Málfregnir - 01.05.1987, Qupperneq 32
Islensk málnefhd
Vorið 1984 voru sett á Alþingi lög um
íslenska málnefnd (nr. 80 1984). Þá
hafði nefndin starfað tæp 20 ár sam-
kvæmt reglum sem menntamálaráðherra
setti henni. Málnefndarlögin tóku gildi
1. janúar 1985, og var skipað í nefndina
frá þeim tíma í fyrsta sinn samkvæmt
hinum nýju lögum. í nefndinni eiga sæti:
Baldur Jónsson prófessor, formaður,
Jón Hilmar Jónsson deildarstjóri,
Jónas Kristjánsson prófessor,
Kristján Árnason dósent,
Þórhallur Vilmundarson prófessor,
varaformaður.
íslensk málstöð. Málnefndarlögin fólu í
sér stofnun Islenskrar málstöðvar, sem
tók formlega til starfa, þegar lögin
öðluðust gildi í ársbyrjun 1985. íslensk
málstöð er skrifstofa málnefndarinnar og
miðstöð þeirrar starfsemi sem hún hefir
með höndum. Málstöðin er einnig sam-
starfsvettvangur málnefndarinnar og
Háskóla íslands. Hún á heima í húsa-
kynnum Háskólans, Aragötu 9, Reykja-
vík, og er rekin sameiginlega af mál-
nefndinni og Háskólanum. Forstöðu-
maður er Baldur Jónsson. Aðrir fastir
starfsmenn í fullu starfi eru Sigurður
Jónsson frá Arnarvatni og Sigurður
Konráðsson.
Reglugerð. Nýlega var sett reglugerð um
íslenska málnefnd og starfsemi
íslenskrar málstöðvar. Hún er birt á
öðrum stað hér í blaðinu.
Rit Islenskrar málnefndar. Þrjár bækur
eru nú komnar út í ritröð málnefndar-
innar. Fyrst var frumútgáfa Tölvuorða-
safns 1983. í fyrra komu svo út tvö
allstór orðasöfn í ritröðinni, Orða-
skrú úr uppeldis- og súlarfrœði og 2.
útgáfa Tölvuorðasafns, aukin og endur-
bætt. Nýju orðasöfnin eru bæði íslensk-
ensk og ensk-íslensk og með hugtaka-
skýringum á íslensku. í Orðaskrá úr
uppeldis- og sálarfræði eru um 4100
íslensk flettiorð og tæplega 2600 hugtök
í Tölvuorðasafni. Þeir sem vilja fylgjast
með vaxtarbroddi orðaforðans þurfa að
eiga þessar bækur. Þær fást í bókaversl-
unum.
Málfregnir koma út tvisvar á ári
Útgefandi: íslensk málnefnd
Ritstjóri: Baldur Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla: (slensk málstöð, Aragötu 9,
ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530, (91) 622699,
(91) 25088
Áskriftarverð: 250 krónur á ári
Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf.
ÍSLENSK MÁLNEFND