrún segir mikinn fjölda fólks, nærri átta hundruð manns, hafa fylgt Birgi til grafar. Hún er sár út í yfirvöld, lögreglu og lækna, fyrir að hafa brugðist í aðstoðinni þegar slysið varð. „Þeir voru tveir bræðurnir saman þegar Birgir fór en það var ekkert hugsað um Magnús þegar þetta gerðist. Hann þurfti sjálfur að koma sér í bæ- inn og lögreglan skipti sér ekkert af honum. Hann fékk síðan ekki læknishjálp fyrr en eftir töluvert langan tíma og þurfti sjálfúr, í al- gjöru losti, að tilkynna mágkonu sinni andlát bróður síns," seg- ir Oddrún myrk í máli. Hún seg- ir tengdadóttur sína, eiginkonu Birgis, standa í erfiðleikum vegna erfðamála sökum þess að þau voru ekki gift. „Kerfið er ómannúðlegt og hreint og klárt rugl. Kona Birg- is, tengdadóttir mín, berst núna eins og hetja á meðan hún glfmir við sorgina en hún er vanmáttug gagnvart þessu kerfi. Það er eigin- lega eins ómannúðlegt og hægt er að hugsa sér." „Ég reyni að muna allar fallegu stund- irnar til að geta hald- ið áfram að lifa en ég veit að þeir eru ekki farnir langt frá mér. Það styttist í þá stund að ég hittiþá aftur fyrir handan." Hitti þá fyrir handan Oddrún hélt upp á áttræðisaf- mæli sitt í janúarmánuði síðast- liðnum þar sem þeir bræður voru allir samankomnir til að gleðjast. Tveimur mánuðum síðar þurfd hún að fylgja tveimur þeirra til graf- ar. „Við höfðum öll glaðst saman á afmælinu mínu og þessir sorgarat- burðir gerðust síðan mjög skyndi- lega. Sorgarferlið braust fyrst fram í hreinni afneimn. Ég neitaði því að þetta gæti verið að gerast og það var rosalegt mál að takast á við þetta. Þetta er að minnsta kosti ekki létt," segir Oddrún. Aðspurð segir Oddrún alla syni sína vera og hafa verið prýð- isdrengi upp til hópa. „Þeir voru allir dugnaðarmenn og yndislegir drengir. Birgir var ofsalega kröft- ugur og mikill gleðigjafi. Hann var mikill framkvæmdamaður og hafði komið sér vel fyrir í h'finu með sinni fjölskyldu. Bræðurnir hafa líka misst mikið því þeir voru þrír á svipuðum aldri og misstu því góðan vin og félaga þegar Birgir lést. Þar sé ég eftir góðum dreng og það eru þeir allir strák- arnir mínir," segir Oddrún. „Ég er ekki komin yfir áfallið og það verður sennilega seint, ef nokkurn tímann, sem það verður. En lífið heldur áfram. Ég reyni að muna allar fallegu stundirnar til að geta haldið áfram að lifa en ég veit að þeir eru ekki farnir langt frá mér. Það styttist í þá stund að ég hitti þá aftur fyrir handan." Lifið heldur áfram Oddrún reynir að muna fallegu stundirnar með sonum sínum fjórum sem hún hefur misst á lífsleiðinni. Hún á erfitt með að lýsa sorginni og segir að enginn eigi að þurfa að fylgja bömum sínum til grafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.