Málfregnir - 01.12.1998, Side 6

Málfregnir - 01.12.1998, Side 6
Með og án handrits - fréttir og dægurmálaþættir Fróðlegt er að bera saman málfar sem verð- ur til með og án handrits. Mestallt efni í fréttatímum er lesið eftir skrifuðu handriti en mikið í dægurmálaþáttum er mælt fram án handrits og þótt sumir dagskrárgerðarmenn styðjist við einhvers konar punkta stundum, taki saman efni úr dagblöðum, lesi á plötu- umslög o.s.frv. er fyrir fram ritaður texti ekki dæmigert einkenni á slíkri þáttagerð. Það kæmi því tæpast á óvart að fréttir bæru með sér sterkari ritmálseinkenni en dægurmála- þættir. Tekið skal fram að hér er ekki endi- lega um að ræða ritmálsleg einkenni sem spilla talmiðlamálinu á neinn hátt eins og raunin er um dæmin hér næst á undan. Hér verða sýnd þrjú dæmi um niðurstöður úr athugun sem ég er að vinna að á málfari í talmiðlum. Þessi dæmi eru til þess fallin að sýna muninn á málfari í dæmigerðum frétta- tímum og dæmigerðum dægurmálaþáttum. Efniviður minn hér voru 6 klst. og 10 mín. af útsendu efni, 28.280 orð samtals, þar af dægurmálaþáttum. Efnið tekur til 50 málhafa, 15 kvenna og 35 karla; starfsmenn talmiðla eru 28 af þessum 50 málhöfum en aðrir (þ.e. viðmælendur) 22 talsins. Málfarsbreyta 1 - hikorð Dæmi um hikorð í samhengi: [eða] ja [ég sé ekkert annað] [og eru þar inni á] sem sagt [inni á Svartahafi] [það er nú kominn] sko [skjár] Hikorð eru langtum algengari í dægurmála- þáttum en fréttatímum og er munurinn marktækur (p < 0,001). Fréttamenn notuðu aldrei hikorð í þeim efniviði sem var athug- aður hér. Munur allra starfsmanna og allra viðmælenda er marktækur (p < 0,001). Líka er marktækur munur þótt aðeins starfsmenn dægurmálaþátta séu bomir að öllum viðmælendum (p < 0,001). Hikorð einkenna hversdagslegt talmál en eru dæmi um talmálseinkenni sem vel má vera án í vönduðu töluðu máli í talmiðli eins og raunar sannaðist á málfari fréttamann- 10.640 orð úr fréttum og 17.640 orð úr anna í þessari athugun. Fjöldi hikorða Alls í hverjum 1000 orðum Samtals 222 7,8 Fréttir 24 2,7 Dægurmálaefni 198 11,2 Alls I hverjum 1000 orðum Starfsmenn samtals 81 4,3 í fréttum 0 0 I dægurmálaefni 81 8,3 Alls í hverjum 1000 orðum Viðmælendur samtals 141 14,7 í fréttum 24 13,7 I dægurmálaefni 117 14,9 Tafla 1 6

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.