Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 24

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 24
Frá ritstjóra Útgáfa Málfregna, tímarits íslenskrar málnefndar, hefur legið niðri síðan í árslok 1992, en nú skal taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Stefnt er að útgáfu tveggja hefta á ári eins og áður. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn og á þessum tímamótum vil ég þakka fyrri ritstjóra, Baldri Jónssyni prófessor, frumkvæði og brautryðjandastarf við útgáfuna á sínum tíma. I ritnefnd sitja sem fyrr formaður og varaformaður Islenskrar málnefndar, Kristján Amason og Gunnlaugur Ingólfsson. Þetta fyrsta hefti Málfregna í minni rit- stjóm er að mestu helgað nýjum hátíðisdegi, degi íslenskrar tungu, sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta sinn 16. nóvember 1996, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hér er m.a. að finna erindi Bjöms Bjama- sonar menntamálaráðherra sem hann flutti á samkomu menntamálaráðuneytisins í Lista- safni Islands á hinum fyrsta hátíðisdegi íslenskrar tungu en þar ræðir ráðherra einmitt tilgang og tilefni sérstaks hátíðis- dags íslenskrar tungu. Islensk málnefnd efndi með stuðningi Mjólkursamsölunnar til málræktarþings í Háskólabíói á degi íslenskrar tungu. Málræktarþingið þótti takast einkar vel, erindi og umræður voru markvissar og komu að kjama málsins. Þingið nefndist „Staða íslenskrar tungu“ og er í þessu hefti Málfregna að finna frásögn Heimis Pálssonar fundarstjóra sem veitir lesendum innsýn í það sem fram fór. Þá er hér birt ávarp menntamálaráðherra og þrjú fram- söguerindi sem flutt voru á þinginu, auk ávarps Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, sem hann ritaði í bækling sem íslensk málnefnd gaf út og dreifði meðal gesta málræktarþings. Ari Páll Krístinsson Málfregnir koma út tvisvar á ári Útgefandi: íslensk málnefnd Ritnefnd: Gunnlaugur Ingólfsson og Kristján Ámason Ritstjóri: Ari Páll Kristinsson Ritstjóm og afgreiðsla: Islensk málstöð, Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík Sími: 552-8530. Bréfasími: 562-2699 Veffang: http://www.ismal.hi.is/ Netfang ritstjóra: aripk@ismal.hi.is Áskriftarverð: 684 kr. (m. vsk.) á ári Steindórsprent-Gutenberg ISSN 1011-5889 ISLENSK MALNEFND

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.