Málfregnir - 01.12.1998, Síða 16

Málfregnir - 01.12.1998, Síða 16
þetta er geisladiskur sem er þeirra nýjasti geisladiskur þessi geisladiskur er í raun tveir geisla- diskar ... semfékk út að borða fyrir tvo ... fram undan í tónlistinni hjá okkur ... mér hefur alltaf þótt þetta hálfgert öfug- mæli, ég meina, hvort gítarinn sjálfur er í sambandi eða míkrafónninn hann skal fá að leysa úr skjóðunni Oskýrmæli tíðkast nokkuð á útvarps- stöðvunum (eins og reyndar úti í þjóð- félaginu) en við skulum láta dæmin tala: þanniað, forsetisráðherra, immitt, fisti (í stað fyrsti), so syngur hann, vess (í stað vers), attur og attur (aftur og aftur), ha'r enn þá (það er enn þá). Þetta er bara eitt flottasta lag ... nokkurn tímann heyrðist á einni tónlistarstöðinni. Þetta nokkurn tímann kemur væntanlega í stað enska orðsins ever og er setningin þýdd beint úr ensku og ekki hugað að því að breyta setningarskipan svo hún samræmist íslensku máli. A þeim stöðvum, sem höfða helst til ungl- inga, virtist sem sumir þáttagerðarmenn töl- uðu viljandi óskýrt og kæruleysislega og þeir slettu mikið. Spyrja má hvort ákveðnir hópar, eins og í þessu tilfelli unglingar, eigi sér sérstakt talmál sem reynt er að ýta undir og ýkja á ákveðnum útvarpsstöðvum. Anægjulega undantekningu frá þessu mátti þó heyra á einni blönduðu stöðinni. Fram- haldsskóianemar af Vesturlandi sáu um kvöldþátt og var talmál þeirra nokkuð vel undirbúið og skýrt sett fram. Þeir töluðu í átta og hálfa mínútu af 15 og ræddu ein- göngu um íslenskan veruleika. Mál þeirra var fallegt og slettur fáar. Málfar var mjög ólíkt milli stöðvanna og í einstöku tilfellum einnig innan þeirra sjálfra. A einni blönduðu stöðinni mátti heyra urmul málslettna einn stundarfjórð- unginn sem við mældum en á sömu stöð, annan stundarfjórðung dagsins, talaði þátt- arstjórnandinn sannkallað gullaldarmál. Stundum mátti greina mikinn mun á út- varpsmanni og viðmælanda hans. Útvarps- maðurinn talaði kannski gott mál og áheyri- legt en viðmælandinn hafði ekki gott vald á málinu og sletti viðstöðulaust. Af könnun okkar má ráða að almennt sé mjög mikið slett ef við tökum mið af magni talmáls - sem var hlutfallslega mjög lítið á flestum tónlistarstöðvanna. Engin útvarpsstöð var laus við málslettur og á þremur stöðvanna heyrðust engar mál- villur. Lokaorð Það er Nýmjólk sem er að bjóða upp á þetta málþing. Þetta er dæmigerð setning úr íslensku útvarpi þar sem hinir og þessir - eða ættum við kannski frekar að segja hitt og þetta - bjóða upp á ákveðna dagskrá. Á einni útvarpsstöðinni var þessi setning sögð en þá var bjórtegund í hlutverki gerandans. I framhaldi af því komu upp umræður í hópnum um það hvernig bjórtegund gæti boðið upp á eitthvað. Á annarri stöð voru spiluð lög ákveðinnar vískýtegundar sem bauð upp á þáttinn. Þetta er að sjálfsögðu gert í auglýsingaskyni og snertir mál sem hefur verið í umræðunni, það er kostun. Kannski er það allt í lagi og kannski verðum við að venja okkur við að mjólk, viskí og bjór bjóði okkur upp á útvarpsefni. Talað mál var gegnsýrt af kynningarefni út- varpsstöðvanna. Og menn lœra að gera stormandi lukku á einni stöðinni. Nafn ann- arrar má ekki fallbeygja; tilbúið dæmi: Hress- ustu lögin eru á Hestur níu sex sjö. Á þeirri þriðju er stanslaust fjör og þeir spila óskalög á stöðinni. Sú fjórða segist vera best í tónlist. Ef litið er til málfars, framburðar og fram- setningar komu stöðvamar mjög mismun- andi út. Þær stöðvar, sem gefa sig út fyrir að vera unglingastöðvar, komu málfarslega verst út úr könnuninni. Héma er dæmi um samtal tveggja þáttastjórnenda á einni stöðinni. - Ég fór í tannlœknadœmið. - Er verið að plugga tannlœkninn sinn, þetta er nú lowest ofthe low. 16

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.