Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 2

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 2
BJORN BJARNASON Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 1996 [Flutt á samkomu menntamálaráðuneytisins í Listasafni Islands á degi íslenskrar tungu 1996] Fyrir réttu ári samþykkti ríkisstjómin tillögu mína þess efnis að framvegis yrði fæðingar- dagur Jónasar Hallgrímssonar skálds helg- aður íslenskri tungu. I samræmi við það er nú, hinn 16. nóvember, efnt til dags íslenskrar tungu í fyrsta sinn. Tómas Guðmundsson skáld komst þannig að orði um Jónas Hallgrímsson: „Hin skamma ævi þessa hugljúfa snillings er bundin svo djúpum rótum tilveru hvers manns, er mælir íslenzka tungu, að naumast verður sá maður, sem ekki kann á honum nokkur skil, með öllu talinn góður íslend- ingur. I ljóðum Jónasar Hallgrímssonar hef- ur þjóðin fundið þá ættjörð, sem hún ann heitast, og það er veglegra og vandasamara hlutverk að vera Islendingur fyrir það, að hann hefur ort og lifað.“ Frekari og betri rökstuðning er ekki unnt að finna fyrir þeirri ákvörðun að tengja dag íslenskrar tungu nafni listaskáldsins góða. Jónas var auk þess í hópi Fjölnismanna, sem vildu hlut móðurmálsins sem mestan og gerðu afdráttarlausar kröfur um þjóðlegt og tigið málfar. I formála Fjölnis er lögð áhersla á að tungumar séu höfuðeinkenni þjóðanna og síðan segir: „Eingin þjóð verður fyrri til enn hún talar mál útaf fyrir sig, og deyi málin deyja líka þjóðimar, eða verða að annari þjóð.“ Þótt enginn dragi í efa réttmæti þess að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar sé helgaður móðurmálinu, kann einhverjum að þykja framtakið óþarft. Rök mín fyrir því eru þessi: Dagur íslenskrar tungu er hátíðisdagur móðurmálsins. Hann er dagur sem íslend- ingar nota til að íhuga sérstöðuna sem endurspeglast í tungunni. Dagurinn er alls ekki síðasta vígi dauðvona þjóðtungu, heldur merki um hina staðfestu vissu íslend- inga, að þeir eiga sér eigin sögu og menn- ingararfleifð. Ahugi á því að leggja rækt við tunguna er mjög mikill. Sjást þess víða merki. Eru margir sem vilja láta að sér kveða í því skyni. Með því að efna til dags íslenskrar tungu ætti að vera unnt að tryggja sameigin- legt átak. Við vitum öll að margar hendur vinna létt verk. Areitið á tunguna er meira en nokkm sinni fyrr. Upplýsingar streyma að okkur eftir nýjum leiðum og engum dettur í hug að stífla þær. A hinn bóginn er nauðsynlegt að minna á þá staðreynd að tungumálið er tækið sem við nýtum til að miðla þekkingu og afla hennar. Hún er öflugasta, þjóðlega verkfæri okkar. íslenskan mótar handbragð okkar Islendinga í þekkingarsamfélaginu og hún gefur framlagi okkar til þess sérstakt gildi. Með því að leggja rækt við sérkenni tungunnar styrkjum við hlut okkar í hinu alþjóðlega samfélagi. A sama tíma og samstarf þjóða eykst og auðveldara verður að koma skoðunum sín- um hindrunarlaust á framfæri við heiminn allan, leggja einstaklingar og þjóðir meiri rækt en áður við uppruna sinn og sögu. Ætti það ekki að koma okkur Islendingum á óvart því að við lítum þannig á að sagan, 2

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.