Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 2008
Fréttir DV
Stúlkum sem selja kynlífsþjónustu hefur fjölgað verulega í
Danmörku undanfarin ár. Deildar meiningar eru um or-
sakir fjölgunarinnar og telja sumir að ekki sé um eigin-
lega fjölgun að ræða heldur sé starfsemin orðin sýnilegri
eftir áð hafa verið lítt áberandi undanfarin ár.
Býður blíðu sína Austur-evrópskum
stúlkum sem bjóða upp á kynlífsþjónustu
hefur fjölgað í Danmörku.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamadur skrifar: kolbeinn&dv.ls
Síðastliðin fjögur ár hefur konum
sem selja sig á götum úti fjölgað til
mikilla muna í Danmörku. Mesta
fjölgunin átti sér stað í ársbyrjun
2007 en þá fjölgaði konum sem
stunda þessa iðju úr átta hundr-
uð og níu árið 2005 til 2006, í eitt
þúsund fjögur hundruð og flmm-
tán árið 2006 tii 2007. Þetta kemur
fram í frétt fréttastofu TV2 í Dan-
mörku.
Ástæða þessarar miklu fjölgun-
ar kann að vera margþætt, en Dorit
Otzen velkist ekki í vafa um orsak-
irnar í viðtali við TV2. Otzen, sem
er forstöðukona kvennaathvarfsins
Reden eða Hreiðursins, sagði að
opin landamæri nýrra Evrópusam-
bandslanda væru ástæða Qölgun-
arinnar. „Þegar nýju Evrópusam-
bandslöndin urðu meðlimir 1.
janúar 2007 liðu einungis tíu dag-
ar þar til rúmenskar stúlkur stóðu
á götum Vesturbrúar," sagði Dorit
Otzen.
Fleiri skýringar hafa þó heyrst
og samkvæmt einni þeirra hefur
betri efnahagur valdið því að við-
skiptavinum vændiskvenna hefur
fjölgað og aðrir benda á að strang-
ari lög í nágrannalöndunum geri
að verkum að vændiskonur flykkist
frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi til
Danmerkur þar sem hægara er um
vik að stunda vændi. Ekki er úti-
lokað að brátt taki gildi í Noregi lög
sem banna vændi.
Stúlkur á götuhornum
Sem fyrr segir hefur mestr-
ar fjölgunar gætt hjá þeim hópi
stúlkna sem stendur á götuhornum
og selur blíðu sína eftir að rökkva
tekur. Þessari þróun er gerð skil í
allmörgum dönskum fjölmiðlum. í
viðtali við DR, danska ríkisútvarpið,
sagði Dorit Otzen að í Danmörku
störfuðu í vændi konur alls staðar
að úr heiminum. Hún sagði að þeir
sem stæðu að baki innflutningi á
vændiskonum svöruðu án efa auk-
inni eftirspurn. Af þeim sökum vill
hún að kynlífssala verði bönnuð í
Danmörku, en ekki er útíit fyrir að
henni verði að ósk sinni, því Danski
þjóðarflokkurinn er andvígur slík-
um örþrifaráðum.
Að mati Marlenu Harpsoe hjá
Danska þjóðarflokknum myndi
bann við vændi gera stundun þess
ljósfælna og þá yrði erfiðara en ella
að fýlgjast með því og veita þeim
stúlkum sem það stunda aðstoð.
„Það er afar mikilvægt að við náum
til þeirra - og að það [vændiðj verði
ekki falið," sagði Marlena Harpsoe.
Á sjötta þúsund vændiskonur
Hreiðrið, undir forsvari Dorit
Otzen, hefur undanfarin ár reynt
að kasta tölu á vændiskonur sem
selja blíðu sína á götum úti. Frá
2002 til 2003 taldist athvarfinu til
að um sex hundruð sextíu og fimm
konur stunduðu vændi með þeim
hætti. Frá 2006 til 2007 var fjöldinn
orðinn eitt þúsund fjögur hundr-
uð fjörutíu og fimm, en það er ívið
hærri tala en TV2 nefnir.
