Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 11

Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 11
NEMENDUR í HAGNÝTRI FJÖLMIÐLUN Könnun á málfari í útvarpsstöðvum Eftirfarandi erindi fluttu nemendur í hagnýtri fjölmiðlun í Háskóla íslands á málrœktarþingi Islenskrar málnefhdar og Útvarpsréttarnefiidar sem haldið var 14. nóvember 1998 í tengslum við dag íslenskrar tungu. Ágætu ráðstefnugestir. Inngangur Við ætlum að fjalla um niðurstöður könn- unar sem við tvö1, ásamt níu öðrum nem- endum í hagnýtri fjölmiðlun, höfum gert á málfari í íslensku útvarpi. Við teljum okkur hafa ýmislegt til málanna að leggja, bæði sem upprennandi fjölmiðlafólk og almennir hlustendur, lesendur og áhorfendur ís- lenskra fjölmiðla. Islenskan verður vinnu- tæki okkar í framtíðinni og störf okkar munu að miklu leyti verða dæmd eftir beit- ingu málsins. Þess vegna langar okkur að fjalla um málfar í útvarpi eins og það lætur í eyrum hins almenna áheyranda. Við teljum þessa könnun gefa skýra mynd af hlutfalli tónlistar og talaðs máls og einnig góða vís- bendingu um málfar útvarpsstöðvanna á þessum tíma, þennan föstudag (23. október 1998) eins og við heyrðum það sem hlust- endur. Málfar í fjölmiðlum er ævinlega áberandi í umræðunni um íslenska tungu og hefur athyglinni oftast verið beint að prentmiðl- um, dagblöðum og tímaritum. Talmiðlarnir, eða útvarpið, hafa kannski einna helst verið vanræktir að þessu leyti. Þar kemur helst til að þeir eru orðnir nokkuð margir og erfitt að fylgjast með því sem sagt er í þeim öllum. Efni sumra útvarpsstöðvanna er heldur ekki til þess fallið að vekja fræðilega athygli. Saga útvarps á íslandi er að mörgu leyti merkileg, ekki síst í ljósi íslenskrar mál- ræktar. Islenska ríkið hafði einkarétt á út- varpsrekstri frá árinu 1928 til ársins 1986 þegar ný útvarpslög, sem leyfðu rekstur einkaútvarpsstöðva, tóku gildi. Á níunda áratugnum tóku háværar raddir að heyrast sem kröfðust þess að útvarps- og sjónvarps- rekstur á íslandi yrði gefinn frjáls. Rök þeirra voru meðal annars þau að dagskrá ríkisfjölmiðlanna félli ekki að smekk allra, að á hinum frjálsa markaði yrði úrval útvarps- og sjónvarpsefnis fjölbreyttara og fleiri þjóðfélagshópar kæmu sjónarmiðum sínum á framfæri og loks að engin rök hnigju að því að ríkið einokaði rekstur ljós- vakamiðla í landi þar sem prentfrelsi væri viðurkennt sem grundvallarmannréttindi. Talsmenn frjálsrar ljósvakafjölmiðlunar fengu sínu framgengt og löggjöfin, sem hér tók gildi árið 1986, var mun frjálslegri en annars staðar á Norðurlöndum. Auk þess túlkaði Utvarpsréttarnefnd nýju útvarps- lögin í eins mikla frjálsræðisátt og kostur var og svo fór að nýju útvarpsstöðvarnar gátu starfað við svipað frelsi og afskipta- leysi stjómvalda og prentmiðlarnir. Bylgjan hóf göngu sína fyrst frjálsra út- varpsstöðva en fljótlega fylgdu fleiri í kjöl- farið; Stjarnan, Rótin og Utrás, svo að fá- einar séu nefndar. I dag eru starfandi hátt á annan tug einkarekinna útvarpsstöðva í 'Erindið fluttu Guðríður Haraldsdóttir og Pétur St. Arason. Auk þeirra stóðu að könnuninni Anna Sigríður Einarsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Kristín Sigurðardóttir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Sigríður Hagalín Bjömsdóttir, Steinunn Björk Sigurðardóttir og Þómý Jóhannsdóttir. II

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.