Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 8

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 8
Að þinglokum sté Skólakór Kársness á svið undir stjórn Þórunnar Bjömsdóttur og við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Flutti kórinn við hrifningu áheyrenda einkum lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar en einnig kvæði Þórarins Eldjárns, >VÁ íslensku má alltaf finna svar“, við lag Atla Heimis Sveinssonar. Fundarstjóri sleit þingi með því að minn- ast Jónasar Hallgrímssonar, en þingið var einmitt haldið á degi íslenskrar tungu, afmælisdegi Jónasar. Bað hann menn minn- ast þess að ekki væri dagurinn kenndur til íslenskrar tungu til þess að fría menn frá því að sinna henni aðra daga ársins! Lauk fundarstjóri máli sínu með því að minna á að ekki einasta ljóð heldur einnig laust mál Jónasar gæti enn verið fyrirmynd hverjum þeim sem rita vildi íslenska tungu og stundum hollt að krydda málið með skop- skyni listaskáldsins, til dæmis eins og það birtist í þessari lýsingu dönsku skáldanna Hauch og Ingemanns úr bréfi til Páls Melsteðs: H. er allra elskulegasti maður; hann er hár og grannur og ólánlega vaxinn, allra manna svart- astur, blakkur og suðrænn í andliti, og sjerlega fallega-ljótur, eins og þú þekkir, með fjarska stórt nef og efra tanngarð, og allra manna stóreygð- astur og úteygðastur; og samt sem áður þarf ekki nema líta á hann, til að sjá hann er fluggáfaður. Honum mættu tveir harmar í vetur: hann missti dóttur sína, og konan hans skrifaði nóvellu. Ingemann er allra mesti spilagosi, stuttur og stubbaralegur, með mikið hár og úfið, sem hefir verið bjart, en er nú farið að grána; hann hefir breitt andlit, flatt, bratt og lágt enni, lítil, grá, líf- leg og skýrleg augu; hann er afar fljótmæltur og veður svo hvað úr öðru, að það er opt illt að fylgja honum; hann er fyndinn og smáertinn, og ófús á að tala um skáldskap. Hann segir, að einusinni hafið þeir verið á ferð saman, vindurinn og djöfullinn, og þegar þeir komu að horninu á húsinu hans Hjörts (þar er æfinlega götusúgur), þá haft djöfullinn sagt: „bíddu mín hjerna, vindur minn! meðan jeg bregð mjer inn til kunningja míns“, en hann er líklega ekki kominn út aptur enn! 8

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.