Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 10

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 10
KRISTJÁN ÁRNASON S Eru Islendingar að verða tvítyngdir? Fjöreggið Fáar fullyrðingar eru oftar við hafðar á hátíðarstundum hér á landi en að nauðsyn- legt sé að vemda íslenska tungu og menn- ingu. Þetta er hlutur sem allir virðast sam- mála um og enginn vogar sér að andmæla. Sögulegar rætur þessarar skoðunar liggja djúpt og ekki verður það rakið hér, en nöfn sem koma upp í hugann eru Amgrímur Jónsson lærði, Eggert Olafsson, Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson. Sá yngsti af þessum hefur legið meira en öld í gröfinni, en hann notaði menningarleg rök fyrir því að Island skyldi verða fullvalda ríki. Islenskri tungu er oft líkt við ijöregg þjóðarinnar. Fjöregg er þeirrar náttúru að sá sem það á deyr ef það brotnar. Líkingin er þá sú að ef tungan glatast sé þjóðin ekki lengur til, og þar með sé forsendan fyrir hinu sjálfstæða þjóðríki brostin. Þessi fjör- eggslíking er vissulega orðin dálítið slitin, og að sumu leyti villandi. Ymsir hafa bent á að vafasamt geti verið að hlutgera tunguna á þennan hátt og skilja hana um leið frá þeim heimi sem hún lifir í og lifir í henni. Eins hafa sumir viljað gera minna en aðrir úr þætti tungunnar í því sem kalla mætti íslenskt þjóðemi og bent á að til séu þjóðir sem telja sig sjálfstæðar og aðskildar frá öðmm þótt þær búi ekki einar að tungu- málinu sem þær nota. Hér má nefna Ira, sem langflestir tala ensku. Eins eru til þjóðir sem tala fleiri en eina tungu, svo sem Belgar og Svisslendingar. En hvað sem öllu þessu líður þá er það harla ljóst að vitund Islend- inga og trú á að réttlætanlegt sé að reka hér á landi sérstakt og meira eða minna sjálf- stætt ríki er, eða hefur a.m.k. verið, nátengd tungumálinu og þeirri hefð sem það varð- veitir. Tungan sem boðskiptatæki Tungumál eru margslungin fyrirbrigði og til eru fræðigreinar sem um það fjalla: sál- fræðileg málvísindi, félagsleg málvísindi, máltökufræði o.s.frv. Ekki verður að þessu sinni fjallað um alla þá þætti, en það sem mestu máli skiptir til skilnings á því málefni sem rætt er um á þessu þingi er sú staðreynd að tungumál er tœki. Það er tæki sem við notum til boðskipta, en boðskipti eða tjá- skipti eru nútímaorð um það að blanda geði - tjá sig hver við annan í víðasta skilningi. En hvað er tjáð? Við tjáum það sem við hugsum, lýsum skilningi okkar á umhverfinu, á daglegu lífi, tilfinningum okkar og reynslu. íslensk tunga er miðill sem lýsir íslenskum hugarheimi og íslenskum raunveruleika eins og það er stundum orðað. „íslenskur raunveruleiki“ Ef við segjum að tungan sé miðill til að tjá íslenskan hugarheim er eðlilegt að spurt sé hver hann sé þessi hugarheimur. Lengi vel var íslenskt mannlíf mótað af einföldum aðstæðum fábreytts atvinnulífs og þjóð- félagshátta, og bókmenntimar voru hinn listræni búningur hugsunar og hugmynda. I bókmenntunum var líka varðveitt sagan sem skipti öllu máli. Þar bjuggu Gunnar á Hlíðarenda, Njáll og Þorgeir Hávarsson, Guðrún Osvífursdóttir, Hallgerður og Bergþóra, Jón Hreggviðsson og Snæfríður Islandssól. Þessi einfaldi en um leið heill- andi hugarheimur er horfinn eða að hverfa. Nútíminn er annars eðlis eins og við vitum og margsinnis hefur verið bent á. Ótrúleg bylting hefur átt sér stað á nær öllum sviðum mannlífsins. Það er viðfangsefni lista og hug- og félagsvísinda nútímans að 10

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.