Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 17

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 17
ekki ráða hér úrslitum. Það sem allt veltur á er vilji og styrkur samfélagsins sjálfs, og þegar rætt er um styrk er einfaldast að miða við efnahagslegan styrk og hagsmuni. Er það ekki beinlínis efnahagslega hagkvæmt og fallið til þess að auka þjóðarframleiðsl- una að styrkja íslenska tungu? Að sjálfsögðu má efast um það, og einnig má efast um að nokkuð sé hægt að gera til vamar tungunni. Því muni ráða öfl sem okkur Islendingum, sem lifum aldamótin 2000, sé ómögulegt að ráða við. En slíkar efasemdir eru þó engin afsökun fyrir því að sitja með hendur í skauti. Allt skipulag byggist á skilningi (og þegar illa tekst til misskilningi), og þau viðbrögð sem stjóm- völd eða almenningur hyggjast veita verða að byggjast á sem mestri þekkingu á eðli vandans. Við þurfum að gera okkur grein fyrir aðstæðunum. Við megum ekki mikla vandann fyrir okkur um of, né æðrast. Við megum heldur ekki stinga höfðinu í sand- inn. Þekking og skilningur á eðli þeirra krafta sem orka á íslenskt nútímasamfélag em undirstaða skynsamlegra viðbragða við vanda íslenskrar tungu, nú þegar líður að aldamótum. Þess vegna er nauðsynlegt að gera skipulega könnun á enskum og öðrum erlendum áhrifum hér á landi. Er það rétt að nýjar kynslóðir Islendinga séu tvítyngdar? Hversu mikill hluti daglegs lífs fer fram beint eða óbeint á erlendu máli? Hversu stór hluti atvinnulífs, tækni og menntunar fer fram á ensku? Hver er staða nýbúa? Hversu miklum fjármunum er varið til þess að flytja inn erlent menningarefni, og hversu miklu er varið til að framleiða innlent? Hver er afstaða almennings? Vill hann framleiðsl- una frá Hollywood eða er henni bara þröngvað upp á hann? Hver er staða íslensk- unnar í alþjóðlegu samstarfi? Spumingamar em miklu fleiri. Ég legg til að leitað verði svara með kerfisbundnum hætti og þar taki saman höndum forystu- menn íslenskra menningarmála, mennta- málaráðuneytið og Islensk málnefnd, og að á grundvelli þeirra upplýsinga sem aflað verður verði horft til nýrrar aldar og nýrra þúsund ára. 17

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.