Málfregnir - 01.12.1998, Síða 10

Málfregnir - 01.12.1998, Síða 10
aðstæður en ef það verður viðmiðið í tal- miðlamáli og viðurkennt sem eðlilegt eða eins konar staðall yrði þess skammt að bíða að alvarlegir brestir kæmu í samband rit- máls og talmáls. Þessi fullyrðing mín grund- vallast á þeirri skoðun að talmiðlamál sé eða geti verið fyrirmynd fyrir almennt talmál á sama hátt og ritmiðlamál getur, ásamt öðru prentmáli, gegnt hlutverki fyrirmyndarinnar eða staðalsins í ritmáli. Lítum til samanburðar á að ef t.a.m. dag- blöðin hættu að leiðrétta yfsilonvillur í að- sendu efni eða hættu að breyta ég vill í ég vil, þá væri þyngri róðurinn eða ógemingur fyrir grunnskólakennara að halda slíku að börnunum sem vönduðu málfari eða réttum frágangi á rituðum texta. Talmiðlarnir þurfa tæpast að hafa áhyggjur af því að þeir skaði stafsetningar- kennslu eða -kunnáttu en til þeirra friðar heyrir skýr framburður, réttar beygingar og setningar, að nota orð í réttri merkingu, fara rétt með orðasambönd o.s.frv.; m.ö.o. skýrt og vandað málfar. Þeir talmiðlar, sem vilja vera trúir málstefnu Islendinga, geta ekki leitt það hlutverk hjá sér að þeir geta verið og em oft fyrirmynd. Starfsmenn talmiðla mega hafa það hugfast að málfar þeirra við hljóðnemann þarf ekki að endurspegla allt málfar sem tíðkast í samfélaginu. 10

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.