Málfregnir - 01.05.1987, Page 30

Málfregnir - 01.05.1987, Page 30
skrúðug. Síðustu árin hefir verið að ræt- ast úr. Með útgáfunni á ljósprentun orðabókar Siglusar Blöndals 1980 og viðbætisins 1981 er eins og stífla hafi brostið. Síðan hefir hver viðburðurinn rekið annan. Nú eigum við allt í einu orðabækur af ýmsu tagi sem ekki voru til áður: orðabók um íslenskt slangur (1982), stóra sænsk-íslenska orðabók (kom út í Svíþjóð 1982), íslenska sam- heitabók (1985) og sérhæf orðasöfn með hugtakaskýringum, úr uppeldis- og sál- arfræði (1986) og tölvutækni (1986). Á þessum sömu árum höfum við auk þess eignast endurbætta útgáfu af orðabók Menningarsjóðs og síðast en ekki síst stóra ensk-íslenska orðabók (1984) og skólaútgáfu af henni (1986). Stóru ensk-íslensku orðabókarinnar er getið hér þótt hún sé ekki lengur ný á markaðnum. Hún var samin og út gefin til að auðvelda Islendingum að nota sitt eigið mál og þörfin fyrir hana var orðin fjarskalega brýn. Útkoma hennar var því mikið fagnaðarefni íslenskum mál- ræktarmönnum. Petta er viðamesta og fróðlegasta orðabók sem gerð hefir verið yfir erlent mál með þýðingum á íslensku og voru margir sérfræðingar á ýmsum sviðum fengnir til að vinna að henni og leggja til sérþekkingu sína. Pannig hefir aldrei áður verið staðið að samningu orðabókar með íslenskum þýðingum. Upptök verksins voru samt einyrkja- starf. Sören Sörenson tók sér fyrir hendur á efri árum, þegar hann var orð- inn ekkjumaður, að snúa bandarískri skólaorðabók á íslensku. Síðan jók hann við þá þýðingu úr ýmsum sérfræðiorða- söfnum. Að þessu vann hann öllum stundum á árunum 1973-1980. Þegar höfundur stóð á áttræðu tók bókaút- gáfan Örn og Örlygur að sér að búa verkið undir útgáfu. Þeirri vinnu stjórn- aði Jóhann S. Hannesson fyrrverandi skólameistari, uns hann féll frá í nóvem- ber 1983. Eftir það mæddi stjórn verks- ins mest á Jóhannesi Þorsteinssyni, en tugir manna unnu að því misserum saman. Eins og nærri má geta er orðabók af þessu tagi aldrei lokið. Flest sem orða- forði bókarinnar tekur til er á sífelldri hreyfingu og alls kyns breytingum undir- orpið. Pað á við um bæði tungumálin. Við orðabókarþýðingar er rnargs að gæta. Ekki dugir alltaf að þýða eitt orð með einu orði eða samheitum. í þessari bók eru útskýringar hafðar með ef þurfa þykir, stundum einungis skýringar ef engin þýðing hefir fundist. Slíkir staðir eggja orðasmiði til dáða. í bókinni eru einnig fjölmargar myndir til glöggvunar og ýmsar töflur, þar á meðal yfirlit yfir lotukerfi frumefnanna. Pá er mikinn fróðleik að hafa með manna- og staða- nöfnum sem eru fjölmörg eins og tíðkast í bandarískunt orðabókum handa skóla- fólki. Bókin er því réttilega sögð vera með alfræðilegu ívafi. Að lokum skal hér vikið að afstöðu bókarinnar til íslenskra nýyrða. í grein- argerð um bókina og tilurð hennar segir Jóhannes Þorsteinsson m.a. (bls. XV): „Við vinnuna var þeirri almennu stefnu fylgt að stunda ekki nýyrðasmíð heldur geta þeirra íslenskra orða sem almennt væru notuð í greinununt. Margir þeirra sem um einstakar greinar sáu hafa stundað orðasöfnun og sitja í orðanefndum í greinum sínum. Það starf hefur komið að góðum notum við vinn- una við bókina. Orð sem einungis hafa komið fyrir í nýyrðaskrám og ekki verið almennt notuð manna á meðal, eru yfirleitt ekki tekin með. Hins vegar eru tekin með fjölmörg orð sem ekki hafa áður komist á prent“. BJ 30

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.