Mogens Holm Sarensen, ráð-
gjafi hjá miðstöð sem vinnur að
málefnum tengdum vændi, sagði
að ástæða þessarar fjölgunar gæti
annars vegar verið sú að fleiri
vændiskonur væru komnar til Dan-
merkur. En hann dró ekki dul á að
ástæðan gæti einfaldlega verið sú
að þeir sem stunda vændi í Dan-
mörku væru einfaldlega orðnir
sýnilegri.
Hver sem ástæðan er telja marg-
ir að nú stefni í sama horf og var fýr-
ir áratugum. Á fjögurra ára tímabili
hefur vændiskonum fjölgað sem
nemur fjörutíu og þremur prósent-
um og talið að heildarfjöldi þeirra
í Danmörku hafi aukist úr 3.886 í
5.567. Sú tala er fengin með því að
skrá fjölda auglýsinga um kynlífs-
þjónustu og einnig er leitað til fólks
sem býr að þekkingu á málefninu.
Bandarísk kona frá San Francisco laöast að hlutum:
Giftist Eiffelturninum
Þrjátíu og sjö ára kona frá San
Francisco hefur gengið í það heilaga
með Eiffelturninum í París. Konan,
sem hér eftir heitir Erika La Tour
Eiffel, er með blæti sem lýsir sér
þannig að hún laðast að hlutum.
Við innilega athöfn lofaði hún
turninum ævarandi tryggð og á
Eiffelturninn héðan í frá hjarta
hennar óskipt. Viðstaddir athöfnina
voru örfáir tryggir vinir Eriku. Hún
hefur alla sína ævi laðast að hlutum
og fyrsta ást hennar var bogi og varð
hún síðar meistari í bogfimi. En
hún hefur síðan þá heillast af Berl-
ínarmúrnum og rimlagirðingu svo
eitthvað sé nefnt. En nú á sem sagt
Eiffelturninn hjarta hennar og huga
og til að undirstrika tilfinningar sín-
ar hefur Erika að sjálfsögðu tekið
upp nafn ástar sinnar.
Samkvæmt frétt í Daily Telegr-
aph eru um íjörutíu konur í heim-
inum sem hafa þessa hneigð og
af þeim er hin fimmtíu og fjögurra
ára Eija-Ritta Berliner Mauer gift,
eins og eftirnafnið gefur til kynna,
Berlínarmúrnum. Þau halda upp á
perlubrúðkaup sitt á næsta ári.
Blæti frú La Tour Eiffel segir hún
tilkomið vegna misnotkunar sem
hún varð fyrir af hálfu hálfbróð-
ur síns í æsku og vistunar á hinum
ýmsu fósturheimilum.
Erika La Tour Eiffel sagði að hún
væri hamingjusöm eins og hún er
og hefði ekki í hyggju að reyna að
breyta hneigðum sínum. Að sögn
sálfræðings á fólk sem verður ást-
fangið af hlutum ekki á hættu að
verða svikið í tryggðum og getur haft
stjórn á eigin sambandi. Og tilhugs-
unin um það öryggi vegur þungt hjá
fólki sem að öllu jöfnu er ótrúlega
einmana.
kotbeinn@dv.is
Elísabet brátt yfirheyrð
Samkvæmt frétt dönsku fréttastof-
unnar TV2 mun Jósef Fritzl, aust-
urríska „skrímslið" sjá Elísabetu
dóttur sína í fyrsta skipti síðan hún
slapp úr kjallaranum sem hafði
verið fangelsi hennar í tæpan
aldarfjórðung. Læknar Elísabet-
ar telja hana nú nógu sterka til
að verða yfirheyrð. Sálfræðingur
verður að sjálfsögðu viðstaddur
þegar til þess kemur, í byrjun júlí.
Yfirheyrslan mun fara fram með
hjálp upptökuvélar, þannig að
Eiísabet þarf ekki að horfast í augu
við föður sinn. Nú þegar hefur lög-
regla yfirheyrt um hundrað manns
vegna málsins.
VÆNDISK0NUM FJ0LGA