Málfregnir - 01.12.1998, Page 9

Málfregnir - 01.12.1998, Page 9
Samanburður og samband við ritmál Beygingar og setningagerð hefur ekki breyst ýkja mikið frá því á 12. öld og við getum notið þess enn sem þá var ritað án mikillar sérkunnáttu. Framburðurinn hefur hins vegar breyst gríðarlega frá upphafi Islands byggðar. En núna eigum við síðan á fyrri hluta þessarar aldar geysimikið efni tiltækt á hljóðbönd- um og alltaf bætist við. Ef við höfum á- huga á því að komandi kynslóðir skilji þetta efni á næstu öldum þarf að huga að því að varðveita framburð og fleira það í máli sem einkum eða eingöngu kemur fram í töluðu máli en er ekki endilega hluti af ritmálinu. Ef litið er á hlutverk fjölmiðla má segja að prentmiðlarnir eða ritmiðlarnir séu fyrirmynd á sviði hins ritaða máls, ásamt öðru prentmáli vitaskuld, og talmiðlarnir á sviði hins talaða máls. Hyggja verður að sambandinu milli tal- máls og ritmáls þannig að ekki verði þar of langt á milli. Rétt er að leggja áherslu á að það sé áfram eftirsóknarverður eða góður framburður að segja miðvikudagur en ekki mikudar Islendingur en ekki Isledigur aðalmaðurinn en ekki almarinn Ef ekki er gætt að þessu er hætt við að talmálið slitni úr tengslum við ritmálið sem er, eins og við vitum, að miklu leyti grund- völlur menningar okkar. Þá er hætt við því að samfellan í íslenskunni verði ekki tiltæk nema þeim sem sérstaklega leggja sig eftir málsögu og það samband getur rofnað sem almenningur hér á landi hefur við mikinn hluta menningararfsins beinlínis í gegnum móðurmál sitt. Brottfall hljóða og atkvæða af því tagi, sem sýnt var í mikudar o.s.frv., getur komið fyrir í hröðum framburði eða við sérstakar Ritað mál Talað mál RITUN HEFST 12. öld ritað mál er fyrirmynd mjög miklar breytingar á framburði orðaforði, beygingar og setningagerð tiltölulega stöðug i r 20. öld HLJÓÐRITUN HEFST 20. öld talmiðlamál er fyrirmynd stöðugleiki í talmáli? 9

x

Málfregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.