Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 12

Málfregnir - 01.12.1998, Qupperneq 12
Reykjavík einni og er úrvalið afar fjölbreytt. Hlustandi með breitt áhugasvið getur valið um kristilegt efni, sígilda tónlist, sígilt rokk, létta popptónlist, dægurblöðrur, teknó, rapp, hipphopp, tripphopp, britpop, grunge, drum- andbeis, chillout og ambient-tónlist - og því nýrri sem tónlistarstefnan er, því óíslenskara verður nafn hennar eins og það hljómar af vörum dagskrárgerðarfólksins á framsækn- ustu tónlistarstöðvunum. Urval tónlistar í útvarpi er orðið fjölbreytt- ara en svo að nokkur manneskja kæri sig um að fylgjast með því öllu. Hefur þessi fjöl- breytileiki skilað sér á sama hátt og postular nýfrjálshyggjunnar á fyrri hluta níunda áratugarins sáu fyrir sér að hann myndi gera? Staðreyndin er sú að raunverulegum tal- miðlum hefur lítið fjölgað á Islandi og þær einkastöðvar vandfundnar sem útvarpa vandaðri íslensku í meira mæli en erlendri dægurtónlist. Hinn mikli fjöldi íslenskra útvarpsstöðva er yfirleitt á sömu bókina lærður: mikil tónlist og mest á ensku, lítið tal og mikið enskuskotið. Við munum víkja nánar að þessu síðar í þessari framsögu. Við, nemendur í hagnýtri fjölmiðlun, könnuðum lauslega málnotkun í útvarpi sem hluta af íslenskunámi okkar í Háskóla Islands, í samráði við Islenska málstöð. Aðferð Könnunin fór þannig fram að föstudaginn 23. október síðastliðinn settumst við niður, hvert við sitt útvarpstæki, og tókum upp fjörutíu og fimm mínútur af útvarpsefni. Hverju okkar hafði verið úthlutað einni út- varpsrás af eftirtöldum: Rás 1, Rás 2, Bylgj- unni, FM 957, X-inu, Mónó, Lindinni, Gulli, Klassík FM, Matthildi og Stjörnunni. Við tókum upp fimmtán mínútur af útvarps- efni um morguninn, aðrar fimmtán mínútur í eftirmiðdaginn og loks fimmtán mínútur um kvöldið. Þetta tímaúrtak er hvergi nærri nógu stórt til þess að könnunin geti talist vísindaleg. Við teljum þó að niðurstöður hennar gefi nokkuð góða vísbendingu um málfar á íslenskum útvarpsstöðvum, einkum þar sem niðurstöður hvers okkar stungu yfirleitt ekki í stúf við niðurstöður hinna. Við viljum þó forðast að krossfesta útvarpsstöðvar eða einstaka þáttagerðarmenn á grundvelli könnunarinnar og nefnum því hvorki nöfn manna né stöðva þegar dæmi eru sýnd. Þegar upptökunum var lokið settumst við niður með skeiðklukkur og mældum upp á sekúndu þann tíma sem notaður var á stöðinni til að útvarpa tali, tónlist eða aug- lýsingum. Síðan mældum við hversu mikið af talinu var á íslensku eða erlendu tungu- máli, hversu mikið af tónlistinni var sungið á íslensku, erlendu tungumáli eða aðeins leikið á hljóðfæri og loks töldum við slettur og málvillur í íslensku tali. Niðurstöður okkar fylgja hér á eftir í máli og myndum. Við viljum taka fram að könnunin var ekki unnin á fræðilegum forsendum og er ýmis- legt við framkvæmd hennar að athuga. Við tókum þá ákvörðun í upphafi að draga upp þá mynd af málfari í útvarpi sem birtist okkur sem almennum hlustendum og við teljum okkur hafa unnið ágætt verk sem slíkir. Við reyndum að vanda til verka eftir bestu getu og forðast alla sleggjudóma og öfgar í könn- uninni - leggjum síðan málið í ykkar dóm. Tal, tónlist, auglýsingar Þegar litið er á hlutfall tónlistar, tals og aug- lýsinga hjá öllum útvarpsstöðvunum kemur í ljós að tónlistin er yfirgnæfandi. Fjórar stöðvanna voru reyndar með talað mál sem meira en fjórðung efnis síns. Segja má að aðrar útvarpsstöðvar hafi að leiðarljósi slag- orðið „minna mas, meiri tónlist". Af því mætti draga þá ályktun að hinn almenni útvarpshlustandi telji að útvarp hafi fyrst og fremst það hlutverk að flytja tónlist en ekki að útvarpa menningarefni eða töluðu máli yfirleitt. Þetta verður enn augljósara þegar haft er í huga að meirihluti hins talaða máls er kynningin á tónlistinni. 12

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.