Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 14

Málfregnir - 01.05.1997, Blaðsíða 14
slá því fram að þjóðin sé að verða tvítyngd eða „ótyngd“, en þetta er enn sem komið er ekki annað en sögusagnir, óþægilegar grun- semdir þeim sem yfírleitt láta sig þessi mál nokkru varða. A þessu sviði mannlífsins er hinn innlendi keppinautur („samkeppnisaðili" heitir það á máli sumra) að sjálfsögðu íslensk list- sköpun. Bókmenntir og aðrar listir, ekki síst kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjón- varp. Ef finna ætti samnefnara fyrir þá vöru sem keppa á við Hollywood-framleiðsluna þá er hann í sem stystu máli íslensk tunga og menning, íslenskur raunveruleiki, eins og stundum er komist að orði. En staða þessa „samkeppnisaðila“ virðist veik á markaðinum, eins og það myndi orðað á máli viðskiptanna. Atvinnulíf og tækni Mikilvægt svið nútímamannlífs er atvinnu- lífið, og þar verður alls kyns tækni sífellt mikilvægari og vélbúnaður og hugbúnaður, sem notaður er, krefst sífellt meiri þekkingar og sérhæfingar. Megnið af þeirri tækni sem hér um ræðir er að sjálfsögðu innflutt, og henni fylgir tungutak og orðaforði sem er framandi í fyrstu. A þeirri öld sem nú er að líða og þeirri næstliðnu hefur hér verið unnið stórvirki sem lengi mun í minnum haft og þegar hefur aflað íslendingum nokkurrar frægðar. Iðorðasmíð okkar á íslenskum grunni hefur vakið heimsathygli, og um hana hefur verið fjallað í erlendum stórblöðum. Hreintungustefna okkar er afar sérstök, ef ekki einsdæmi í sögu mannkynsins. Níu hundruð ára gamalt ritmál tekst á við nýj- ustu tölvutækni og mynduð eru orð um ótrúlegustu tækninýjungar á grundvelli róta sem mótuðust á miðöldum. Ekki er víst að öllum Islendingum sé ljós sú auðlegð sem tungumálið býr yfir. Aðrar þjóðtungur hafa farið aðrar leiðir og í stað þess að búa til orð með innlendum rótum eru orð tekin að láni og aðlöguð. Þetta er hin almenna regla í frændtungum eins og dönsku og norsku. En dæmin hafa sýnt að íslenskri málhefð hentar ekki að taka orðin beint úr veitimálinu og laga þau eftir atvikum að hljóð- og beyg- ingarkerfi sínu. Það sem hér ræður er form- gerð málsins í víðum skilningi. Hvernig dugir íslenskan? Til eru þeir sem kvarta undan því að það sé of þunglamalegt að þurfa að þýða hvað eina á íslensku, betra sé að taka bara orðin upp eins og þau koma fyrir af skepnunni. En ekki er víst að þeir sem svo tala geri sér grein fyrir hvað í því fælist að taka erlend orð inn í málið í stað þess að finna innlend orð. Því myndu fylgja ótal vandamál fyrir tæknivætt þjóðfélag eins og okkar. Tökum orðið jet lag sem dæmi, en það er enskt orð um þau óþægindi sem fylgja því að fljúga milli tímabelta í hraðfleygum þotum og missa eða „græða“ stóra hluta sólarhrings- ins. Ef taka ætti þetta orð inn í málið sem tökuorð vakna spumingar um hvemig beri að rita það eða bera það fram. Skal hér fylgja erlendum rithætti og framburði eða á að finna orðinu íslenskan búning, og hver á hann þá að vera? Ef menn taka upp hinn erlenda rithátt eykst vandi skólamanna til muna, og verði þetta meginregla koma inn alls kyns erlend orð með framandlegum rithætti. Ef fylgja ætti framburði vaknar í fyrsta lagi spumingin um hvemig á að bera orðið fram. A að hafa stutt sérhljóð eða langt í fyrri hluta orðsins, á að rita orðið með einu eða tveimur t-um, og hvemig á að tákna þau hljóðasambönd sem fram koma og virðast framandleg? A að skrifa djetlak, djettlak eða déttlakl Varla kemur til greina að rita déttlag því þá hefði mátt búast við að það rímaði við rétt lag, þ.e. endaði á öng- hljóði. Og þá er enn eftir að athuga hvers kyns orðið á að vera og hvernig það á að beygjast. Dæmin sanna að þau vandamál sem þjóðir eins og frændur okkar Norðmenn lenda í þegar þeir aðlaga tökuorð og gefa þeim norska ritmynd em síst minni en þau sem við eigum í þegar við finnum orð af íslenskri rót. Norskt málráð lenti í hinum 14

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.