Málfregnir - 01.05.1987, Side 9
hluti af slíku dagskrárefni undanþegnar
ákvæðum 1. tl. 1. mgr. þessarar grein-
ar.“
Ef varnarliðsútvarpið er frá talið er
öllum útvarps- og sjónvarpsstöðvum í
landinu gert að skilyrði að „efla íslenska
tungu“. Hverri stöð er í sjálfsvald sett
hvernig þau orð skulu túlkuð. Þau eru
ekki útskýrð umfram það litla sem fram
kemur í tilvitnuðum reglugerðarákvæð-
um, og það lýtur einungis að sjálfsagðri
þjónustu eða í hæsta lagi að varnarað-
gerðum. A Ríkisútvarpinu hvíla auð-
vitað mestar siðferðislegar skyldur gagn-
vart tungu þjóðarinnar, og raunar einnig
lagalegar, sbr. 15. gr. útvarpslaga. Það
hefir á sínum vegum sérstakan málfars-
ráðunaut til að fylgja eftir ákvæðum laga
og reglugerðar að nokkru leyti. En hvað
um hinar stöðvarnar? f útvarpslögunum
segir (í 2. mgr. 2. gr.):
„Öðrum aðilum [þ.e. öðrum en Ríkis-
útvarpinu] má veita leyfi til útvarps. Skal
starfa sérstök nefnd, útvarpsréttarnefnd,
sem veitir slík leyfi samkvæmt 3.-6. grein
þessara laga og fylgist með að reglum
þeirra sé fylgt“ (auðkennt hér). Eftir
þessu að dæma á útvarpsréttarnefnd að
fylgjast með því að útvarpsstöðvar full-
nægi því skilyrði að „efla íslenska
tungu".
Útvarpsréttarnefnd skipa sjö menn
sem kosnir eru á Alþingi til fjögurra ára.
Menntamálaráðherra skipar formann og
varaformann úr hópi hinna kjörnu.
í „Reglugerð um útvarp samkvæmt
tímabundnum leyfurn" eru í 3. gr.
ákvæði um þau atriði, sem fram þurfa að
koma í umsókn um leyfi til útvarps. Þar
er ekkert að finna um það hvernig
umsækjandi hyggst fullnægja skilyrði
laganna um að „efla íslenska tungu".
Um það efni þarf hann ekkert að segja.
„Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað
leyfi til útvarps séu reglur brotnar, enda
sé um alvarleg og ítrekuð brot að ræða“,
segir í 8. gr. útvarpslaga. Sú vanrækslu-
synd að láta undir höfuð leggjast að efla
íslenska tungu verður líklega seint talin
til ítrekaðra brota. Skilyrðið, sem sett er
um þetta atriði í lögunum, er því lítið
annað en viljayfirlýsing löggjafans.
Hins vegar ætti að vera auðveldara að
taka á ákvæðum 6. gr. reglugerðar nr.
70 1986 um íslenska texta eða tal með
erlendu myndefni og um það að allt
íslenskt tal og texti í útvarpi skuli vera á
lýtalausu máli. En varla dettur nokkrum
manni í hug að útvarpsréttarnefnd fari
að rekast í því þó að eitthvað fari
úrskeiðis í þessum efnum, hvað þá að
svipta stöðvar útvarpsleyfi fyrir mállýti.
Akvæði laganna eru svo sem góðra
gjalda verð, en við verðum að gera
okkur ljóst af fullu raunsæi að þau
tryggja ekki góða meðferð máls í útvarpi
og sjónvarpi. í hæsta lagi veita þau eitt-
hvert aðhald. Eftir sem áður kemur hið
raunverulega aðhald frá sterku almenn-
ingsáliti. Ef það bregst er öll löggjöf
máttlaus.
Þetta á líka við um Ríkisútvarpið þó
að það hafi málfarsráðunaut. Hlust-
endur mega ekki ætlast til alls af honuni.
Því aðeins getur hann orðið að umtals-
verðu gagni að hann eigi vísa stoð í opin-
skáu almenningsáliti. f rauninni er hann
í þjónustu þess.
Margt er vel gert í útvarpi og sjón-
varpi og ber að þakka það. Ekki virðist
vanta tæknilegan metnað. Við eigum
góða fréttamenn, þuli og dagskrárgerð-
arfólk og mætti taka blómann úr því liði
til fyrirmyndar. En þegar á heildina er
litið skortir mikið á í meðferð máls,
meiri metnað, meiri örvun, meiri ögun
og betri tilsögn.
Reglugerðin gerir þá kröfu að íslenskt
tal og texti í útvarpi skuli að jafnaði
fylgja erlendu efni. Er sú krafa virt?
Reglugerðin gerir einnig kröfu um að
allt íslenskt tal og texti skuli vera á lýta-
lausu máli, en daglega sitja landsmenn
undir útvarpi mállýta af öllu tagi bæði í
Ríkisútvarpi og öðru útvarpi. Hlust-
endur eiga ekki að láta slíkt yfir sig
9