Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 15

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 15
verstu ógöngum fyrr á þessu ári þegar það gerði tillögur um aðlögun enskra tökuorða eins og fancy, match, shabby og snacks að norsku með norskum rithætti. Menntamála- ráðuneytið norska blandaði sér í málið og veitti málráðinu sérstaka fjárveitingu til að rannsaka hvort skrifa beri orð eins og fancy með a:fansy eða með e: fensy. Vandamál af þessu tæi koma ekki upp ef tekin eru upp íslensk orð eins flugþreyta eða dœgurvilla um ,jet lag“. (Raunar er orðið dœgurvilla ekki nýtt orð heldur gamalt, og hægt að nota það um afleiðingar langs flugs, og að því leyti væri enska hugtakið e.t.v. óþarft.) Dæmi eins og þetta sýna að íslensku er ekkert að vanbúnaði. Hún er alveg jafngóður miðill og aðrar Evróputungur til að fást við nútímatækni, enda hefur hún dugað vel. Og í rauninni er það ekki sérviska einstakra mál- ræktarpostula að gera íslensk orð um innflutt hugtök, heldur er það handhæg lausn á vandamálum hversdagsins. Meira að segja sá ágæti „sixpack" með bjór, sem ekki varð löglegur fyrr en árið 1989, heitir kippa, án nokkurrar hjálpar frá málræktarpostulum. Arangur íðorðastarfseminnar, sem rekin hefur verið hér á landi á þessari öld og þeirri fyrri, er meðal annars sá að stór svið tækn- innar hafa eignast orðaforða sem gefinn er út í orðasöfnum. Hér má nefna Tölvuorðasafn, Flugorðasafn, Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði, Orðasafn úr tölfræði og Hag- fræðiorðasafn, sem Islensk málnefnd hefur gefið út eða væntanleg eru. Einnig má nefna íðorðasafn lækna og Raftækniorðasafn. Islenska er sem sé gott tæki til notkunar í daglegu lífi, og ekki dugir hún síður í list- rænum og skáldlegum tilgangi. Þau eru ófá skáldin sem hafa glaðst yfir þeim forrétt- indum sem því fylgja að hafa afnot af þeirri hefð sem íslenskt ritmál býr yfir. Það er því sama hvort rætt er um hátækni eða bók- menntir, ekki verður annað séð en íslenska sé fullnýtileg, jafnt tæknimönnum sem góð- skáldum. Frá þessu sjónarmiði stendur því íslensk- an furðuvel að vígi í samkeppni við ensk- una, og ef hún fer halloka er það ekki vegna þess að hún sé vanmáttug eða síðri miðill, heldur af öðrum ástæðum. Spumingin er um það hvort menn vilja notfæra sér tunguna og nýta þá auðlind sem hún býr yfir. Hættan felst í þeim aðstöðumun sem er milli ensku og íslensku. Og munurinn er á magni en ekki gæðum. Hið örsmáa íslenska samfélag með sinn hverfula efnahag keppir við tungu- mál sem allt að því hálfur milljarður manna hefur sem móðurmál og fjöldi notar sem annað tungumál eða viðskiptamál. Mesta ógnin sem nú steðjar að íslenskri tungu er án efa að hún missi það sem á máli nútímans heitir markaðshlutdeild, að hlutur hennar í daglegu lífi minnki og enskan taki við. Hættan er sú, verði þjóðin tvítyngd, að smám saman sæki enskan á. Hinar efnahagslegu og pólitísku forsendur Við lifum á miklum peningahyggjutímum, og mest virðist lagt upp úr því að hlutimir séu arðbærir. Tími hinna óarðbæru fjár- festinga í nafni hugsjóna eins og byggða- stefnu og þjóðlegrar íhaldssemi í atvinnu- háttum em liðnir. Þjóðir, sem búið hafa við velferðarkerfi, þurfa að gera það upp við sig hvort þær hafa efni á því. Ekki má auka skattheimtu og miðstýringu; skynsamleg nýting fjármagns, sem gefur fjárfestum arð, er lykilorðið. Við aðstæður sem þessar er eðlilegt að menn hafi áhyggjur af markaðs- stöðu íslenskrar tungu. Við getum þó reynt að leggja mat á þessa markaðsstöðu og átta okkur á því, eins og góðir kaupmenn, hvað hún hefur að bjóða, í hveiju styrkur vör- unnar felst. Af því sem ég sagði áðan er ljóst að varan er góð. íslenska hefur sýnt það og sannað að þótt hún standi á gömlum merg er hún þess fullfær, ekki síður en granntungumar, að aðlagast breyttum aðstæðum, og þau vanda- mál sem upp koma í nýyrðasmíð em síst meiri en t.a.m. þau sem Norðmenn eiga við að stríða þegar þeir em að deila um það hvemig rita eigi eða bera fram þetta eða hitt 15

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.