Málfregnir - 01.05.1987, Blaðsíða 19
meðferð tungunnar og góða blaða-
mennsku.
Að samantekt yfir þau svið þjóðlífs-
ins, þar sem málblóndunar gætir mest,
hefur ekki tekist að vinna umfram það
sem getið er hér á undan. Nefndin telur
þó að með tillögum hennar um lestur og
kennslu móðurmálsins, um aðhald í
meðferð tungunnar í fjölmiðlum og
útgáfu lestrarbókar sé vegið með
ákveðnum hætti að rótum meinsemd-
anna. Þó skal á það bent að stöðugur
ágangur erlendra sönglagatexta er
kannski alvarlegastur. Þar þykir nauð-
synlegt að frelsi ríki og telur nefndin
ekki á sínu valdi að hafa afskipti af mál-
vöndun í þeim frjálsræðishópi".
Umsögn íslenskrar málnefndar
Menntamálaráðuneytið óskaði eftir
uinsögn Islenskrar málnefndar um tvö
þessara nefndarálita, og fer hún hér á
eltir. Þessi umsögn var samþykkt á mál-
nefndarfundi 11. mars 1987. Formaður
málnefndar tók ekki þátt í afgreiðslu
málsins, enda átti hann sæti í báðum
nefndunum sem umsögnin varðar.
„Að beiðni menntamálaráðuneytisins
í bréfi, dags. 28. janúar 1987, hefur
íslensk málnefnd tekið til athugunar
álitsgerð um málvöndun og framburðar-
kennslu í grunnskólum, sem málvönd-
unar- og framburðarnefnd á vegum
menntamálaráðherra skilaði af sér 30.
október 1986, svo og greinargerð, sem
málnefnd skipuð af menntamálaráð-
herra 29. apríl 1986 skilaði af sér 8. des-
ember 1986.
Þeim atriðum í tillögum málvöndunar-
og framburðarnefndar, sem íslensk mál-
nefnd vill vekja athygli á, má skipta í
fernt:
1. Menntun og endurmenntun kennara.
Málnefndin tekur undir það að námsefni
í íslensku í grunnskólum megi auðga og
bæta, bæði með rituðu máli og mynd-
böndum. En besta ráðið til úrbóta er að
efla menntun kennara. í raun eru allir
kennarar íslenskukennarar. Því ber að
leggja höfuðáherslu á öfluga íslensku-
menntun í Kennaraháskóla íslands og
vel skipulagða endurmenntun.
2. Samning handbóka handa kennur-
um. Málnefndin tekur einnig undir til-
lögur „Álitsgerðar" um samningu hand-
bóka handa kennurum. Leiðbeiningar
þær, sem málvöndunar- og framburðar-
nefnd hefur tekið saman, má að vísu lag-
færa, en þær eru miklu betri en ekki neitt
og mætti bjargast við þær fyrst um sinn án
mikilla breytinga. Hins vegar telur mál-
nefndin brýna þörf fyrir kennarahand-
bók í beygingar- og orðmyndunarfræði
og því næst í setninga- og stílfræði.
Málnefndin leyfir sér að mæla með því
við ráðuneytið að ráðnir verði valin-
kunnir menn - eins fljótt og við verður
komið - til að taka saman þrjú leiðbein-
ingarrit handa kennurum (30-50 bls.
hvert): 1) um beygingu og orðmyndun,
2) um skipan orða, setningagerð og stíl
og 3) um framburð, framsögn og boð-
skipti. Við samningu þessara rita verði
stuðst við „Álitsgerðina" og ábendingar
með tillögum hennar. Síðasta ritið gæti
verið endurbætt gerð þeirra leiðbein-
inga, sem þegar liggja fyrir.
3. Frœðslurit handa foreldrum. Sú
hugmynd, sem fram kemur í „Álitsgerð-
inni", að taka saman fræðslurit handa
foreldrum, er allrar athygli verð, en
beinar tillögur um það efni hefur mál-
nefndin ekki.
4. Islensk orðabók handa grunnskól-
um. Eflaust er þörf fyrir íslenska orða-
bók, sem hæfir grunnskólum betur en
hin stóra orðabók Menningarsjóðs, og
19