Málfregnir - 01.05.1987, Page 27
Ritfregnir
eftir Baldur Jónsson, Sigurð Jónsson og Sigurð Konráðsson
íslcnsk samheitaorðabók. Ritstjóri:
Svavar Sigmundsson. Styrktarsjóður
Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar
Jónsdóttur, Háskóla íslands. Reykjavík
1985. 582 + X bls.
Loksins höfum við eignast íslenska sam-
heitaorðabók. Hennar hefur lengi verið
beðið. Einkum hafa rithöfundar og þýð-
endur saknað slíkrar bókar sem vonlegt
er. Nú spyrja menn sjálfa sig hvernig
þeir hafi komist af áður en þeir fengu
hana. Síðustu áratugi hefur einna helst
verið reynt að bjargast við dansk-
íslenska orðabók Freysteins Gunnars-
sonar (frumútgáfuna frá 1926) og
stundum hafa menn leitað til Clavis poet-
ica (1864) Benedikts Gröndals Svein-
bjarnarsonar.
Til Islenskrar samheitaorðabókar var
stofnað með sögulegum hætti. Þórbergur
Þórðarson rithöfundur og kona hans,
Margrét Jónsdóttir. gáfu þrjár íbúðir í
Reykjavík og bókasafn sitt að auki til að
stofna sérstakan styrktarsjóð sem skyldi
m.a. hafa það hlutverk að kosta útgáfu
íslenskrar samheitabókar eða samheita-
orðabókar eins og sagt var. Sjóðurinn er
í vörslu Háskóla íslands.
Formaður sjóðsstjórnar, Jón Aðalsteinn
Jónsson, gerir í sérstökum formála grein
fyrir tildrögum verksins og þætti Þór-
bergs Þórðarsonar. Ritstjóri bókarinnar,
Svavar Sigmundsson, lýsir í sínum for-
mála notkun hennar og fjallar um hug-
takið „samheiti“. Hann tekur m.a. fram
„að sjaldan er hægt að tala um að tvö orð
séu nákvæm samheiti, hafi nákvæmlega
sömu merkingu, heldur ber að líta svo á,
að samheiti hafi svipaða merkingu, hlið-
stæða eða nokkurn veginn sömu merk-
ingu eftir atvikum“.
Meðal samheita má bæði finna algeng
orð, lítt þekkt nýyrði og gömul orð eða
fornyrði, sem lítið sem ekkert eru nú
notuð. Þetta er mikill kostur, því að not-
andi samheitabókar þarfnast oft orða
sem liggja utan við alfaraleið. Allvíða
eru einnig sýnd svonefnd andheiti, þ.e.
orð gagnstæðrar merkingar.
Alls eru í bókinni um 44000 flettiorð.
Þeim er raðað í stranga stafrófsröð, þ.e.
á fer á eftir a sem sérstakur stafkafli
o.s.frv.
Þetta er ein af fyrstu íslensku orða-
bókunum sem kalla má tölvuunnar, en
með því verklagi hefir m.a. verið tryggð
mikil nákvæmni í ýmsum verkþáttum,
t.d. við millivísanir sem eru gríðar-
margar í bókinni. Frágangur allur er til
fyrirmyndar og prentvillur torfundnar.
Bókin er smekklega út gefin í góðu
bandi.
íslensk samheitaorðabók hefur nú
verið í notkun á annað ár og er þegar
farið að líta á hana sem sígilt verk, enda
er hún nánast ómissandi öllum sem
eitthvað fást við ritstörf og nýyrðasmíð.
BJ & SK
Terminology: An Introduction. Eftir
Heribert Picht, og Jennifer Draskau.
The University of Surrey, Department
of Linguistic and International Studies.
Guildford, Surrey 1985. 265 bls.
Bókin er í brotinu A4 og skiptist í tólf
kafla auk mjög greinargóðs efnisyfirlits
sem auðveldar notkun hennar.
Fyrsti kaflinn fjallar um almennt mál
og fagmál, hvar mörkin liggja þarna á
milli, hvernig þau hafa áhrif hvort á
annað og hvernig íðorðafræðin tengist
fagmálinu.
27