Málfregnir - 01.12.1998, Page 4

Málfregnir - 01.12.1998, Page 4
ýmis atriði sem síður væri að vænta í venju- legu ritmáli, t.d. endurtekningar og hikorð, óloknar setningar og rangmyndaðar setn- ingar, tengingin síðan að er notuð en ekki síðan o.fl. Það er eðlismunur á dæmigerðum tal- málsaðstæðum í venjulegu samtali og mál- aðstæðum í talmiðlum. Utvarpshlustandi getur ekki haft áhrif á útvarps- eða sjón- varpsmanninn með fasi sínu eða spurn- ingum eins og tíðkast í venjulegu kunn- ingjasamtali. Sá sem talar í talmiðli hefur annaðhvort alls ekki eða þá aðeins að mjög litlu leyti tök á að vita hvort áheyrandinn er með á nótunum og ekki getur fjarstaddur hlustandi heldur farið fram á skýringu sam- stundis á því sem hann kann að misskilja eða vera ósammála o.s.frv. Ekki skiptir síður miklu máli að mál í talnriðlum er stundum eða oft, eftir stöðv- um, betur undirbúið en töluð orðræða utan talmiðla, ýmist með skrifuðu handriti frá orði til orðs, með minnispunktum eða með íhugun án ritaðra hjálpargagna. Það skapar talmiðlamáli ekki síst sérstöðu að meiri tími getur verið til undirbúnings en tíðkast í venjulegu samtali. Meiri undirbúningur leiðir oft til þess að málið verður ná- kvæmara og efnisatriði þéttari. Þetta sést t.d. vel í fréttum. Aðstæður valda því sem sé að venjulegt talmál, eins og okkur er tamt að nota í sam- tölum við nærstaddan viðmælanda, er oft meira og minna ónothæft í talmiðlum. I tal- miðlum verða orðin að bæta upp ýmislegt það sem málaðstæðurnar skila annars í hversdagslegum samtölum fólks. Mál í talmiðlum getur af þessum sökum óhjákvæmilega orðið dálítið li'kara ritmáli en hversdagslegu talmáli enda verður ritmál einmitt til fjarri lesandanum líkt og mál í tal- miðlum verður til fjarri hlustandanum. En nú kynni einhver að segja að mál í talmiðlum hljóti að verða eins og venjulegt talmál þegar útvarpað er samtölum eða við- tölum, sbr. dæmin hér á undan. En eftir sem áður er þarna þó líka eðlismunur. Þegar tal- að er við einhvern (t.d. í hljóðstofu, í síma eða upptakan fer fram enn annars staðar) er jafnframt (og reyndar fyrst og fremst) verið að tala til hlustenda - og hér má leggja áherslu á til hlustenda, þ.e. ekki við hlustendur. Fjarlægð er milli talmiðilsins og hlustandans eins og vant er. Sú fjarlægð er þó á vissan hátt dulin vegna þess að mál- farið í samtalinu getur borið mörg einkenni svokallaðrar nálægðar í samtölum. En ná- lægðin á aðeins rætur í sambandi tveggja eða fárra en hlustendur eða áhorfendur eru fjarlægir þeim sem talast við. Færir dag- skrárgerðarmenn haga því samtölum þann- ig, t.d. með inngangi, innskotum eða annarri stýringu, að hlustendur séu með á nótunum þótt þeir séu fjarstaddir. Þetta gerum við ekki í venjulegu samtali þar sem báðir aðilar eru hluti aðstæðnanna. En útvarpssamtal á helst ekki að vera eins og slíkt einkasamtal með vísunum í ótilgreindar upplýsingar sem hlustandi þekkir ekki. Annar veigamikill munur á samtölum í talmiðlum og samtölum utan þeirra er sá að innbyrðis samband þátttakenda í samtölum í útvarpi eða sjónvarpi (t.d. samband spyrils og viðmælanda í samtali) er oft annað en annars tíðkast í daglegu lífi í samtölum jafn- ingja. I talmiðlum gerist það oft í samtölum að annar aðilinn hefur meira vald en hinn í þeim skilningi að hann velur umræðuefni og stýrir öllum aðstæðum og mjög oft er annar aðilinn í hlutverki hins sérfróða en hinn er að leita sér upplýsinga. Hlutverk talmiðlamáls í samfélaginu Talmiðlamál er mjög stór hluti af málheimi nútímamanna og hefur farið stækkandi. Ekkert bendir til þess núna að sú þróun stöðvist eða breytist. Mál í talmiðlum hefur tvenns konar hlut- verk í málsamfélaginu: það er samskipta- tæki og það er fyrirmynd. Málið er tjáningartæki og eftir því sem tjáningin er betri og skiljanlegri komast boðin betur til skila. Slæm málnotkun dreg- ur athyglina til sín en frá efninu sem verið 4

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.